5.4.06

KALLLLT!

Í dag eiga margir bágt. T.d. allir sem þurfa að vera úti, eða fara þangað einhverra erinda. Sem og systir mín sem er að reyna að ná úr sér flensu í þessum manndrápskulda. Hins vegar eiga Bibbi og félagar óvenjugott að vera á Kúbu.

Svo er svo skrítið að það er alveg sama hvað ég tek mikið til, það ruslast alltaf strax til aftur. Er allavega að huxa um að nenna ekki að brjóta saman þvott strax, heldur láta fara vel um mig í sófanum, innan um allt draslið, hlusta á norðangarrann og lesa Narníubókina mína.

Ég segi það enn og aftur. Það er gott að vera í fæðingarorlofi.

Væri reyndar komin heim úr vinnunni þó ég væri það ekki.

Bara gott að vera svona almennur letingi.

3 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Til hamingju með afmælið í gær :)
Ég mundi að það var einhver sem ætti afmæli....bara pínu sein að hugsa, hélt ég hefði verið búin að setja þig í minnið, en hef víst gleymt því ;)
Sorrý honý...kyss kyss :)

Berglind Rós sagði...

Oh ég vildi að ég gæti einhvern tímann bara verið löt í friði, þoli ekki þessa áráttu í okkur hjónum að setja allt á annan endann í smíðaveseni. Ég ætlaði aldeilis ekki að gera neitt annað en að vera ólétt, neinei, það er bara byrjað á nýju baðherbergi og ég veit ekki hvað. En ég SKAL vera löt í fæðingarorlofinu!

Og ég vildi að það kæmi vor, man bara ekki eftir að hafa orðið jafn þreeeeeeeeytt á vetrinum.

Spunkhildur sagði...

Það er gömul hugmynd að borga undir Íslendinga til Kanarí í viku til þess að koma í veg fyrir almennt niðurbrot þjóðarinnar vegna myrkurs og veðurs. En það er samt góð hugmynd.

Myndi kannski kosta pínu meira en niðurgreiðslur á þunglyndislyfjum, fólk mætti velja.