Þetta voru nú aldeilis spennandi jól.
Það var sagt í hverjum einasta fréttatíma að það væri snargargandibrjálað veður allt norðan úr Húnavatnssýslu og suður að Lóni, eða um allt Norður- og Austurland.
Í hvert skipti sem við heyrðum þetta litum við furðu lostin út í heiðríkjuna, þar sem blakti ekki eitt einasta snjókorn og eina úrkoman var stöku jólasnjókoma. Bara lítil og falleg, varla einu sinni hundslappadrífa.
Þetta lygaviðri er sumsé búið að standa öll jólin, og ekkert bólar á hríðinni, sem þó er búið að vera mjög spennandi að bíða eftir.
Og nú ætla ég að borða fjórtánhundruðustu máltíð þessara jóla. Á morgun fer ég sennilega til Akureyrar, nema hríðin ákveði að venda sínu kvæði í kross og koma loxins.
26.12.04
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)