25.5.06

Af tómri hógværð...

Er alvarlega stolt af eigin snilld í kveld.

Fyrst svæfði ég Freigátuna í sínu eigin rúmi á mettíma. Þetta kemur uððitað allt þegar mar gerir öfugt við það sem bækurnar og fræðin segja. Og ekki er verra að vera mótíveraður af yfirvofandi skemmtilegheitum í sjónvarpinu.

Svo kom "gat" í sjónvarpsdaxkrána að mínu skapi og þá datt mér í hug að glíma við löngu þarft verk, þ.e., barnavagninn var farinn að boða komu mína um hálfan bæinn með gnístandi ískri. Og ég fann út úr mekanismanum við að ná hjólunum af honum, og komst að því að útrunnið brjóstakrem er fínasta vagnhjólasmurning.

Nóg komið af snilld í kvöld, þá eru það hinar Aðþrengdu Eiginkonurnar.

Engin ummæli: