Og ég gleymdi að minnast á hina tvo föngulegu menn sem við hjónin rákumst á á Laugaveginum á föstudag. Úr því varð leikstjórafundur fyrir utan Lyfju á Laugavegi. Í haugarigningu. Mér finnst gaman að búa við miðbæinn.
Allavega, fann sólbaðsstofu og fékk mér yndislega gönguferð þangað í vorregninu í gærkvöldi. Í leiðinni heim kom ég við á vídjóleigu og tók ógeðslega hryllingsmynd (Emily Rose) sem stóð algjörlega undir væntingum okkar. Það var nú rómó.
Rannsóknarskip fór í golf á þessum þokukennda sunnudaxmorgni og í dag erum við að fara að æfa þættina okkar í Þjóðleikhúskjallaranum. Þeir eru báðir á góðri leið og það verður nú gaman að komast á rétt svið. Og fyrst ég ætla að stilla mig um að vera dræsó á skírninni hugsa ég að ég fari alveg yfirum í ílandi dræsugangi í Þjóðleikhúskjallaranum á sýningunum í staðinn.
Og ég gleymdi einni fyrirspurn. Þannig er að mig langar að láta mynda bæði Freigátuna og flotann allan á skírnardaginn. Veit einhver um flínkan ljósmyndara sem er sérlega góður í að mynda lítil börn?
19.3.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
svipmyndir á hverfisgötu er besta baranaljósmyndastofan, without a doubt. svarthvítu myndirnar þeirra eru listaverk, og hef séð margar virkilega góðar í lit líka.
Sæl
Rakst hér inn af síðunni hennar Ylfu.
Til hamingju með dótturina.
Veit um góðan ljósmyndara ef þú hefur áhuga.
http://www.ljosmyndir.net/
Einnig eru þær hjá Brosmyndum að voða vinsælar, þær eru bara ekki ljósmyndarar heldur grafískir hönnuðir. Held að þær séu ekki vinsælar hjá fagfólkinu og menn misánægðir með að fá "fótósjoppaðar" myndir í stað orginala. Síðan þeirra er undir http://www.internet.is/brusastadir/
Kveðja
Þórdís Einars
auja.net er mín kona. Mæli með henni.
Skrifa ummæli