3.3.06

Eftirfarandi...

...gerðist á innan við hálftíma:

- Ég byrjaði á fyrstu þýðingunni minni í meira en mánuð.
- Smábátur týndi gsm-símanum sínum. Veit ekki hvar.
- Freigátan vaknaði fyrr en ég bjóst við öskrandi blátt morð úti í vagni.
- Í ljós kom að undarlegar bréfaskriftir frá skattinum komu til af því að hann hélt ég væri einstæð móðir Smábáts.
- Ég fékk veflykilinn af skattframtalinu mínu í pósti. (Og þarf þess vegna að fara að finna haus og sporð á hvernig á að ráða fram úr því og gera fimmtíu leiðréttingar frá því í fyrra. Úgh.)

Og heimurinn fórst ekki einu sinni pínulítið á meðan á þessu öllu gekk. Fékk hvorki geðbólgu né taugadrullu. Þannig að geðlyfin eru greinilega farin að virka! Jíbbíkei!

1.3.06

Sælan

Áðan huxaði ég setninguna: "Neinei, ég hef engan tíma til að klára að taka til í eldhúsinu. Dr. Phil er að byrja." Það er gott að vera í fæðingarorlofi.

Svo er ég að sleppa mér af spenningi yfir þáttunum "Fyrstu sporin" (eða var það skrefin?) sem er að byrja á Ská einum í kvöld og fjalla um börn og uppeldismál. Og dauðlangar að gerast áskrifandi að samnefndu tímariti. Jább, er alveg dottin íða.

Annars finnst mér Dr. Phil vera að missa tötsið. Finnst hann alls ekki jafnspennandi núna og hann var. Hefði alveg eins getað klárað að taka til í eldhúsinu... En ég held að draslið þar sé nú ekki að fara neitt, svosem.

Og brjóstagjafapúðinn er líka fínasta tölvuaðstaða! Ljómandi!
(Tekið skal fram að barnið er ekki á honum á meðan.)

Gleðilegan B-dag!

Ef einhver man ennþá hvað það þýðir.

Og svo er ösku(r)dagur. Votta verslunarfólki samúð.

Eldaði saltkjöt og baunir í gærkvöldi og huxaði með söknuði til saltkjötsogbauna-boðanna sem við höfðum í kommúnunum í denn. Kannski maður ætti að fara að endurvekja þá hefð? Bjóða öllu fólkinu með öll börnin og gá hvað við getum gert mikinn hávaða samtals?

Það er helst í fréttum að við inntöku geðlyfja fékk Freigátan svefnsýki og ofurrólegheit og er núna orðin værasta barn í heimi sem vaknar bara einstöku sinnum til að borða. Er búin að gleyma hvernig á að grenja. Þetta ku ekki vera óhollt né hafa skaðleg áhrif á hana. Er búin að fá áhyggjukastið og leita mér upplýsinga allsstaðar. Það sem virðist of gott til að vera satt er það nefnilega oftast...

En, ekki í þessu tilfelli. Nú sefur hún bara allan daginn og alla nóttina og það er bara allt í lagi. Kannski hefði geðslagi Móðurskipsins þá bara dugað að sú litla fengi dópið?

28.2.06

Myndir mánaðarins...

Austuramman var að kvarta yfir myndaleysi. Best að bæta aðeins úr því.


Breiðasta brosið sem náðst hefur á... mynd. (Maður segir víst ekkert "filmu" lengur.)


Fjögurra vikna á leiðinni á höfundafund.


Mánaðargömul á leikteppinu góða.

Kvíðaröskun

Freigátan er búin að sofa úti í vagni í einn og hálfan tíma. Á þeim tíma er ég búin að gá svona 5 sinnum hvort hún sé ekki örugglega lifandi og hvort nokkuð sé búið að stela henni. Ætlaði að leggja mig. Er ekki að því af tómum geðbólgum. Er maður bilaður?

Beibímónitorinn er það allavega ekki. Ég heyri í hvert skipti sem hún hreyfir sig. En ef ekkert heyrist í 10 mínútur held ég samt að hann sé örugglega ónýtur. Ætti sennilega að skrifa eintal taugaveiklaðrar móður u.þ.b. núna.

Sprengi!

Já, það verða sko saltkjötogbaunir í kvöld! Vona bara að ég verði ekki alveg yfirkomin af þessari fínu ógleði sem virðist ætla að fylgja nýju geðlyfjunum.

Og í dag er Freigátan eins mánaðar gömul. Í tilefni af því er hún að sofa úti í vagninum sínum í fyrsta skipti. Og vonandi lennnngi. Þá ætla ég nefnilega að klára eina bók og reyna svo að gera eitthvað af viti. Miklar gargandi snilldir eru annars leikteppi. Þar getur hún núna legið tímunum saman og skemmt sér við að lemja nokkur dýr. (Það þurfti sko nýja afþreyingu eftir að vetrarólympíuleikarnir voru búnir. En á þá horfði hún með miklum áhuga.) Og ég held líka upp á nýja beibímónitorinn. Miklu auðveldara að halda á honum út um allt en barninu.

Og svo var ég að fá arfakúl verkefni sem ég veit ekki hvort ég má eða ætti að segja nánar frá alveg strax. Allavega... tíhí.

27.2.06

Tign

Þar sem hann Sævar er nú svo óttalegur rindill þarf stundum að hækka hann. Í tign. Nú ætla ég að birta í aðalfærslu nokkuð sem kom í kommentakerfið eftir dúk og disk og sennilega hafa allir misst af. Þetta kom sumsé eftir blýantsóhapp Rannsóknarskips:

Sævar said...
Sem þýðandi er Árni náttúrulega orðinn dálítið háður því að skrifa á íslenska tungu. Mér finnst hann samt farinn að taka starfið óþarflega hátíðlega.

26.2.06

Ójókó

Sá viðtal við Jókó Ónó í gærkvöldi. Mér finnst hún vera alveg eins og Sylvía Nótt í fasi. Mjög fyndið.

Hitti annars nokkra höfunda í gær og lét þá segja mér hvað Þorvaldur Þorst sagði þeim á námskeiðinu sem ég komst ekki á vegna nýborni. Það var gaman. Heyrði nokkra góða einþáttunga og einþáttungadrög og er jafnvel að spekúlera í að reyna að skrifa eitthvað sjálf í vikunni.

Og svo ætla ég líka á geðlyf. Fæðingarþunglyndi er algjörlega skollið á og skal snúið niður á staðnum. Ætla að leikstýra í marsprógrammi Hugleix og má ekki vera aððessu.

Freigáta varð annars 4 vikna um helgina. Og hafði ekki hugmynd... En hélt uppá það með því að fara sína fyrstu ferð (örugglega af mörrrgum) í Hugleikhúsið. Við mikla kæti allra viðstaddra.