3.4.06

Brjálaður snjór...

Það eru bara jólin?

Skýrsla fyrir Ylfu sem aldrei hefur haldið skírnarveislu:
Skírnarundirbúningur gengur þannig að ég er búin að sauma fyrir alla glugga heimilisins nema einn. Í hann er ég með óþægt efni sem ég get ekki saumar títuprjónalaust. Þeir eru týndir og það fást ekki svoleiðis nema lengst uppi á Laugavegi. Og þangað nenni ég ekki í ófærðinni dag. Þreif í staðinn klósettin þannig að nú getur maður speglað sig í þeim. Heimilismönnum verður bannað að kúka í þau fram að veislu. Spurning hvað ég á svo að taka mér fyrir hendur það sem eftir er dax. Var að reikna lauslega út hvort viðlegubúnaður heimilisins dugar öllum næturgestum um næstu helgi, og sýnist svo vera. Menn verða bara að vera sáttir og sofa þröngt.

Held ég þurfi að fara að gera lista yfir allt sem er eftir.

Og nú er hætt að vera brjáluð snjókoma og komin hláka. Veðrið í Reykjavík er vangefið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Seyma er flutt í Hafnarfjörðinn. Nú getur enginn saumað lengur í miðbæ Reykjavíkur : (

Spunkhildur sagði...

Lítill fugl hvíslaði því að mér að þetta væri síðasta greindarskerðingarkast veðurs í Reykjavík í vor. Hvort bíbí hefur rétt fyrir sér eða ekki verður tíminn að leiða í ljós. Ég hótaði þó að snúa hann úr hálsliðnum ef þetta klikkaði.

Og hananú!

Bára sagði...

Til hamingju med ammlid :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Sigga mín!
Vibba

Berglind Rós sagði...

Húrra fyrir afmælisbarninu! Og líka fyrir pylsugerðarmanninum :-)