31.7.08

Myndir!

Það var að rifjast upp fyrir mér að einhvern tíma átti ég mér þann draum einna stærstan að fara á Ólafsvöku í Færeyjum. Og helst fara í beinu framhaldi á Þjóðhátíð í Eyjum. Og vera fullkomlega marineruð af áfengi á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi. Núna fæ ég nú bara tremma við tilhuxunina. Er sjaldan jafn ofboðslega miðaldra og í kringum verslunarmannahelgi.

Það var líka að rifjast upp fyrir mér að einhvern tíma var ég búin að einsetja mér að setja myndirnar úr vélinni inn í tölvuna á þeim síðasta hvers mánaðar. Svo það er ég að gera núna, svona einu sinni. Og hér koma myndir mánaðarins.


��etta erum vi�� El��sabet m��gkona uppi �� ��lfaborginni �� Borgarfir��i Eystri. Alveg greinilega a�� r����a hvort ma��ur �� a�� segja "sn��a" e��a "sn��a ��." (H��n er a�� segja "sn��a" og ��g er a�� segja "��".)

Lundam��t��vi�� er nottla ferlega ofnota�� �� ��slandi. M��r fannst ��etta samt soldi�� spes.
Fors����a �� Gletting?

E��a ��essi. ��au sn��a reyndar ��fugt... (Nema fyrir Herd��si. ;-)

Freig��tan �� heims��kn hinumegin vi�� g��tuna a�� leika vi�� hana M��u, vinkonu s��na.

��arna �� baks��n s��st �� ne��ri h����ina �� h��sinu sem vi�� leigjum ��. Og �� millis��n er gar��urinn, n��sleginn af Ranns��knarskipi. Fremst �� myndinni eru s����an "m��ar" sem eru alveg �� gar��shorninu hj�� okkur. ��a�� s��st ekki alveg n��gu vel, en ��arna eru a��allega gullinmura, bl��klukkur og sm��rabl��m og M����urskip lag��ist fyrir framan sl��ttuv��lina �� m��tm��laskyni ��egar ��tti a�� fara a�� sl�� hann. Og haf��i sigur.

Kv��ld eitt ��urfti a�� ��reyta Freig��tuna sem haf��i ��vart sofna�� lengi seinnipartinn. ���� var skroppi�� �� g��ngufer�� upp a�� Hengifossi.
Enn ein m��guleg fors����umynd. ��arna er Freig��tan a�� kalla �� kindur sem h��n s��. (Me�� takm��rku��um ��rangri.) Me�� Hengifoss �� baks��n.

Hugga m����a og amma-Freig��ta voru l��ka me�� �� f��r...

Og svo Ranns��knarskip.

En M����urskip og Hra��b��tur voru bara heima. Og s�� s����arnefdi �� ba��i. Sem er ��a�� allra skemmtilegasta, ��essa dagana.

30.7.08

Skoðanadagur

Ekki ætlar mér nú að verða baun í bala úr verki í vinnunni í dag. Fórum með Hraðbát í 6 mánaða skoðun í morgun. Hann er orðinn 7,8 kíló, en hefur ekki lengst síðan síðast og er enn 66 cm. Hefur hins vegar stækkað eitthvað í höfuðmáli. Svo þessum 540 grömmum síðan síðast hefur hann fyrst og fremst bætt á hausinn á sér. Enda orðinn algjör heili.

Svo þurfti bíllinn líka í skoðun. Og fékk svoleiðis. Og svo þurfti að versla. Og nú er ég rétt að stelast á internetið áður en ég fer í sund með Freigátuna. Kannski sigla svo Rannsóknarskip og Hraðbátur í kjölfarið, ef þeir nenna.

Það er annars að frétta af fjölskyldumeðlimnum sem við höfum varla séð í sumar að hann hefur dvalið hjá móðurforeldrum sínum undanfarið, mun vera á leið norðurum til föður síns og fer með þeirri fjölskyldu til Danmerkur á föstudag og kemur ekki aftur fyrr en 15. ágúst. Skilst mér. Við hittum hann því ekki fyrr en um það leyti sem hann á að byrja í skólanum sínum. Hann ku hlakka til að fara í 7. bekk, en það þýðir að hann er í efsta bekknum í Vesturbæjarskóla, en segist nú ekki hlakka til að byrja í skólanum, per se. En mig grunar nú að hann verði hálffeginn. Mér heyrist honum hafa þótt fullrólegt í sumar og hann hefur jafnvel spurt hvenær hann megi fara í unglingavinnuna. Smábátur er sumsé farinn að huxa sér á vinnumarkað.

Meiri fréttir. Í gær kom leikhópurinn Lotta hingað með sýninguna Galdrakarlinn í Oz. Freigátan uppástendur hins vegar að þessi sýning hafi heitið "Nýja Soffía Mús." Allar leiksýningar heita sumsé eftir fyrstu leiksýningunni sem hún sá. Í sýningunni var líka hundur sem var eins og hundurinn í næsta húsi. Hann heitir "Hin Mía."

