8.1.06

Lofum bloggið...

Var komin með meðgöngu-fyrirfæðingarþunglyndi. Svo var Sævar fyndinn í kommentakerfið mitt. Stundum þarf ekki mikið til að fresta því óumflýjanlega aðeins.

Er annars geðvond útí náttúruverndarpakkið. Undanfarinn áratug hefur nefnilega aðallega eitt farið í pirrurnar á mér þegar ég hef komið upp á hálendi. Nefnilega gulrótarétandi jógaspírurnar sem virðast spretta upp eins og eitraðir sveppir við hvert fótmál á þessu eina svæði sem í eina tíð var hægt að vera í friði á. Kárahnjúkapakkið er þó aðallega bara á sínum stað og er ekkert að flækjast mikið út fyrir sitt svæði.

Ef virkjunin flæmdi nú túristapakkið af uppáhaldsstöðunum mínum þá væri mér slétt sama þó framkvæmdir stæðu aldrei undir kostnaði. (Sem ég hef enga trú á að þær geri. Held að gullæði Austurlands og -fjarða verði mjööög skammvinnt. Á hinn bóginn þýðir það sennilega að hægt verður að fá hræódýr hús þar á nauðungaruppoðum eftir ca. áratug. Þannig að allt hefur þetta jú sína kosti.)

Og í stjörnuspánni minni stendur að ég eignist barn á fullu tungli, 14. jan. Þekki bara einn mann sem á afmæli þann dag og mun það nú ekki gæfumaður vera. Ekki skrítið að maður sé kominn með þunglyndisbyrjun?

4 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Ein spurning Sigga Lára mín... Vantar ykkur skiptiborð með baði? Ég á eitt slíkt sem að þú mátt fá fríkeypis ef þig vantar. Láttu mig vita!

fangor sagði...

svona, svona. þetta fer alveg að verða búið og þú getur farið að klappa barninu á þessu fína baðskiptiborði...

Sigga Lára sagði...

Er komin með baðskiptiborð... sem minnir mig á, það á eftir að sækja það út í bæ.

Takk samt fyrir tilhuxið, Linda mín.

Berglind Rós sagði...

Vinnufélagi minn og ágætur vinur á líka afmæli þennan dag, og meira að segja tvíburabróðir hans líka, svo það eru tveir á móti einum! :-)