16.1.06

+3

Drídrídrí og drædrædræ.
Afmælisdagurinn hennar Heiðu runninn upp og lítið skeðst. Komin í endanlegt frí frá öllu í lífinu og hef nú enga ástæðu til að fara á fætur fyrr en ég þarf á fæðingardeildina.

En það er komin einhver geðvonska í mig og nú er HEIMURINN AÐ FARAST í hvert skipti sem eitthvað smottrí kemur upp á. (Eins og að tveir símar hringi í einu eða að ég finn ekki eitthvað STRAX.)
Úffpúff. Ekki öfunda ég Rannsóknarskip ef þessu heldur lengi áfram.

Best að reyna að halda bara áfram að sofa og vera með sem minnsta meðvitund.

10 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Sagði ég ekki 6 daga fram yfir? Eða var það vika? Alla vega, þetta verður í lok vikunnar, gæti alveg orðið Bóndi Árnason :-)

Nafnlaus sagði...

Ekki má það vera mikið seinna ef barnið er steingeit eins og talið var að yrði. Kemur kannski í ljós að hér er loftkenndur vatnsberi á ferðinni sem farið hefur huldu höfði undir nafninu Phaderp. Ekki ónýtt listamannsnafn í framtíðinni.

Litla Skvís sagði...

Æji ég finn svo til með þér!! Þetta er algjör horror, bæði að vera svona ólétt og svo að ganga svona frammyfir. Búin að vera í þínum sporum 2x og vonast innilega til að verða þar ALDREi aftur.

Ef það kemur annað barn, þá skal það koma á tíma!

Spunkhildur sagði...

Það er ekkert öll nótt úti enn. Hef fulla trú á því að þetta hafist fyrir miðnætti. Gangi þér vel gæskan.

fangor sagði...

ég er komin heim svo þér er óhætt að vekja mig ef næturfæðing fer af stað ég kem eins og watklo..!

Nafnlaus sagði...

Úff hvað þetta er spennandi! Maður tékkar á þér oft á dag til að athuga hvort eitthvað sé að gerast! Segji ekki annað en gangi þér vel í átökunum og mundu eftir að anda!

Nafnlaus sagði...

Eins og ég hef áður sagt, muntu ganga tvær vikur framyfir eins og hver önnur ohgyacj

Nafnlaus sagði...

Pabbi minn á afmæli í dag - ég var að senda honum blóm. 17 janúar er góður dagur.

Nafnlaus sagði...

Ef þú finnur ekki eitthvað STRAX, dragðu þá djúpt andann og leitaðu að barninu í sjálfri þér. Þú ættir að finna það strax.

(Í dag heitir það Brysyfhe. Með því nafnlegra hingað til)

Nafnlaus sagði...

En illa líst mér á það Hulda ef barnið verður Loftkennt. Hvenær gekk Loftur í leikfélagið?

Er einhver sem samþykkir eftirfarandi tillögu samhljóða? Tdgbrfbz?