Er gúrka eða hvað? Horfði á hálft Kastljós. Þar var fyrst talað við mann sem sagði að annar maður hefði verið vondur við sig. Svo var talað við þann mann sem sagðist ekkert hafa verið það. Og enginn sagði um hvað málið snerist. Sá fyrrnefndi hafði víst skrifað eitthvað í einhvern svæðissnepil sem hinum líkaði ekki. Og það var skautað fimlega í kringum innihald þess máls með því að tala endalaust um "ákveðin atriði" og "tilteknar staðreyndir". Semsagt, fyrrihluti Kastjóssins var um einhverjar persónulegar krytur sem ekki var sagt frá því hverjar væru og líklega væri öllum sama um þó svo hefði verið. Þetta minnti eiginlega á hugmyndasnauðustu síður DV. Þessar sem enginn nennir að lesa vegna þess að þær eru ekki einu sinni krassandi. Fussbara.
Þessa dagana er síðan offramboð af of löngum auglýsingum. Fyrsta má telja hina forkastanlega leiðinlegu, Velgengni er: ... Idjótískt. Orðið "Söxess" þýðist nú bara ekki. Og allir vita að velgengni er að ganga vel. Ég meina, það liggur nú bara íðí. Svo er þessi auglýsing svo löng að ég fékk leið á henni áður en ég var búin að horfa á hana einu sinni. (Sorrí Toggi og Sævar, vona að þið berið ekki ábyrgð á þessu.)
Hin er laaaanga Sparisjóðsauglýsingin þar sem allt sem hefur gerst undanfarin 10 ár er talið upp. Og Rannsóknarskip átti eitt af sínum gullpunktum í lok hennar í eitt af mörgu skiptunum sem við sáum hana í gærkvöldi:
- Og sjáðu hvað þeir eru með marga viðskiptavini! Tíu hræður úti á túni!
Það fannst mér fyndið.
Og bloggið mitt átti 3 ára ammæli í gær. Að huxa sér...
21.3.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta snérist reyndar um grein í Mannlífi sem bar yfirskriftina: huldufólkið á Vestfjörðum og kom út í febrúar að ég held. Greinin sú arna hleypti illu blóði í vestfirðinga enda frjálslega með staðreyndir farið og óþarflega svört og dramatísk mynd máluð upp af mannlífinu hér vestra.
Annars veit ég ekki alveg yfirhverju fössið var. En þetta var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar og var því útvarpað á svæðinu í dag.
Ég lýsi mig alfarið óábyrgan fyrir umræddum auglýsingum. Hvorug þessara bankastofnana er kúnni á mínum vinnustað. Vil ég þó minna á, kollegum til varnar, að það er alltaf auglýsandinn sjálfur sem ber hina endanlegu ábyrgð á auglýsingunni sinni. Þetta er að hluta til sagt af biturri reynslu, því oft er svoooooo óralangur vegur frá því hvernig auglýsingahugmynd er stillt upp af stofu og hvernig hún endar eftir pólitískar síur og útvatnanir þeirra sem kvitta þurfa fyrir herlegheitunum. Mér finnst velgengni reyndar ekki afleitt orð, en þær eru vissulega mjöööög langar. Og kannski er e-u markmiði náð með því. Það eru ALLIR að tala um þær. Sjá t.d. hér:
http://www.baggalutur.is/skrif.php
Noh! Varla búinn að sleppa orðinu þegar allt verður vitlaust út af umræddri herferð, af allt öðrum orsökum.
Skrifa ummæli