Um daginn var ég að taka upp úr einhverjum kassa. (Já, ég er ennþá að klára að flytja.) Í honum var svona eitt og annað heimilislaust. M.a. tarotspilin mín. Árni tók þau til handargagns og sagði: Svona verður fæðingin! Og dró... djöfulinn!
Og varð svolítið kindarlegur á svipinn.
Mér finnst reynar líklegt að það spil eigi við um mikinn meirihluta fæðinga. Svona akkúrat á meðan.
19.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þarftu ekki að fara að hreyfa þig meira til að koma krakkanum út? Annars á Lára amma afmæli á morgun svo það væri nú ekki úr vegi....
annars er að fæðast nýtt klósett hjá mér og stendur píparinn í stórræðunum
Nah, hef alveg tekið mjög aktíva daga og hef ekkert haft uppúr því nema grindverk dauðans. Og held að svoleiðis geti alveg gert fæðingar talsvert óþægilegri en þær þurfa að vera.
Enda bendir ekkert til þess í skoðunum að ég sé neitt komin framyfir. Barnið er ekkert sérstaklega stórt hreyfir sig alveg fullt og ég er ekki komin með neina "framyfirkvilla".
Ég er kannski bara fíll og geng með í 18 mánuði frá náttúrunnar hendi.
En það hlýtur að vera gott áhrín að eiga barn á fæðingardegi konunnar sem fæddi 16 börn án þess að blása úr nös.
Og til hamingju með klósettið, vona að það dafni vel.
Skrifa ummæli