20.12.04

Það er svo fyndið, þegar það eru að koma jól, þá er alltaf líka eins og það sé að koma heimsendir. Það þarf Allt að gerast Fyrir Jól, annars bara... gaaaah!

Í tilefni þess kem ég til með að eyða eftirmiðdeginu í Kringlunni og gott ef ekki Smáralindinni líka og kvöldinu á haus ofan í skúringafötunni. Aldeilis eins gott að það sé hreint heima hjá manni um jólin, það sér nefnilega enginn. (Nema kannski álfarnir ef þeir vilja halda partí. Treysti Hugrúnu síðan til að henda þeim út þegar hún kemur þann 27.)

Ég er að fara heim ekkjámorgunheldur hinn og ætla að búa í ömmuhúsi. (Þar sem ömmurúm er of stutt fyrir litlabróður, en ekki fyrir Rannsóknarskipið. Já, við erum margt smátt fólk.) Þar með komum við Hugrún til með að búa saman í tæpa viku... af því að okkur gengur það alltaf svo ljómandi vel... Juminn...

Ísskápurinn minn er tómur og ég fantasera þessa dagana mikinn um hvað ég ætla að borða í jólafríinu. Það er margt stórt.

Engin ummæli: