19.1.06

+6

Þá er kominn dagurinn sem hún Berglind spáði. (Það fer nú að verða fámennt eftir í veðbankanum.) Í dag átti líka merkilegur maður sem hét Eiríkur Stefánsson, og var fjölskylduvinur hjá afa mínum og ömmu, afmæli. Allt virðist þetta nú bara ætla að koma fyrir ekki.

En í dag ætlar að heimsækja mig hún Stefanía móðursystir mín, á hverrar sjötuxafmæli ég sveikst um að eiga barn, þann föstudaginn 13. síðastliðinn. maður fer að hafa ýmislegt að svara fyrir.

Og ef helgin verður fyrir valinu er víst best að ljúka sér af fyrir kl. 16.00 á sunnudaginn. Annars er ekki víst að Faðirinn verði viðstaddur þar sem þá mun hefjast "Leikur Ársins" og fæðist barnið á meðan á honum stendur þarf það víst að heita í hausinn á þeim sem skorar næst þeirri mínútu. (Þó það verði Djíbril Cisse...)

Vandlifað.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman væri nú að sjá mynd af 80 kílóa fílnum...

Sigga Lára sagði...

Hihi. Það voru nú teknar heimildarmyndir á "ásettum" degi. Svo er ég alltaf á leiðinni að búa til svona myndaalbúm einhvers staðar... hef bara ekki nennt að finna útúr því eða gera það ennþá.

En það kemur, einhver tíma bráðum.

Nafnlaus sagði...

Það er allavega orðið ljóst að þið töpuðuð keppninni um fyrsta bandalagsbarn ársins því að Helgi Róbert og María (aðalega hún) áttu í gær. Fyrir ykkur kellingarnar upplýsist að þetta var strákur, 56 cm og 16 merkur. Sjálfum finnst mér svoleiðis upplýsingar alveg óþarfar. Spádómsdeild Bloggers telur að hann verði skírður Utbmy.

Varríus sagði...

Er ekki tilvalið fyrir þig að drífa þetta af á laugardaginn þegar þínir menn fá mína í heimsókn?

og skýra svo "Týra"?

Nafnlaus sagði...

Halló Sigga Lára.

Ég er viss um að það kemur að þessu. En af því að þú er farinn að bíða hvort sem er,væri þá ekki upplagt að hafa þetta 2. febrúar og gefa mér góða afmælisgjöf.

Ég vona að þetta verði ekki á sunnudaginn svo að þú þurfir ekki að skíra Jón Árni Rís Árnason......
Gangi þér annars vel.

Sigga Lára sagði...

Já, ég hef oft spáð í þetta með stærð og lengd nýfæddra. Einhverra hluta vegna spyr maður alltaf lengd og þyngd... og segir frá. Veit ekki akkurru manni finnst það skipta máli...

Nema þá helst á meðan maður er sjálfur að þræða því í heiminn...

Spunkhildur sagði...

Hmmm.. Og það sem er alveg furðulegt er að tala alltaf um svona og svona margar merkur. Hvernær var mörk löggilt mælieining hér? Og eru þetta þá þýsku mörkin eða ensku mörkin? Eða eru þetta mörk eins og í sauðslegum eyrum. Jesús gekk út í mörkina. Óstjórnlega er þetta bjánalegt komment.