Nú gjörsamlega spýtast börnin úr öllum sem ég veit um, hægri vinstri áfram og afturábak. Mér heyrast bara allir sem áttu að fjölga sér í janúar vera búnir að því. Og svo var ég að heyra af tveimur frænkum mínum sem fjölgaði núna á allra síðustu mánuðum. Þær áttu í sitthvoru baðkarinu, algjörlega án þess að ætla sér það. Svona vill víst bara bera nokkuð brátt að í minni fjölskyldu. Börnin bókstaflega detta úr konum þar sem þær eru staddar.
En svo eru ýmsir sem láta bíða eftir sér. Enda er það nú kannski ekkert í anda Rannsóknarskipsins míns að vera með neitt stress.
Svona í alvöru alvörunni er ég nú alveg róleg yfir þessu, þó kominn sé þessi dagur og ekkert að gerast. Þó ég eigi kannski eftir að vera ólétt í einhvern hálfan mánuð enn. Er búin að veraða í svo marga hálfa mánuði að ég man ekki einu sinni hvernig var að vera það ekki. Er líka svo löngu búin að ganga frá poggufötunum að ég er hætt að vera óþreyjufull eftir að komast í dúkkó.
Ætla bara í grindhvalasund og láta sem ekkert c.
Og orð daxins hjá blogger er óvenju viðeigandi: extded
13.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hvernig er þetta eiginlega með þig. Ætlaru að vera ólétt að eilífu. Man ekki betur en afmælið mitt hafi þótt líklegur dagur á sínum tíma. En sá dagur var einhverntímann í fyrra!
Já, þetta er ágætt. Maður þarf ekkert mikið að gera, endalausar afsakanir fyrir að éta og sofa og svona.
bktsbkac... hvernig ber maður það framm?????
Ég vona þín vegna að þetta taki skjótan og góðan endi og það sem fyrst!
Skrifa ummæli