27.5.06

Kjör

Mér finnst kjördagur alltaf vera mikil hátíð. Þessari iðkun lýðræðis var jafnan fagnað mikinn á mínu heimili. Gjarnan með því að halda kosningaskrifstofu í kjallaranum. Á meðan Alþýðubandalagið, heitið, var og hét. Á kjördag voru allir á ferð og flugi um allan bæ, og jafnvel víðar. Maður gat allt í einu fengið að fara með í bíltúr upp á Jökuldal, enginn huxaði um matartíma (en það voru tertur í kjallaranum) og að sjálfsögðu var ekkert spáð í hvenær krakkarassgötin fóru að sofa. Þetta var næstum skemmtilegra en jólin!

Ég veit ekki hvernig við gerum okkur glaðan dag í dag. Kannski kíkjum við á einhverjar skrifstofur og gáum hverjir eru með bestu kökurnar...

Og í dag skilst mér að Nanna hafi átt að fá að koma heim með litlu Úlfhildi Stefaníu. Ég huxa að ég láti þær nú samt alveg vera þangað til þær hafa samband að fyrra bragði. Sennilega brjálaður gestagangur hjá þeim, núna í bili. Ég ætla bara að leika við þær þegar hann er búinn.

Engin ummæli: