17.1.06

Mikill ógurlegur gargandi snillingur

er hann nú annars hann Gunnar Hersveinn. Er alltaf að glugga annað slagið í Gæfuspor, bókin hans sem ég fékk í jólagjöf. Það er mikið góð og falleg bók og nærandi fyrir sálina. Hef lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið mikil lukka að komast í kynni við þennan ágæta mann á menntaskólaárunum og ég held að heimspekikúrsinn sem ég tók hjá honum hafi örugglega verið það gagnlegasta sem ég lærði í menntó.

Enda alveg arfasniðugt að láta fólk á þeim aldri hittast einu sinni í viku til að hnakkrífast um heimsins gögn og nauðsynjar. Og þar að auki hrikalega gaman, ef ég man rétt. Ekki skal ég nú halda því fram að við höfum almennt orðið þrælflínk í gagnrýninni huxun og endurskoðun skoðanamyndana á þessum hálfa vetri, en ég held þetta hafi örugglega verið fínn upphafsreitur í þeirri þroskun.

Og heimspekilegir þankar á fallegu nótunum eru mjög gagnlegir í slagsmálum við kvíðaköst og þunglyndi. Jámjám.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

SiggaLára mín.
Ég held mér sé óhætt að segja að þunglyndi geti birst fyrir fæðingu, þ.e.a.s. ef móðirin hefur gengið með lengur en ráð var fyrir gert, en þá myndi ég kalla það "framyfirmeðgönguþunglyndi". Svo vona ég að þetta gangi allt saman ósköp vel hjá þér og litli "jellosöbmarin" verði voða hraustur og sprækur. Góðar kveðjur.