Plöstunarvélin er það sniðugasta sem hefur bæst við skrifstofubúnaðinn hérna lengi. Ég er orðin svo geðveikt plöstunarhneigð að allt sem er á leiðinni norður með okkur er að verða plastað. Sparifötin og hvaðeina.
Og á meðan maður plastar dót, dettur manni margt sniðugt í hug.
Eftirfarandi hefur hvarflað að mér annað slagið undanfarna mánuði:
Einhvern tíma sagði systir mín hin kjaftforri setningu sem hneykslaði mína rómantísku sál mjög djúpt. Hún sagðist aldrei myndu líta við manni sem ekki hefði háskólagráðu. Þóttu mér þetta vera, á sínum tíma, hinir verstu fordómar og mesta fásinna. Núna í alsíðustu tíð hef ég hins vegar endurskoðað hug minn og komist að því að líklega hefði ég átt að taka þetta til mín STRAX og gleyma því aldrei.
Ekki nóg með það, ég ætti aldrei að leggja lag mitt við neinn sem ekki hefur háskólagráðu Í HUGVÍSINDUM.
Það er ekki gráðan sjálf, heldur hvað hún stendur fyrir.
Sá sem hefur lagt á sig að ná háskólaprófi úr heimspekideild hefur endalaust úthald og þolgæði. Hann hefur sýnt það að hann getur eytt árum saman í þreytandi og tímafrek verkefni sem oft á tíðum eru leiðinleg og pirra mann auk þess að virðast vita tilgangslaus. Og aukinheldur eru engin fyrirheit um neins konar laun erfiðisins í formi fjármuna, starfsframa eða annars að námi loknu. Það eina sem gráðan gefur er möguleiki á að halda áfram í námi, sama strögglinu, bara erfiðara, um ókomna tíð.
Þetta eru einmitt eiginleikar sem menn þurfa að hafa, eigi mér eitthvað að haldast á þeim. Hugsunarhátturinn "Það er vont en það venst" og litlar kröfur um að lífið sé endilega skemmtilegt eða að erfiði skili endilega árangri.
Tekið skal fram að Rannsóknarskipið er með B.A. próf í ensku.
16.6.05
Nú fer skólinn
alveg bráðum að verða búinn. Því má þó segja frá að í gærkvöldi var kvöldvaka. Fékk annars ekki miklar upplýsingar uppúr Rannsóknarskipinu þar sem það var alls ekki að standa sig í skýrslum í gær, heldur var kominn í golf með Herra Gröðum um miðnætti.
Mikið held ég nú annars að við skólum ólíkt, við Árni minn. Hann á til að fara í gönguferðir um fjöll og eitthvert í golf við annan eða þriðja mann, á skólakvöldum. Ef ég er á skólanum, og augun mín eru opin, þá má gera fastlega ráð fyrir að mig sé að finna þar sem flestir eru saman komnir og mestur hávaðinn. Huxa að lítið yrði um samvistir vorar þó ég væri líka í Svarfaðardalnum. Við myndum líklega lítið hittast. Hann væri einhvers staðar ráfandi um óbyggðirnar með fáum, en ég syngjandi hástöfum í tjaldinu eða brekkunni, með öllum, eins og stöðu minni sæmir.
Svo er að bresta á mikið annríki. 17. júní á morgun og ég veit ekki enn skipulagið eða hvað tjald Hugleix er. Þannig að ekki get ég ennþá auglýst það. Svo er það norður á laugardag og ég kem síðan líklegast ekkert aftur fyrr en... einhvern tíma þegar Berglind verður löngu búin að gifta sig.
Ætla nú samt að reyna að verða ekki algjör blogghaugur.
Mikið held ég nú annars að við skólum ólíkt, við Árni minn. Hann á til að fara í gönguferðir um fjöll og eitthvert í golf við annan eða þriðja mann, á skólakvöldum. Ef ég er á skólanum, og augun mín eru opin, þá má gera fastlega ráð fyrir að mig sé að finna þar sem flestir eru saman komnir og mestur hávaðinn. Huxa að lítið yrði um samvistir vorar þó ég væri líka í Svarfaðardalnum. Við myndum líklega lítið hittast. Hann væri einhvers staðar ráfandi um óbyggðirnar með fáum, en ég syngjandi hástöfum í tjaldinu eða brekkunni, með öllum, eins og stöðu minni sæmir.
Svo er að bresta á mikið annríki. 17. júní á morgun og ég veit ekki enn skipulagið eða hvað tjald Hugleix er. Þannig að ekki get ég ennþá auglýst það. Svo er það norður á laugardag og ég kem síðan líklegast ekkert aftur fyrr en... einhvern tíma þegar Berglind verður löngu búin að gifta sig.
Ætla nú samt að reyna að verða ekki algjör blogghaugur.
15.6.05
Eftirtöld?
Var að hlusta á tilnefningar til Gredduverðlaunanna með öðru eyranu. Það heyrði ég að í flokki útvarpsverðlauna væru "eftirtöld" verk tilnefnd. Auk þess sem Ármann Sævar og Toggi eru greinilega svo þríeinir að þeir eru einn "aðili".
Var einmitt að prófarkalesa þýðingu og vera anal þegar þetta skall á hljóðhimum mínum alsaklausum. Ég veit nú bara sveimér ekki hvort mér verður svefnsamt eftir að hafa heyrt þennan hroða í almenningarlegasta samhengi í sjónvarpi allra landsmanna!
Svo maður vitni í leikskáldin, jafussumsvei!
Var einmitt að prófarkalesa þýðingu og vera anal þegar þetta skall á hljóðhimum mínum alsaklausum. Ég veit nú bara sveimér ekki hvort mér verður svefnsamt eftir að hafa heyrt þennan hroða í almenningarlegasta samhengi í sjónvarpi allra landsmanna!
Svo maður vitni í leikskáldin, jafussumsvei!
Mont
Það er alltaf sama rjómablíðan og kominn miðvikudagur. Í dag eiga hjónakornin og nýbökuðu foreldrarnir í Frakklandi þau Svandís og Jonathan Wilkins bæði afmæli. Og örugglega gasalega gott veður hjá þeim úti í Mont. Ég hef oft velt fyrir mér fyndni örlaganna í því að ég skyldi láta mér detta í hug, í einhverju bríaríi að taka eitt ár af náminu mínu í Montpellier, Svandís skyldi taka skyndiákvörðun um að heimsækja mig þar... og til að gera langt mál stutt þá er hún þar bara ennþá, löngu eftir að ég er sjálf komin aftur heim. Já, Alheimurinn fer stundum ýmsar krókaleiðir.
Úr Svarfaðardal er það að frétta að byrjað er að æfa þjóðhátíðarkórinn. Rannsóknarskipið fékk að leika tvær keeellingar í gær og þykist hafa meiri skilning á sálarlífi kvenna eftir að hafa sett sig inn í sjúkan hugarheim Fassbinders og þeirra Stútungahöfunda. Ég leyfi mér að efast. Í símtalinu í gærkvöldi heyrði ég líka smá jaðrakangarg og þótti mér heimilislegt. Og menn voru í gufu.
Er farin að hlakka mikið til að hitta menn (samt aðallega mann) á lokadegi á laugardag.
Úr Svarfaðardal er það að frétta að byrjað er að æfa þjóðhátíðarkórinn. Rannsóknarskipið fékk að leika tvær keeellingar í gær og þykist hafa meiri skilning á sálarlífi kvenna eftir að hafa sett sig inn í sjúkan hugarheim Fassbinders og þeirra Stútungahöfunda. Ég leyfi mér að efast. Í símtalinu í gærkvöldi heyrði ég líka smá jaðrakangarg og þótti mér heimilislegt. Og menn voru í gufu.
Er farin að hlakka mikið til að hitta menn (samt aðallega mann) á lokadegi á laugardag.
14.6.05
Ég sé
að ég er eiginlega farin að halda óbeina dagbók leiklistarskóla Bandalax íslenskra leikfélaga, án þess að vera þar, og er að huxa um að halda því bara áfram, þar sem fátt fréttnæmt af sjálfri mér þessa dagana. (Búin að raða öllu.)
En Ólyginn sagði mér að í gærkvöldi hefðu verið haldnir Bandaleikar. Hópurinn sem vann var Lúðrasveit. Hún var víst einkar fyndin, en Ólyginn sjálfur var í hóp sem var vísindamenn. Mér skilst að einn hópurinn hafi samanstaðið af "herramönnum" hvar Sigurður nokkur Pálsson ku hafa farið á miklum kostum sem Herra Graður. Nú eru þeir sem ekki þekkja til fyrirbærisins Bandaleika líklega alveg lost. En það verður bara að hafa það, ég nenni ekki að útskýra þetta nánar.
Annars var víst voða gaman í skólanum í gær, Rannsóknarskipið skemmti sér mikinn við að leikstýra einhverjum lesbíulátum. Ég veit ekki alveg hvað þessi lífsreynsla er að gera þessum fyrrum dagfarsprúða dreng... líklega bara nákvæmilega það sem við var að búast.
Góða veðrið er annars í höfuðborginni og ætlar víst lítið að láta sjá sig fyrir norðan á skólatíma þetta árið. Það getur þó allavega hlakkað illkvittnislega í manni yfir því.
En Ólyginn sagði mér að í gærkvöldi hefðu verið haldnir Bandaleikar. Hópurinn sem vann var Lúðrasveit. Hún var víst einkar fyndin, en Ólyginn sjálfur var í hóp sem var vísindamenn. Mér skilst að einn hópurinn hafi samanstaðið af "herramönnum" hvar Sigurður nokkur Pálsson ku hafa farið á miklum kostum sem Herra Graður. Nú eru þeir sem ekki þekkja til fyrirbærisins Bandaleika líklega alveg lost. En það verður bara að hafa það, ég nenni ekki að útskýra þetta nánar.
Annars var víst voða gaman í skólanum í gær, Rannsóknarskipið skemmti sér mikinn við að leikstýra einhverjum lesbíulátum. Ég veit ekki alveg hvað þessi lífsreynsla er að gera þessum fyrrum dagfarsprúða dreng... líklega bara nákvæmilega það sem við var að búast.
Góða veðrið er annars í höfuðborginni og ætlar víst lítið að láta sjá sig fyrir norðan á skólatíma þetta árið. Það getur þó allavega hlakkað illkvittnislega í manni yfir því.
13.6.05
Það skemmtilegasta
við að vera að fara að halda leiklistarhátíðir er að raða.
Nú er ég með mjög sterka röðunarhneigð, svona stundum, og í morgun er ég búin að taka fullt af aðgöngumiðum, taka til réttan fjölda, setja í sérmerkt umslög fyrir hverja sýningu, og raða í tímaröð.
Eins og það væri ekki ágætis rað-fullnæging í sjálfu sér, tók ég síðan líka öll þátttakendaspjöldin, sem ég skemmti mér í síðustu viku við að plasta, og raðaði þeim í stafrófsröð, innan hvers leikfélags fyrir sig. Og byrjaði svo að raða verðandi upplýsingamiðstöð í þartilgerðan kassa. Nú finnst mér gaman.
Sko bara! Við sem erum ekki á skólanum sköpum sko barasta okkar eigin skemmtun og er bara allllveg sama þó við höfum ekki labbað upp að Nykurtjörn í gærkvöldi!
Það ernú það.
Nú er ég með mjög sterka röðunarhneigð, svona stundum, og í morgun er ég búin að taka fullt af aðgöngumiðum, taka til réttan fjölda, setja í sérmerkt umslög fyrir hverja sýningu, og raða í tímaröð.
Eins og það væri ekki ágætis rað-fullnæging í sjálfu sér, tók ég síðan líka öll þátttakendaspjöldin, sem ég skemmti mér í síðustu viku við að plasta, og raðaði þeim í stafrófsröð, innan hvers leikfélags fyrir sig. Og byrjaði svo að raða verðandi upplýsingamiðstöð í þartilgerðan kassa. Nú finnst mér gaman.
Sko bara! Við sem erum ekki á skólanum sköpum sko barasta okkar eigin skemmtun og er bara allllveg sama þó við höfum ekki labbað upp að Nykurtjörn í gærkvöldi!
Það ernú það.
12.6.05
Í gærkvöldi
heyrði ég Bandalagið sungið í Svarfaðardalnum, alla leið til Reykjavíkur. Hef grun um að þar sé verulega gaman, þó svo að Rannsóknarskipið reyni að leyna hamingjulátunum í símann, til þess að ég verði ekki stúrin af öfund.
Ég er annars búin að fara út í sveit um helgina og eignaðist í gær geðveikt skemmtilegan tölvuleik, þannig það er alveg búið að bjarga vikunni fyrir mér.
En mér finnst nú alltaf gott að heyra að það sé gaman á skólanum, hvort sem ég er þar eða ekki. Verst að ég veit ekki til þess að neinn sé að blogga þaðan þetta árið. Nema hún Þórunn Gréta rekist á internetið og detti í hug að gefa jafnóðum skýrslu. Því miður gleymdi ég að skipa henni að gera það. Enda veit ég ekki hvort það er ennþá tölva þar og internet.
Líklega verður maður bara að bíða frásagna fram á laugardag.
Ég er annars búin að fara út í sveit um helgina og eignaðist í gær geðveikt skemmtilegan tölvuleik, þannig það er alveg búið að bjarga vikunni fyrir mér.
En mér finnst nú alltaf gott að heyra að það sé gaman á skólanum, hvort sem ég er þar eða ekki. Verst að ég veit ekki til þess að neinn sé að blogga þaðan þetta árið. Nema hún Þórunn Gréta rekist á internetið og detti í hug að gefa jafnóðum skýrslu. Því miður gleymdi ég að skipa henni að gera það. Enda veit ég ekki hvort það er ennþá tölva þar og internet.
Líklega verður maður bara að bíða frásagna fram á laugardag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)