Hætt var við ferðaplön Freigátunnar þar sem afa í sveitinni hefur hrakað meira. Rannsóknarskipið mitt fór norður um hádegið, og Smábátur fór í leiðinni til pabba síns, en við Freigáta ákváðum að við gerðum líklega mest gagn með því að vera þægar heima og hugsa fallega til fólksins okkar fyrir norðan. Svo ætlar amma-Freigáta að koma og passa okkur um helgina. En litla-Freigáta er óttalega snúin. Henni finnst greinilega alls ekki öruggt að sofa nema pabbi sé heima. Svo það er frekar úldið hjá okkur heimilishaldið núna.
Við erum að reyna að nenna að taka til, en svo ætlum við bara að sækja ömmuna og flugvöllinn og elda handa henni kjúkling.
2.2.07
1.2.07
Flagmeri!
Á laugardaginn næstkomandi, kl. 16.00, borgar sig nú aldeilis að hækka vel í viðtækjunum og leggja eyrun við. Þá verð ég nefnilega gestur í fimbulfambþættinum Orð skulu standa í Ríkisútvarpinu okkar. Það verður nú alveg örugglega reglulega skemmtilegt. Aldrei að vita.
(Glætan eitthvað að ég væri að segja frá þessu ef ekki væri búið að taka þáttinn upp og ég skammaðist mín ekkert.)
Allavega. Það var gaman.
Á morgun bíður mín alveg ný tegund af grasekki. Rannsóknarskip ætlar norður yfir heiðar og hafa litla flotann meðferðis. Móðurskipið verður því aleitt í kotinu um helgina. Það hefur huxað sér að haga sér eins og framakvendi og eyða helginni á námskeiði og í vinnunni. En þetta verður nú skrítið. Ég hef verið aðskilin frá Freigátunni eina helgi síðan hún fæddist, og þá var ég á Bandalagsþingi á Selfossi og var svo full að ég tók eiginlega ekkert eftir því.
Og að lokum:
Tónleikar í Neskirkju klukkan 20:00. M.a. flutt nýtt lag eftir systur mína tónskáldið. Tónleikarnir verða búnir áður en Desperate Housewifes byrjar og 1.500 krónur kostar inn. Ég ætla að vera þar.
(Glætan eitthvað að ég væri að segja frá þessu ef ekki væri búið að taka þáttinn upp og ég skammaðist mín ekkert.)
Allavega. Það var gaman.
Á morgun bíður mín alveg ný tegund af grasekki. Rannsóknarskip ætlar norður yfir heiðar og hafa litla flotann meðferðis. Móðurskipið verður því aleitt í kotinu um helgina. Það hefur huxað sér að haga sér eins og framakvendi og eyða helginni á námskeiði og í vinnunni. En þetta verður nú skrítið. Ég hef verið aðskilin frá Freigátunni eina helgi síðan hún fæddist, og þá var ég á Bandalagsþingi á Selfossi og var svo full að ég tók eiginlega ekkert eftir því.
Og að lokum:
Tónleikar í Neskirkju klukkan 20:00. M.a. flutt nýtt lag eftir systur mína tónskáldið. Tónleikarnir verða búnir áður en Desperate Housewifes byrjar og 1.500 krónur kostar inn. Ég ætla að vera þar.
31.1.07
Þegar maður...
-...er farinn að lesa blogg um, og skoða myndir af, smábörnum fólks sem maður þekkir lítið eða ekkert, af miklum áhuga, í tíma og ótíma.
-...getur varla sofið af tilhlökkun að byrja í meðgöngusundi þó maður sé ekki einu sinni óléttur.
-...hlakkar til að vakna á morgnana af því að dóttir manns á að fara í ný föt.
-...les mest heimasíður IKEA og Rúmfatalagersins, á eftir bloggum um börn.
-...er gjörsamlega hættur að nenna út úr húsi eftir kvöldmat.
-...er farinn að velta fyrir sér hvort ekki eigi að gera fleiri seríur á sjónvarpsþáttunum "Fyrstu skrefin".
-...getur átt innihaldsríkar samræður við aðrar mæður ungra barna sem maður hittir á förnum vegi, þó maður þekki þær ekki neitt. Og fitjar jafnvel upp á þeim sjálfur.
-...er farinn að fyllast hamingjutilfinningu við að sjá óútdraslað gólf og hreina eldhúsbekki.
-...er óumræðulega hamingjusamur með þetta alltsaman.
Hvað er maður þá?
Paþþettikk?
Efri millistétt á barneignaaldri?
Mamma mín?
Allavega alveg örugglega eitthvað sem ég hef oft gert grín að.
Svona er þetta.
Þeir sletta skyrinu sem flytja svo í glerhúsið.
-...getur varla sofið af tilhlökkun að byrja í meðgöngusundi þó maður sé ekki einu sinni óléttur.
-...hlakkar til að vakna á morgnana af því að dóttir manns á að fara í ný föt.
