7.4.06

Kræst

Þegar maður byrjar að taka til, þá fyrst fer nú allt á hvolf. Öll sængurföt heimilisins eru strípuð úti að viðra sig. Ekkert er á sínum stað eftir ryksugun. Allt er semsagt orðið hreint og fínt, nema það sem sést.

Freigátan svaf í rimlarúmi í fyrsta skipti í nótt, var enda farin að vinna stórfelld skemmdarverk á vöggunni sem hún var með í láni. Ég er ekki frá því að hún hafi stækkað í nótt.

Og ég er búin að fá nýju gleraugun mín. Nú sé ég í gegnum holt og hæðir og fyrir horn. Það getur nú komið sér vel.

Og slatti af börnunum mínum frá Montpellier ætlar að mæta í skírn. Mikið ógurlega finnst mér það nú gaman. Ég hélt ég væri búin að týna þeim öllum.

Og, ég gleymdi að monta mig, þáttur sem ég leikstýrði, Kratavar, fer á einþáttungahátíð í Borgarleikhúsinu í maíbyrjun. Það verður nú stuð. Og sennilega fær Hugrún syss þá langþráðan draum uppfylltan og fær að passa.

Engin ummæli: