6.4.06

Ætli sé mjög óviðeigandi...

...að láta fyrstu gestina í skírnarveislu bara byrja á að taka til og skúra? Nú væri aldeilis lag að fara að gera eitthvað svoleiðis. Freigátan sofandi. Rannsóknarskipið sömuleiðis. Smábáturinn ekki kominn úr skólanum og huxanlega farinn að leika við einhvern. En ég sit bara og blogga. Í haug af ófrágengnum þvotti, í óryksuguðum sófa og með fæturna á óskúraða gólfinu. Þetta er ekki fallegt afspurnar.

Annars er ég líka með fréttir að handan. Fékk smáskilaboð frá henni Svandísi handan Atlantsála á afmælinu mínu. (Hún hefur sko verið horfin um hríð.) Sagði hún enga ástæðu til áhyggna, hún kæmist bara sjaldan á veraldarvefinn þessa dagana. Þau skötuhjúin væru að fara að skila franska húsinu þann 20. þessa mánaðar, fengju hús í London í maíbyrjun og hún stendur því í stórskemmtilegum millilandaflutningaundirbúningi þessa dagana, bandólétt.

Jæjah, best að fara að gera eitthvað. Einntveirogfimm!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður á alltaf að taka til eftir gestakomur, ekki á undan þeim. En þetta er ég nú ekki enn búin að temja mér þó ég sé þrjátíuogfimmtán :)Síðbúnar afmælisóskir og fyrirfram hamingjuóskir með skírnina á stúlkunni þinni fallegu. Mikið búin að dást að myndunum. Verð að bæta smá við þetta um nágrannana. Ég hef nú átt alls kyns skrítna nágranna um æfina, meðal annars eina sem tók alltaf af snúrunum fyrir mig og henti á þvottahúsgólfið og hún var líka soldið í því að nota borvélar á hurðir óvina sinna. Nema hvað... nú held ég að ég sé hræðilegi nágranninn. Sá furðulegan svip á frúnni á neðri hæðinni en hún er svo kurteis að hún sagði ekkert beint. Ég reiknaði það hins vegar út að fjölskyldan er búin að fá nóg af tónlistarsmekk okkar. Alexander sonur minn leikur Tony í uppfærslu Siggu Birnu í Hagaskóla, því hefur West Side Story verið í botni frá því um áramót. Þegar hann er að heiman nota ég tækifærið og blasta indverska tónlist meðan ég æfi magandansinn minn. Spáðu í blönduna :)

Nafnlaus sagði...

Góða láttu þetta lið gera eitthvað!!
Fín hugmynd. Til hvers líka að vera að fá gesti sem nenna ekki einusinni að gera neitt???

nopgt

fangor sagði...

hmm. ég skal vaska upp næst þegar ég kem í kaff....varðandi tilkynningar svandísar segi ég bara coojh! eins og blogger...

Sigga Lára sagði...

Neinei. Þetta er allt að reddast. Ef illa fer kemur mamma um miðjan dag á morgun. ;-)

Spunkhildur sagði...

Það er gott að eðlan er á lífi. Ég var farin að hafa áhyggjur af henni. Hélt jafnvel að hún gengi með sjöbura.