6.2.09

Íhaldslausa landið!

Ég er ekkert mjög mikið að djóka með landflóttann, verði Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningar. Bara neeeenni ekki að reyna að draga fram lífið og fæða og klæða fjölskyldu í einhverju markaðs- og frjálshyggjukjaftæði í landi án velferðarkerfis sem er þar að auki á hausnum með manni og mús. Þar sem verið er að rembast við að græða á daginn og grilla á kvöldin, þessa fáu aura sem eru eftir af alþjóðlegu yfirdráttarheimildinni. Og ég heyri allt of mikið í Sjálfstæðismönnum þessa dagana sem hafa greinilega ekkert annað í huga en að gera nákvæmlega það.
Ég verð svartsýnni um að ég nenni að halda áfram að vera hérna með hverjum deginum.

Og hef voða mikið horft til Kanada. Einhverra hluta vegna. Þó ég viti næstum ekkert um landið. Enda er það næstum aldrei í fréttunum, af góðu eða slæmu. Sem er líklega ástæðan fyrir að mér finnst það hljóma ágætlega. Sennilega engin þjóðargeðhvörf þar.

Áðan sagði faðir minn mér nokkuð sem gerði þetta land algjörlega "fyrirheitið". Sjálfstæðisflokkurinn í Kanada beið einhverntíma svo svakalegt afhroð í kosningum að hann var lagður niður. Tilfinningar mínar gagnvart kanadísku þjóðinni, sem voru bara svona hvorki né, eru nú talsvert hlýjar.

Ætla að halda áfram að fylgjast með leiguverði og umsóknarfrestum í doktorsnám í Toronto.

4 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Þegar Elías fór til Kanada held ég að hann hafi flutt úr einu Íslandi í annað stærra..

Berglind Rós sagði...

Ef þú flytur til Kanada þá ferðu nú til Montréal og heldur áfram að æfa þig í frönskunni ;-) Ég væri alveg til í að búa þar ef það væri ekki svona langt í burtu frá öllum...

Sigga Lára sagði...

Já, verst að Árni vill einmitt helst vera einhvers staðar þar sem hann getur æft sig í enskunni. En við gætum kannski skroppið...

Þórunn Gréta sagði...

Það er nú margt verra en að lifa útlöndum á borð við Kanada þessa dagana trúi ég. Og við örlítið frekari umhugsun held ég að það sé nú bara fátt betra.......

Mmmmmm... Elíasbækurnar. Eitt af því fáa sem við Elías áttum ekki sameiginlegt var að ég hafði aldrei dvalið langdvölum í útlöndum fyrr en um 16 ára aldurinn. En hins vegar leið mér eins og honum þegar ég kom heim.