18.1.06

+5

Jæjajæja. Mæðraskoðun í gær og allt í þessu glimmrandi velstandi. Ég er með næstum engan blóðþrýsting og barnið er með fínan hjartslátt og öflugar hreyfingar og ég gæti sjálfsagt gengið með í ár, eins og mamma han Jackie Chan er sögð hafa gert.

En, allavega, ljósmóðirin sem tók við mér eftir áramót hefur allan tímann staðið á því fastar en fótunum að ég myndi ganga viku til 10 daga framyfir. Og stendur enn við það og nú lítur út fyrir að hún hafi bara rétt fyrir sér. Fer í mónitor á föstudag, sem mér finnst mjöööög spennandi.

Annars átti Halldóra langamma afmæli í dag, en ólíklegt þykir mér að nokkuð gerist í tilefni þess. Enda er búið að tileinka henni aðra mjög merkilega manneskju, hana Halldóru litlu Malín sem er að brillera í leiklistarskólanum.

Og nú fer að styttast í að barnið æði úr steingeit í vatsbera. Það minnkar nú kannski líkurnar á því að það verði ferkantaður bókhaldari og viðskiptafræðingur eins og ég var einhvern tíma búin að spá.

6 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Spennandi að fara í mónitor? Þú ert skrítin! :D

Bára sagði...

Hei! Þú getur bara sjálf verið ferköntuð

Sigga Lára sagði...

Tíhíhí. Alveg vissi ég að það kæmu einhver viðbrögð frá litla útlenska ferkantinum.

Og, já, ég er soldið fyrir spennandi dót sem ég hef ekki fengið að prófa áður...

Nafnlaus sagði...

Já hlakkaðu bara til, sama hvað hver segir, það er ósköp notalegt að fá að sitja makindalega í hægindastól og heyra hjartsláttinn í krílinu!

Litla Skvís sagði...

Já kannski er ég bara komin með ógeð af mónitorum í bili :Þ

fangor sagði...

akkúrat, mónitor spennandi..? klukkutími af ýta-þegar- þú- finnur hreyfingar...jei. reyndar ágætis lazy boy stólar, segi það ekki. taktu bara með þér eitthvað að lesa, ansi gömul flest tímaritin orðin..