Nú er sólin komin og þá er best að drífa sig í sund.

29.7.08

Það verður örugglega gaman í útlöndum...

en ég var að panta mér farið í bæinn og var næstum búin að gubba. Það verður ekkert smá erfitt að slíta sig frá þeim litlu. Klukkan fimmleytið á mánudaginn. Það eru allir búnir að segja mér að þetta verði örugglega erfiðara fyrir mig en þau. Og það er líka ábyggilega alveg rétt.

Vill til að ég verð í gífurlega marggóðum félaxskap á þessu ferðalagi og þekki maður sitt "heimafólk" verður ekki mikill tími til að velta fyrir sér hvað ormarnir manns verða að brasa uppi á Íslandi. Ekki man ég hvers vegna, en ég man að maður hlær alltaf ógurlega mikið á svona leikflakki. Og á milli samverustunda með öllu þessu bráðskemmtilega fólk þarf svo að finna tíma til að versla sér og öðrum minjagripi og dót og fá sér bjór og þarlenda sérrétti. Svo þarf maður að rifja upp hvort maður man hvað einhverjir Lettar, sem huxanlega verða þarna, heita. Var ekki Dizis Lettneskur Bandlaxstarfsmaður?

Og þessa vikuna þarf maður aldeilis að grípa réttri hendi í rassinn á sér. Halda þarf fund með Glettingsmönnum. Helst vinna slatta í því sem ég er að skrifa fyrir blaðið. Og svo þarf ég, sáluhjálpar minnar vegna, að vera dugleg að hanskast með krakkana. Svo ég fari nú ekki alveg úr gengjunum í næstu viku.

Bezt að reyna að gera eitthvað, fyrst maður er hangandi inni í góða veðrinu.

28.7.08

Aftur. Og enn aftar.

Er nú ekki alveg alls kostar að nenna að vera í vinnunni. Veit svosem ekki hvað veldur því. Kannski er bara júlí og allt of gott veður úti og litlu krakkarnir mínir of sætir við að stuttbuxast úti um allt. Svo er ég líka búin að vera alveg fantadugleg í sumar. Svo það verður ágætt að leggja þetta alltsaman aðeins til hliðar og taka pásu og fara til Lettlands. Eftir viku! Jihú!

Hin hliðin á því er að um leið lýkur þessari yndislegu sumardvöl hér á stöðum Egilsins. Búhú. En hún er búin að vera illa frábær.

Og eitt og annað þyrfti ég að klára frá í ritstjórninni áður en ég hverf af svæðinu. Aðallega að tala við marga um ýmislegt sem ég veit ekki og kann ekki og segja þeim að gera það. Aðalverkefni morgunsins verður að átta sig á því hvað er eftir og reyna að komast hjá því sem mest að gera það sjálf. Og hringja í einhverja. Ef nennt verður.

Annars er búið að vera að aðlaga Hraðbátinn að fyrirliggjandi fjarvistum Móðurskips. Aðalmálið hefur nottla verið að "venja af" og hefur það gengið svo ljómandi vel að sá stutti drekkur nú úr pela eins og þrautþjálfaður heimalningur svo allt lítur út fyrir að Móðurskip geti bara fengið sér ærlega í tána í útlöndum. Jafnvel bara allan fótinn! (Ætla samt ekki að fá mér í tána eins og Rannsóknarskip gerði á skólanum.)

Við hjónin höfðum líka leikritunarkvöld í gærkvöldi. Sátum sitt með hvora tölvuna við eldhúsborðið og skrufum afmælistengda einþáttunga. Og ég huxa að við gerum bara meira af því og boðum svo nágrannana okkar til samlestrar og gagnrýni áður en við yfirgefum svæðið. Fyrir þessa skrifsessjón fór ég á tónleika inn í Vallanes þar sem Svanur Vilbergs og einhver spanjólskur vinur hans spiluðu. Þeir kunna að spila svaka hratt. (Ég er alltaf alveg að fara að æfa mig...) Þar áður var grillað í húsi forfeðra minna og ég held það sé ennþá sviðalykt af mér. Oj. Og þar áður kom hún Berglind mín í heimsókn með alla fjölskylduna. Ynnndislegt að sjá hana svona í sínu rétta umhverfi, á Austurlandinu. Það eru einmitt búnar að rifjast upp svo margar Berglindartengdar minningar á ráfi mínu um svæðið undanfarna 2 mánuði. Og Svandísar- Rannveigar- Heiðu- og margra annarra. Það er nú eiginlega stórmerkilegt hvað maður heldur enn sambandi við marga sem maður hefur þekkt í einhver 20 ár eða meira...

Og nú er ég komin afturábak aftur á miðjan dag í gær og þaðan aftur í fortíðina og er auðvitað ekki að gera neitt annað en að flýja hið óumflýjanlega verkefni dagsins í dag. Að skipuleggja.
Bezt að hætta því.