25.5.06

Uppstigning

Gleðilega hátíð.

Hélt stjórnarfund með þeim hluta stjórnar sem ekki er að éta baunir og sveskjudjús austan Volgu. Við átum kaffi og bakkelsi og huxuðum til þeirra með vorkunn. Og skipulögðum skipulag.

Freigátan er búin að fatta að ef maður öskrar nógu hátt að næturlagi þá fær maður strax að drekka. Hún var hætt að vakna á nóttunni, en í nótt vaknaði hún þrisvar. Nú spyr ég allar mæður í lesendahópnum, hvað er til ráða? Ég er með augnlokin á hælunum og verð farin að þurfa sterkari geðlyf eftir nokkrar svona nætur. Og það er erfitt að láta hana grenja aðfaranætur skóladaga hjá stóra bróður hennar. Hmmm...?

Og nú er Rannsóknarskip nokkurn veginn að komast á flot eftir löngu og erfiðu sjúkraleguna sína þannig að ég ætti trúlega að fara að hrækja í lófana og reyna að fara að skrifa. (Þ.e.a.s., draga kúkaleikritið út úr félaxheimilinu á mér...)

Annars fer maður nú bara að verða kominn með hugann hálfa leið norður í dal Svarfaðar. Það er víst ekki nema einhver hálfur mánuður í það, allt í einu.

4 ummæli:

Svandís sagði...

Welcome to the real world ;) Kann thvi midur ekkert rad handa ther. A sjalf barn sem hefur aldrei kunnad ad sofa og kann ekki enntha. Gangi ther vel.

Gadfly sagði...

Það kann að hljóma ótrúlega í eyrum útkeyrðra foreldra en ungbörn vakna ekki á næturnar af einskærri óþekkt. Á þessum aldri eru þau hreinlega of heimsk til þess að skipuleggja andleg hryðjuverk og rífa sig upp viljandi.

Ef þú ert búin að útiloka lasleika og líkamleg óþægindi sem orsök, prófaðu þá að reifa hana. Þau eiga það til að vakna við sínar eigin hreyfingar. Athugaðu líka að allt sem þú setur ofan í þig fer í mjólkina. Kamilluseyði í staðinn fyrir kaffi, gulrót í staðinn fyrir súkkulaði og allt það. Og ef þú neyðist til að gefa henni að drekka, láttu þá þar við sitja, ekki spjalla við hana eða halda uppi skemmtidagskrá af neinu tagi.

Sigga Lára sagði...

Prufaði reyndar eitt í kvöld sem svínvirkaði. Láta hana grenja sig bláa í rúminu sínu á meðan ég tók til í skápnum, og svo sofnaði hún bara þegarég settist niður og nuddaði á henni tærnar. Þar með sofnaði hún í sínu rúmi og án þess að vera að drekka. Svo er spurning hvernig nóttin verður...

Sigga Lára sagði...

Ég er nú ekki orðin "útkeyrt" foreldri eftir eina nótt. ;-) En ég heyri alveg muninn á því hvernig hún grætur þegar hún er svöng eða illt einhvers staðar, og þjónustuköllin sem eru núna allt í einu farin að heyrast á nóttunni. (Það er svona meira hótun um grát, heldur en alvöru grátur.)

Og það er staðreynd að um 4 mánaða aldur eru börn farin að vita hvaða þjónustu þau geta fengið, og prófa sig áfram með það. Það stendur í Draumalandinu.

Og ég er nú ekki vangefin, ég veit að hún fær allt sem ég borða. Og ég veit líka að það eina sem hefur nokkurn tíma haft slæm áhrif á hana var einu sinni þegar ég fékk mér fanta. Annars hefur hún mjög sjaldan fengið í magann, en það fer ekkert á milli mála þegar það gerist.

Ég er semsagt, að sjálfsögðu, búin að útiloka alla líkamlega kvilla, oft og mörgum sinnum. Þetta er bara spurning um smá uppeldi, það er hægt að venja hana af þessu, en það er eiginlega of hávaðasamt við núverandi aðstæður. Ef í hart fer þá geri ég það í Svarfaðardalnum, langt frá mannabyggðum.