Ég er 32 ára í dag! Jeij!
Fékk morgunmatinn í rúmið og svo fórum við með Freigátuna í 9 vikna skoðun. Hún er orðin 59 cm og tæp 6 kíló. Stór og feit. Ekki skrítið að ég mjókki með hverri vikunni. Barnið er að éta mig. Fékk líka afmælisgjafir. Stóra bók með öllum Narníusögunum á ensku og ógnarfagurt hálsmen sem ég valdi sjálf. Já, heitmaður minn er frekar dásamlegur.
En mikið finnst mér nú skrítið að vera ekkert að leiksýningast á afmælinu mínu. Það hefur sárasjaldan komið fyrir síðan ég komst til vits og ára. En það er allavega stjórnarfundur hjá Hugleik í dag, þannig að það er þó allavega eitthvað svoleiðis að gera.
Frá skírnarundirbúningsnefnd:
Rannsóknarskip og Smábátur fara í klippingu í dag. Ég er búin að taka ákvörðun um að fresta frekari gluggatjaldasaumi fram yfir páska. Einnig búin að taka slíka um að fresta frekari tiltekt og þrifum fram á ca. fimmtudag/föstudag, þar sem við verðum annars bara búin að rusla til og skíta út aftur. Hefi í dag fest kaup á andlitsfarða sem er í stíl við hinn nýfengna litarhátt minn. Einnig naglalakki sem er í stíl við átfittið. Þetta ætlar að verða afkastamikill dagur.
4.4.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Til hamingju með daginn og lífið og gleðina!
Til hamingju með afmælið.
Gratúlera með eldinguna.
Hamingjuóskir!
Til hamingju með afmælið. Núna erum við báðar sumsé tuttugogtólf. Góður aldur það. Þegar ég verð 41 ætla ég hinsvegar að kalla það þrjátíogellfu.
Já til hamingju með daginn. Mæti til leiks á laugardaginn. Mæli reyndar með blómahatti fyrir þig á skírninni eins og sá sem Mary Donaldson var með þegar danski ríksiarfinn var skírður
Helú!
Jámm, mig minnir að þú hafir verið píslin og ég tröllið á fæðingardeildinni hér í den! Innilega til hamingju með tuttugu og tólf ára afmælið! Mér líst vel á þá tölu hjá Spunkhildi! Og vonandi gengur vel að skíra Freigátuna um helgina :)
Til hamingju!
GÖÖÖÖÖÐÐÐ!! Þú ert orðin JAFNGÖMUL og ég!! AFtur!!
Til hamingju!
Til hamingju með afmælið, barnið, komandi skírn og nýtt? útlit og allt,- lesist knús og kossar að norðan. Bestu kveðjur í bæinn þinn.
Skrifa ummæli