24.5.03

Jæja börnin góð.
Þá er ég komin úr þessari gífurlega upplýsandi og fræðandi rannsóknaferð á höfuðstaðinn. Sjúkrahús eru alltaf jafn spennandi að innan. Þaraðauki fór ég að á höfundafund hjá Hugleik, þar eru menn ennþá að springa úr hugmyndaríki og mér heyrist ekkert lát ætla að vera á framleiðslu leikverka í öllum formum næstu árin. Þar var líka lesið verlaunastykkið "Lífið í lit" eftir Hrefnu Friðriksdóttur en það vann einþáttungasamkeppni á leiklist.is. Það var ljómandi fyndið og gerði grín að ákveðinni tegund veruleikasjónvarps. Gargandi snilld.
Svo hitti ég fullt af fólki, hékk heima hjá Ástu og fleira skemmtilegt auk þess sem við Svandís könnuðum til hlítar hvítvínsbirgðir á þeim ágæta stað Cafe Romence sem kunningi minn Jói Píanó var að kaupa. (Hvítvínið hjá honum er baneitrað og maður verður fullur ef maður drekkur nógu mikið af því!)
Næsta mál á dagskrá er síðan útskriftar/júróvisíon eitthvað hjá Siggudís uppi í sumarbústað á eftir... jæks... eftir tvo tíma! Ég óska annars öllum vinum og ættingjum til sjávar og sveita, í Frakklandi og Þýskalandi, til hamingju með júróvísíondaginn, og minni þá sem eru staddir erlendis og komast í síma að KJÓSA! Í sextánda sætið stefnum við...!
Ég er semsagt farin að mála á mig andlit.
Skýrsla síðar ef eitthvað sögulegt fer fram hérna megin.