17.1.06

+4

Getraun:

Af hvaða skemmtilegu plötu er þessi setning:
Þetta fer nú að verða svolítið þreytandi. Út með þig!

Best að skreppa í mæðraskoðun, segja farir sínar ósléttar og spyrja hvað þetta eigi eiginlega að fyrirstilla.

Annars, best að búa sig undir að 10 dagar gætu verið eftir enn, fyrst háhrín Heiðunornarinnar hreif ekki. Held samt stundum að ég hafi bara misst af þessu. Ekki fattað að þetta væru þeir verkir, og hreinlega gleymt að ýta. Eins hef ég áhyggjur af öllu, stóru og smáu, ef Kafbátur hreyfir sig ekki í tvær mínútur samfleytt er ég búin að vekja hann í áhyggjukasti. Hann kemur til með að fæðast mjög svefnvana og geðvondur. Eins ferst heimurinn ef Smábátur er ekki í fullkomlega hamingjusömu jafnvægi öllum stundum, ef ég gleymi einhverju eða týni, eða bara... ef eitthvað.

Er séns að fæðingarþunglyndið komi á undan fæðingu?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bahahahah!!! Þú skalt ekki láta þig DREYMA um að "missa af hríðunum!" Það væri algjör oztxd

fangor sagði...

það heitir meðgönguþunglyndi áður en krakkinn kemur sér út. talsvert algengt bara. farðu nú að reyna öll húsráðin í bókinni svo þú verðir ekki sett í gang með látum