23.5.06

Púff...

Er að reyna að koma aftur einhverri svefnreglu á dóttur mína. En það er hægara ort en gjört þegar hún er enn með hor og úti er þvílíkur manndrápskuldi að ég er ekki almennilega farin að þora að láta hana sofa úti á daginn. Hún kann ekkert að sofa inni á daginn. Þó hún sé í vagninum sínum. Hún þarf að heyra í höggbornum í næstu götu.

Ég er að blogga eins og vindurinn í ferðadagbók Hugleix. Það mætti halda að ég væri í Rússlandi.

Í dag komu báðar systur mínar í heimsókn, í einu. Það gerist mjög sjaldan að ég hitti aðra hvora þeirra, hvað þá báðar. Þannig að þetta var mjög sniðugt. Sú kjaftforri dissaði reyndar muffinsin sem ég bakaði um helgina, en... issss... Freigátan var reyndar frekar slöpp og stúrin, þannig að það hefur nú oft verið skemmtilegra að heimsækja hana.

Og á morgun ætla ég að missa stjórn á mér í barnafatabúð og kaupa sængurgjöf og einsárs afmælisgjöf, hvorutveggja á stelpur. Ji hvað það verður nú gaman! Það er fátt krúttlegra en föt á litlar stelpur. Hún Nanna lenti víst í keisaraskurði, eftir meira en hálfs sólarhrings barning, og liggur því á sængurkvennadeild næstu daga. (Enda kæmist hún ekki neitt upp stigana heima hjá sér.) Hún hringdi aðeins í mig í dag, bar sig ágætlega en var frekar sybbin.

Og nú er Rannsóknarskip farin að reyna að svæfa Freigátuna, sem er búin að sofna... og vakna... og sofna... og vakna. *andvarp* Öjmingja Nanna og Jónki. Þau vita ekki hvusslax barning þau eiga fyrir höndum. ;-)

Fréttir verða næst sagðar... bara á morgun... eða eitthvað.

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Kannast við þetta, eins og það er gott að eiga barn sem sefur vel í vagni þá getur verið galli þegar það kann ekki að sofa inni. Rósa fékkst stundum til að sofa í vagninum inni í lokuðu herbergi með galopinn glugga og ég setti líka stundum bara dúnúlpu yfir vagninn.

Gummi Erlings sagði...

Ertu búin að prófa ryksuguna? Virkaði víst vel á mig þegar ég var lítill.