Kafátur steinsvaf í mónitornum á meðan við Rannsóknarskip spiluðum kotru. Undir lokin tóxt þó að fá hann til að vakna nógu mikið til að gefa frá sér nokkur geðvonskuleg spörk til að sýna fram á að hann væri bara alveg við fulla heilsu.
Var annars að skoða bíóauglýsingar áðan og komst að því að sjaldan hafa verið jafnmargar myndir í sýningum, eða að koma, í einu sem ég hef viljað jafn afgerandi EKKI sjá. Ég vil ekki sjá Harry Potter 4. Hálfvitalegt að ætla að niðursjóða þá bók í eihverja 3 tíma. Glætan. Það sama á við um Memoirs of a Geisha. Og Pride & Prejudice, auk þess sem Jennifer Ehle og Colin Firth ERU Elizabeth og Darcy, og ekkert í heiminum á eftir að pína mig til setja einhver önnur andlit á þær persónur. Átti þá útgáfu einu sinni á spólum sem ég spilaði í gat og er nýbúin að eignast það aftur á DVD.
Er hjartanlega sammála Steven King-ísku vinnuaðferðinni. Sumar myndir komast bara ekkert upp með að vera mikið minna en 6 tímar. Og valda því alveg. Man t.d. eftir maraþonáhorfi á The Stand á sínum tíma, sem engum leiddist yfir. Og mér finnst heldur ekkert að efnið setji neitt ofan fyrir að heita sjónvarpsþættir frekar en kvikmyndir. Mörgum "efnum" hentar það nú bara hreinlega betur.
Annars er ég hálfsofandi og veit ekkert hvað ég er að huxa núna.
Gleðilega helgi.
20.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mig langar reyndar soldið til að sjá þessa nýju P&P útgáfu - þótt BBC útgáfan standi óneitanlega hjarta mínu nær. Skrattinn í mér er nefnilega að bíða eftir útgáfunni þar sem Elizabeth fellur bara fyrir peningunum hans Darcy - því það má alveg túlka bókina þannig. Efast nú samt um að þannig sé það í þessu tilfelli.
Skrifa ummæli