Ætli barnið myndi frekar sofa á nóttunni ef ég drykki bjór á kvöldin?
Barað spá...
16.2.06
Tímamót!
Hef aftur hafið sinningu á helsta undirstöðuatriði vestrænnar menningar. Er að afhára á mér lappirnar í fyrsta skipti í marrrrga mánuði. Og Blogger var svo lengi að hleypa mér inn að mig er farið að svíða reglulega mikið undan illgresiseitrinu sem maður notar til þess.
Allavega. Húrra fyrir siðmenningunni!
Allavega. Húrra fyrir siðmenningunni!
15.2.06
Mér finnst ótrúlega perraleg
auglýsingin með kallinum sem les upp öll nöfnin. Ég veit ekki hvað það er. Sérstaklega þegar hann kumrar, yfir einu og einu nafni: Til hamingju... Mér finnst þessi maður ógeðslega krípí. Og ætla aldrei að eiga viðskipti við... hvað sem það er nú sem hann er að auglýsa.
Annars sneri Freigátan aftur til vondra siða í nótt og vakti bara og var óþæg. Smábátur er lasinn með hita og hósta og ég er náttlega skíthrædd um að krílið fái líka kverkaskít. Það er víst nóg að hún sé óþæg frekjudós. Og svo er ég að byrja að hafa áhyggjur af öllu. Er ekki búin að gera upp við mig hvort það er fæðingarþunglyndi eða svefnleysi. Kannski vissara að fara bara að panta Zoloftið, svona til öryggis?
Annars sneri Freigátan aftur til vondra siða í nótt og vakti bara og var óþæg. Smábátur er lasinn með hita og hósta og ég er náttlega skíthrædd um að krílið fái líka kverkaskít. Það er víst nóg að hún sé óþæg frekjudós. Og svo er ég að byrja að hafa áhyggjur af öllu. Er ekki búin að gera upp við mig hvort það er fæðingarþunglyndi eða svefnleysi. Kannski vissara að fara bara að panta Zoloftið, svona til öryggis?
14.2.06
Af heimsmálum
Þegar ég heyrði að hinn múslimski heimur væri á leiðinni í stríð við hinn vestræna útaf skrípamyndum hélt ég fyrst að fæðingardópið væri að spila með heyrnina í mér. Nú held ég að það hljóti að vera runnin af mér morfínskyldan, en enn sýnist mér stefna í þvílík óefni. Vegna myndbirtinga! Komm on! Menn úr þessum fylkingum búnir að gera sitt besta til að murka lífin úr hver öðrum árum eða áratugum saman, en þegar teiknaðar og birtar eru skrípamyndir, ja þá fyrst versnar í því!
Yfirleitt held ég alltaf með múslimum þegar slær í brýnu við Ísraelsófétin, eða okkur siðleysingjana í vesturheimi. En húmorsleysi af þessari gráðu get ég nú bara ekki stutt. Mér finnst þeir hefðu átt að gera skrípamyndir af Jesúsi í staðinn, og málið dautt. Alveg er æeg allavega viss um að þeir Múi og Jessi hrista nú bara hausinn yfir þessu fjaðrafoki, þar sem þeir sitja í Valhöll og tefla.
Annars er vissara að fara að halda sig við pólitískan rétttrúnað. Hann Bjössi bolla er nefnilega að huxa um að stofna leyniþjónustu og njósna um huxanlega hryðjuverkamenn. Hugleikur ætti kannski að bjóða honum skiltið úr Sirkus?
Yfirleitt held ég alltaf með múslimum þegar slær í brýnu við Ísraelsófétin, eða okkur siðleysingjana í vesturheimi. En húmorsleysi af þessari gráðu get ég nú bara ekki stutt. Mér finnst þeir hefðu átt að gera skrípamyndir af Jesúsi í staðinn, og málið dautt. Alveg er æeg allavega viss um að þeir Múi og Jessi hrista nú bara hausinn yfir þessu fjaðrafoki, þar sem þeir sitja í Valhöll og tefla.
Annars er vissara að fara að halda sig við pólitískan rétttrúnað. Hann Bjössi bolla er nefnilega að huxa um að stofna leyniþjónustu og njósna um huxanlega hryðjuverkamenn. Hugleikur ætti kannski að bjóða honum skiltið úr Sirkus?
Undur, Stórmerki og Tónleikar
Freigátan tók uppá þeim undarlegheitum að sofa megnið af nóttinni, meira að segja í sínu rúmi og stundum með snuð. Mér finnst ég hafa sofið í mörg ár. Er þessvegna í dag fyrirmyndarhúsmóðir í anda Stepford, Bree í Desperate Housewifes eða álíka. Er hins vegar líka búin að komast að því að börn sem sofa á nóttunni eru ekki jafn dugleg við það á daginn. En það er nú samt ótrúlegt hvað maður getur afrekað með einni hendi.
Og plögg: Rannsóknarskip er að fara að syngja á nemendatónleikum í kvöld. Þeir eru í Snorrabúð (sem ku vera einhvers staðar í nágrenni söngskólans) og hefjast klukkan 20.00. Hann er búinn að æfa prógrammið vel og lengi, gangandi um gólf með óþekku dóttur sína á nóttunni, á milli þess sem hann les fyrir hana Lesarann eftir Bernhard Schlink:
Og plögg: Rannsóknarskip er að fara að syngja á nemendatónleikum í kvöld. Þeir eru í Snorrabúð (sem ku vera einhvers staðar í nágrenni söngskólans) og hefjast klukkan 20.00. Hann er búinn að æfa prógrammið vel og lengi, gangandi um gólf með óþekku dóttur sína á nóttunni, á milli þess sem hann les fyrir hana Lesarann eftir Bernhard Schlink:
13.2.06
Sprenging!
Ég biðst velvirðingar á þessu fréttahléi, sem varð vegna húsverkasprengingar. Slíkt vill fylgja nýfæddum heimilismönnum, þó ég skilji ekki alveg hvers vegna. Er með kenningu um að hverju nýju barni fylgi her húsálfa sem ruslar til í eldhúsinu þegar maður sér ekki til. Allavega, hér koma myndir:
Í ætt við Móðurskipið finnst Freigátunnni leiðinlegt að máta föt.
Það gengur betur ef hún er sofandi.
Og í dag fór allur flotinn á siglingu um Vestubæinn.
Í ætt við Móðurskipið finnst Freigátunnni leiðinlegt að máta föt.
Það gengur betur ef hún er sofandi.
Og í dag fór allur flotinn á siglingu um Vestubæinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)