22.12.04

Now is the summer of my content...

Er að fara austur á eftir. Á reyndar eftir að pakka og gera nokkurþúsund hluti. Jæjajæja. Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga næstu 10 daga, ca., fer alveg eftir því hvernig staða tölvumála á bernskuheimili mínu er um þessar mundir. Það kemur nú samt vonandi jólakveðja, þar sem ég hef ekki frekar en venjulega nennt að senda jólakort, og áramótapistill af því að það er hefð.

Ég verð líka eins og landafjandi á milli austur- og norðurlands. Fer austur í dag, norður 28., austur aftur á gamlársdag, norður aftur, sennilega 2. og suður 3. þannig náum við Rannsóknarskipið heilli viku í hvors annars návist og verður það mikil gleði. Þó þetta sé náttúrulega talsvert hindranahlaup með þessar asnalegu fjarlægðir allar saman. Kannski samt eins gott að halda þeim bara, menn hafa tekið upp á þeim leiða ávana að gefast bara upp á mér ef ég er nær...
Vona bara að vika sé ekki of mikið...

Best að fá ekki kvíðaröskun yfir því alveg strax. og einbeita sér að hamingjusamlegri hlutum. Í kvöld fæ ég mömmumat! Jeij!

Engin ummæli: