14.1.06

+1

Gjört í dag:

- Fæðing sándtrökkuð. Val á "fæðingartónlist" er fyndið verkefni.
- Þýddi fullt með hitt augað á enska boltanum.
- Tók á móti slatta af gestum.
- Sendi flotann í bíó til að hann bilaðist ekki á umsátursástandinu.
- Þvoði sloppinn minn, svo hann verði í sjúkrahúsum hæfur.
- Þvoði allan annan þvott á heimilinu.
- Drakk expresso.
- Borðaði STERKT nammi.
- Þreif klósettin.
- Gerði æfingar með öllum vöðvum í nágrenni Kafbáts sem ég fann.

Og ekki haggast barnið neitt. Alveg er ég viss um að það er að bíða eftir einhverju reglulega góðu sjónvarpskvöldi. Veit ekki alveg hvort Kafbátur skilur að best væri að hann kæmi um helgi. Og að faðir hans er búinn að hóta því að skíra hann Bónda ef hann fæðist á bóndadaginn!

Well, á allavega fullt af hreinum fötum og klósettum.

Föstudagurinn 13.

kom og fór án þess að drægi til tíðinda. Þar misheppnaðst mér að tryggja frumburði mínum dálæti einnar móður- og einnar föðursystur minnar á einu bretti. Á morgun (já eða semsagt í dag) 14., er síðan dagurinn sem spáði breytingum í stjörnuspá, það ku vera fullt tungl og eitthvað. Annars tjáði mér ljósmóðirin sem ég var hjá í gær að "toppar" í fæðingum væru venjulega um 2 dögum eftir full tungl og stórstraumsfjöru. Fara þá böndin að berast að 16. sem er afmælið hennar Heiðu minnar.

Annars er það nú eiginlega ofdekur við hana, þegar búið að skíra eina Heiðu í genginu, og svo náttúrulega hina stórmerkilegu Heiðlaugu Svan. En hún Heiða á þetta nú sennilega alltsaman skilið og þó afmælisdagurinn hennar sé heiðraður líka. Eftir alltsaman var það hún sem sá okkur fyrir fæðingarsögunni sem dugði flestum, sem á sínum tíma heyrðu, sem getnaðarvörn fram undir eða yfir þrítugt.

Þetta er vissulega sjálfsfórn sem ber að verðlauna.

Rannsóknarskip situr og svitnar yfir einhverju skólaverkefni og ég er að þykjast vinna í þýðingu sem ég á að skila á mánudag. Og finnst vissara að vera aðeins á undan áætlun með... svona ef ske kynni.

Og mig langar hryllilega mikið í allt nammi í heiminum! Ef ég bara nennti að hreyfa mig.

13.1.06

Allir erað geraða...

Nú gjörsamlega spýtast börnin úr öllum sem ég veit um, hægri vinstri áfram og afturábak. Mér heyrast bara allir sem áttu að fjölga sér í janúar vera búnir að því. Og svo var ég að heyra af tveimur frænkum mínum sem fjölgaði núna á allra síðustu mánuðum. Þær áttu í sitthvoru baðkarinu, algjörlega án þess að ætla sér það. Svona vill víst bara bera nokkuð brátt að í minni fjölskyldu. Börnin bókstaflega detta úr konum þar sem þær eru staddar.

En svo eru ýmsir sem láta bíða eftir sér. Enda er það nú kannski ekkert í anda Rannsóknarskipsins míns að vera með neitt stress.

Svona í alvöru alvörunni er ég nú alveg róleg yfir þessu, þó kominn sé þessi dagur og ekkert að gerast. Þó ég eigi kannski eftir að vera ólétt í einhvern hálfan mánuð enn. Er búin að veraða í svo marga hálfa mánuði að ég man ekki einu sinni hvernig var að vera það ekki. Er líka svo löngu búin að ganga frá poggufötunum að ég er hætt að vera óþreyjufull eftir að komast í dúkkó.

Ætla bara í grindhvalasund og láta sem ekkert c.

Og orð daxins hjá blogger er óvenju viðeigandi: extded

12.1.06

Dömur mínar og herrar,

fari það nú alltsaman í fúlan pytt.

Er orðin 80 kílógrömm, samkvæmt illgjörnu vigtinni á heilsugæslu miðbæjar. Hef aukinheldur náð göngulagi áttræðrar mörgæsar. Bara eitt um ástandið að segja: Sexí!

Eins gott að fara að fela trúlofunarhringinn ef Rannsóknarskipi skyldi detta í hug að fara fram á endurinnheimtu hans sökum vörusvika.

Og samkvæmt skoðun og ljósmóður bendir ekkert til að neitt sé að fara að gerast á næstu dögum. Enda ku Kafbáturinn svosem ekki vera að verða neinn risi, frekar en hann á kyn til... (og ber þar af leiðandi leiðinlega litla ábyrgð á kílóunum 80.)

Ekki hélt ég að ætti fyrir mér að liggja að beinlínis hlakka til fæðingar, en nú held ég að ég komi nú bara til með að skjóta upp flugeldum þegar þar að kemur og syngja hástöfum í gleði minni alla leið á fæðingardeildina.

Svo verður ekki stigið á vigt í nokkra mánuði.

11.1.06

Jahér...

Mikið ógurlega er nú gott að vera ekki að vinna á DV. Það varð hins vegar systur minni ekki svo mikið til bjargar. Ég sá hana allavega í fréttum RÚV, sitjandi á þessum fyrrverandi vinnustað sínum, eins og hvern annan siðblindingja. Sussu.
(Tekið skal fram að við erum báðar lönnnngu hættar þar. Jájá.)

Flotinn fór að sjá Bíbí og blökuna í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég kjaftaði lennngi við mömmu mína. Og tók að mér þýðingu sem ég á að skila á mánudaginn... Hmmm. Kannski bjartsýni? Eða kannski bara alltílæ að hafa eitthvað að gera á spíttlanum, ef ske kynni?

Mæðraskoðun á morgun, vona að vigtin þar verði í góðu skapi.

10.1.06

Hrmpf...

Bloggaði fyrr í dag, en færslan hvarf á alveg flunkunýjan hátt út í óravíddir netheima. Man ekkert hvað ég var að segja, held ég hafi verið fyndin, menn verða bara að nota ímyndunaraflið...

Heyrði í Svandísinni minni í dag. Mikið var það nú ógurlega gaman. Þar létti nokkuð fýluskýinu sem er búið að vera að plaga mig. Restin fer vonandi á eftir þegar flotinn kemur með pizzuna.

Amm.

PS: Nei, ekkert bólar á neins konar barneign. Allir bara voða rólegir og Kafbátur spriklar bara og hixtar og er alveg sama hvað hann á að heita. Sem er eins gott, ef hafður er í huga... margbreytileiki... tillaganna sem rignir inn þessa dagana.

tyxjjbf

9.1.06

Neibb

Ekki eignuðumst við barn 300.000. Hinn fertugi-í-dag Þórður Rannsóknarskipsbróðir fær líka að eiga afmælisdaginn sinn í friði eitthvað áfram.

Í kvöld verða allavega lappir bara krosslagðar. Heimildamynd um Cary Grant og CSI þáttur í leikstjórn Tarantino. Svo þurfum við bæði að þýða. Svo það verður enginn þvælingur upp á fæðingardeild í kvöld.

Klikk?

Japani 1: Ég veit! Gerum bíómnd!

Japani 2: Já, svona þar sem fjörutíogeitthvað skólabörn eiga að spila svona leik á eyðieyju þar sem þau eiga öll að drepa hvert annað!

Sunnudagsmyndir RÚV eru nú oft áhugaverðar...

Tek alveg undir orð Bloggers: OYEKH

8.1.06

Lofum bloggið...

Var komin með meðgöngu-fyrirfæðingarþunglyndi. Svo var Sævar fyndinn í kommentakerfið mitt. Stundum þarf ekki mikið til að fresta því óumflýjanlega aðeins.

Er annars geðvond útí náttúruverndarpakkið. Undanfarinn áratug hefur nefnilega aðallega eitt farið í pirrurnar á mér þegar ég hef komið upp á hálendi. Nefnilega gulrótarétandi jógaspírurnar sem virðast spretta upp eins og eitraðir sveppir við hvert fótmál á þessu eina svæði sem í eina tíð var hægt að vera í friði á. Kárahnjúkapakkið er þó aðallega bara á sínum stað og er ekkert að flækjast mikið út fyrir sitt svæði.

Ef virkjunin flæmdi nú túristapakkið af uppáhaldsstöðunum mínum þá væri mér slétt sama þó framkvæmdir stæðu aldrei undir kostnaði. (Sem ég hef enga trú á að þær geri. Held að gullæði Austurlands og -fjarða verði mjööög skammvinnt. Á hinn bóginn þýðir það sennilega að hægt verður að fá hræódýr hús þar á nauðungaruppoðum eftir ca. áratug. Þannig að allt hefur þetta jú sína kosti.)

Og í stjörnuspánni minni stendur að ég eignist barn á fullu tungli, 14. jan. Þekki bara einn mann sem á afmæli þann dag og mun það nú ekki gæfumaður vera. Ekki skrítið að maður sé kominn með þunglyndisbyrjun?