-...les mest heimasíður IKEA og Rúmfatalagersins, á eftir bloggum um börn.
-...er gjörsamlega hættur að nenna út úr húsi eftir kvöldmat.
-...er farinn að velta fyrir sér hvort ekki eigi að gera fleiri seríur á sjónvarpsþáttunum "Fyrstu skrefin".
-...getur átt innihaldsríkar samræður við aðrar mæður ungra barna sem maður hittir á förnum vegi, þó maður þekki þær ekki neitt. Og fitjar jafnvel upp á þeim sjálfur.
-...er farinn að fyllast hamingjutilfinningu við að sjá óútdraslað gólf og hreina eldhúsbekki.
-...er óumræðulega hamingjusamur með þetta alltsaman.
Hvað er maður þá?
Paþþettikk?
Efri millistétt á barneignaaldri?
Mamma mín?
Allavega alveg örugglega eitthvað sem ég hef oft gert grín að.
Svona er þetta.
Þeir sletta skyrinu sem flytja svo í glerhúsið.
30.1.07
Issss...
Hvern langaði svosem að verða heimsmeistari í þessari apaíþrótt, sem næstum enginn kannast við?
Var ég búin að ákveða að skrifa ef við töpuðum. En þetta var alveg hrrroðalega spennandi leikur. Meiraðsegja ég iðaði pínu. Rannsóknarskip átti mjög erfitt með að vekja ekki barnið.
Heimilið lítur út eins og höfuðból Stepfords, börnin sofa eins og englarnir sem þau eru, Rannsóknarskip þýðir og það er ekkert í sjónvarpinu. Nú er komið að því. Ég ætla að fara að sofa fyrir ellefu!
Var ég búin að ákveða að skrifa ef við töpuðum. En þetta var alveg hrrroðalega spennandi leikur. Meiraðsegja ég iðaði pínu. Rannsóknarskip átti mjög erfitt með að vekja ekki barnið.
Heimilið lítur út eins og höfuðból Stepfords, börnin sofa eins og englarnir sem þau eru, Rannsóknarskip þýðir og það er ekkert í sjónvarpinu. Nú er komið að því. Ég ætla að fara að sofa fyrir ellefu!
Grasekk
Þetta ætlar ekki að verða besti janúarmánuður sögunnar. Rannsóknarskip þurfti að yfirgefa flotann á sunnudagsmorgun og fara norður vegna alvarlegra veikinda föður síns, sem er á sjúkrahúsi.
Hann kom aftur í morgun. En tengdapabbi er þungt haldinn og verið getur að Árni fari aftur norður um helgina.
Enn einu sinni tek ég ofan hatt minn og staf fyrir öllum einstæðum mæðrum og grasekkjum, hvar sem þær er að finna. Þetta er svosem alveg hægt, en krefst mikillar skipulagningar og vinnu. Smábátur er reyndar orðinn einkar liðtækur í Freigátupössun þannig að ég hafði mjög góða hjálp. Komst hins vegar að því að ég kann til dæmis ekkert að svæfa hana.
Nú eru feðginin sofandi. Ég þarf samt að fara að vekja þau, þar sem við erum að fara á fund í skóla Smábáts. En við erum öll meira og minna úldin og ósofin, eins og aðstæður gera ráð fyrir, og verðum trúlega ekki sömu fyrirmyndarforeldrarnir og venjulega.
Einhverntíma ætla ég líka að sofa. Mikið.
Hann kom aftur í morgun. En tengdapabbi er þungt haldinn og verið getur að Árni fari aftur norður um helgina.
Enn einu sinni tek ég ofan hatt minn og staf fyrir öllum einstæðum mæðrum og grasekkjum, hvar sem þær er að finna. Þetta er svosem alveg hægt, en krefst mikillar skipulagningar og vinnu. Smábátur er reyndar orðinn einkar liðtækur í Freigátupössun þannig að ég hafði mjög góða hjálp. Komst hins vegar að því að ég kann til dæmis ekkert að svæfa hana.
Nú eru feðginin sofandi. Ég þarf samt að fara að vekja þau, þar sem við erum að fara á fund í skóla Smábáts. En við erum öll meira og minna úldin og ósofin, eins og aðstæður gera ráð fyrir, og verðum trúlega ekki sömu fyrirmyndarforeldrarnir og venjulega.
Einhverntíma ætla ég líka að sofa. Mikið.
28.1.07
Hún á afmæli í dag!
En myndatökur fórust eitthvað fyrir. Verður bætt úr því fljótlega. það þarf nefnilega að klæðast öllum bleiku afmælisgjafafötunum og mynda það. Allt sem kom innan úr pökkunum passar meira og minna saman. Og þá er allt í fínu jafnvægi. Oftast er Freigáta nú bara í fötum af Smábáti og því frekar strákalega til fara.
Allavega, í staðinn fyrir afmælismyndir er hérna ein áður óbirt mynd af þeim ömmgum, Gyðunum, tekin fyrir tæpu ári.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)