24.12.04

Þá eru það jólin í hinum Frjálsa Heimi.
Í virðingarskyni við hinn Frjálsa Heim, þá verða fyrirvarar á öllum jólakveðjum í ár. Sem sagt:


Gleðileg jól...

(...nema náttúrulega ef lesandinn er einn af þeim sem þykir jólaskraut ljótt, jólamatur vondur og leiðinlegt að fá frí í vinnunni og gjafir, þá þarf hann náttúrulega ekkert að taka þetta til sín. Má halda ógleðileg jól mín vegna. Heldur ekki ef hann er frábitinn jólum af trúarlegum, andlegum eða líkamlegum ástæðum.)

...og farsælt komandi ár.

(...nema náttúrulega ef lesandinn vill ekki að næsta ár verði skemmtilegt og líður bara almennt betur ef tímarnir eru verri. Heldur ekki ef hann er með ofnæmi fyrir árum sem enda á 5 og þykir þau alla jafna leiðinleg. Auðvita er mönnum frjálst að hafa næsta ár eins og þeir vilja. Maður segir bara svona...)

Þakka allan viðurgjörning á liðnu ári.

(...hvort sem mönnum líkar betur eða ver.)

Engin ummæli: