3.2.09

Merkilegt

Þetta finnst mér afar merkileg frétt. Fjölmiðlar komust í eitt skitið minnisblað sem maður sendi fjármálaeftirlitinu breska til að vara við því að krimmarnir í Kaupþingi tækju yfir Singer og Friedlander, og hann er umsvifalaust boðaður á fund fjárlaganefndar. Þar sem hann fattaði greinilega eitthvað sem aðrir föttuðu ekki og stjórnendum landsins þótti snjallt að komast að því hvað það var.

Hér hafa menn öskrað sig hása yfir viðskiptasvindlinu árum saman. Allir virðast vita meira en Fjármálaeftirlitið íslenska, Seðlabanki og fyrrverandi ríkisstjórn en við þá talar enginn nema Egill Helgason og þjóðin hlustar agndofa.

En ekki eru spekingarnir boðaðir á neina fundi, svo maður viti. Einn fékk reyndar að vera viðskiptaráðherra.

Það er eins og það vanti samvinnugenin í Íslendinga. Einn ræður í einu og hann hlustar á ENGAN!

Ítarlegri umfjöllun um málið hjá Láru Hönnu.

Engin ummæli: