fari það nú alltsaman í fúlan pytt.
Er orðin 80 kílógrömm, samkvæmt illgjörnu vigtinni á heilsugæslu miðbæjar. Hef aukinheldur náð göngulagi áttræðrar mörgæsar. Bara eitt um ástandið að segja: Sexí!
Eins gott að fara að fela trúlofunarhringinn ef Rannsóknarskipi skyldi detta í hug að fara fram á endurinnheimtu hans sökum vörusvika.
Og samkvæmt skoðun og ljósmóður bendir ekkert til að neitt sé að fara að gerast á næstu dögum. Enda ku Kafbáturinn svosem ekki vera að verða neinn risi, frekar en hann á kyn til... (og ber þar af leiðandi leiðinlega litla ábyrgð á kílóunum 80.)
Ekki hélt ég að ætti fyrir mér að liggja að beinlínis hlakka til fæðingar, en nú held ég að ég komi nú bara til með að skjóta upp flugeldum þegar þar að kemur og syngja hástöfum í gleði minni alla leið á fæðingardeildina.
Svo verður ekki stigið á vigt í nokkra mánuði.
12.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Pollyanna segir: þú getur altént átt von á því að missa ein 6-8 kíló (barn+meððí) í einni svipann á næstu tveimur vikum og geri aðrir skyndikúrar betur.
Sem fyrrum eiginmaður er mér bæði ljúft og skylt að taka afstöðu með þér í þessu máli og benda á að núverandi ástand þitt er að sjálfsögu alfarið rannsóknarskipinu að kenna og því ekki stætt á að væna þig um vörusvik.
Híhí nú fanga ég legslökun af áðurnefndra Zulu-manna sið: Ypyuvw, ypyuvw! 25. jan skal það vera..
Nei sko sexí er lafandi maginn sem að maður fær um leið og barnið er komið út!! *blikkblikk* *hrollur*
Annars er nú bara gaman að koma þessum krílum í heiminn :o)
Og svo fjúka þessi kíló... bæði í fæðingu og með brjóstagjöf.
...svoleiðis magi nefnis "Jelly Belly"
Með samstilltu átaki náði ég nú 100 kílóum þann 1 júní 2003 - og það er hrollur að sjá þriggja stafa tölu mrcyjw.....
Á hápunkti óléttu minnar náði ég að verða 84 kíló, tæpu ári síðar voru þau 54. Afar lærdómsríkt tímabil hvað varðar sjálfsmynd/ líkamsmynd.
Hey! Það er bara eins og ég í ullarsokkum.
(Hærri talan altsvo)
Skrifa ummæli