Gjört í dag:
- Fæðing sándtrökkuð. Val á "fæðingartónlist" er fyndið verkefni.
- Þýddi fullt með hitt augað á enska boltanum.
- Tók á móti slatta af gestum.
- Sendi flotann í bíó til að hann bilaðist ekki á umsátursástandinu.
- Þvoði sloppinn minn, svo hann verði í sjúkrahúsum hæfur.
- Þvoði allan annan þvott á heimilinu.
- Drakk expresso.
- Borðaði STERKT nammi.
- Þreif klósettin.
- Gerði æfingar með öllum vöðvum í nágrenni Kafbáts sem ég fann.
Og ekki haggast barnið neitt. Alveg er ég viss um að það er að bíða eftir einhverju reglulega góðu sjónvarpskvöldi. Veit ekki alveg hvort Kafbátur skilur að best væri að hann kæmi um helgi. Og að faðir hans er búinn að hóta því að skíra hann Bónda ef hann fæðist á bóndadaginn!
Well, á allavega fullt af hreinum fötum og klósettum.
14.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Bóndi er ekki dónalegt nafn. Langafi minn í 6. lið hét Rustikus og það ku einmitt þýða bóndi.
Fáum við ekki playlistann uppgefinn?
bibbi Dvopri hljómar vel..
Playlistinn er enn í vinnslu. Þar er slatti af einhverri svona semí-klassík og skrítilegheitum. Bob Dylan var gerður útlægur og eitt og annað sem hefur aldrei farið úr reglulegri spilun. Hins vegar fær Adiemus að koma með, Vivaldi, einhver Harry Connick Jr. (annars væri nú ekki víst að faðirinn kæmi með) og svona sitt lítið af hvurju.
Annars reikna ég nú ekki með því að mikið verði hlustað á svona akkúrat "á meðan", meira svona í hanginu fyrir yfir öllum kotrunum sem við ætlum að spila.
Já, og spurning hvort Jólaævintýri Hugleix ætti að koma með, það er nú einu sinni yfirlýst uppáhaldstónlist Kafbáts.
Ég mæli eindregið með Queen og Rammstein. Það hlustuðum við HAraldur bóndi minn á þegar sá yngsti kom í heiminn... eða amk. á meðan ég reyndi að koma honum sjálf í heiminn. Á skurðstofunni var verið að hlusta á fréttir og morgunútvarp rásar tvö, eftir að ljóst var orðið að við Hrafna-Baldur myndum ekki hafa þetta af hjálparlaust!
Það er óþolandi að hlusta á eitthvað óþýtt, djöfulsins væl þegar maður er kominn með hressandi og kröftugar hríðir. Best af öllu er að láta Freddy Mercury syngja fyrir sig "Don´t stop me now.. I´m having such a good time.." á hæðsta styrk sem gettóblasterar sjúkrahúsanna þola, Þó ekki væri nema bara til að sjá óborganlegan undrunarsvip starfsfólksins sem ekki á alveg að venjast slíku á þessum þýðingarmiklu stundum.
En Baldur græddi á þessu. Hann rokkar FEITT!!!
rijdmx ! (hljómar svolítið eins og Eurithmix)
Throwing my baby out with the bathwater með Tenpole Tudor. Og syngja með, bara passa að segja "leg-water" á réttum stað í laginu.
Skrifa ummæli