15.1.06

+2

Fékk morgunmatinn í rúmið. Og nenni helst ekki að hreyfa mig þaðan fyrr en ég er búin að klára þessa þýðingu. Sem verður væntanlega sú síðasta sem ég tek að mér í bili, er loxins búin að skrá mig í frí frá því í nokkrar vikur.

Eitthvað fór aðeins af stað í gærkvöldi, ekkert mikið, en nóg til þess að nú má ég ekki lengur fara í grindhvalasund. Hér eftir kem ég sem sagt alfarið til með að haga mér eins og forréttindapíka, gera nákvæmlega ekkert nema liggja og klóra mér í öllum 80 kílóunum. En einhverjar jarðhræringar eru nú farnar að vera til vitnis um það að eitthvað gerist trúlega innan viku. (Sorrí, Bibbi minn.)

Elsku Rannsóknarskipið mitt og Smábáturinn standa sig prýðilega við þjónustu í hvívetna. Fer létt með að ná 90 kílóum ef þetta heldur lengi svona áfram.

En, best að spýta í lófana og klára síðustu vinnuna í marrrgar vikur! (Ja, allavega alveg... 3.)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei! Klemma borgarann bara!

Siggadis sagði...

Sammála Bibba, við erum þar með tvö sem leggjum álög á þann dag :-) ... draga djúpt inn andann, krossleggja fætur og ekki standa upp fyrr en 25. janúar!

Berglind Rós sagði...

Úff, þið eruð vond, það er ALLT of langt þangað til! :-)