Þá rignir hundum, köttum og páfagaukum. Var að koma úr miðbænum, eins og hundur af sundi. Og það er víst dagur heilax Patrex. Sá fulla Íra með græna hatta í miðbænum. Voða voru þeir nú lifaðir eitthvað. Greyin. Er alltaf að sjá betur og betur hvað útlendingar eru eitthvað krumpaðir, miðað við okkur frónbúa. Og það er nú gott áðá.
Keypti mér áðan skó á 12.000 kall. Þeir eru með loftpúðum og dempurum á alla kanta þannig að á þeim ætti ég að geta gengið bæði afturábak og áfram, stoðkerfi mínu að meinalausu.
Og undirbúningur skírnar er farinn að vaxa með ógnarhraða. Komst að því að ég á engin föt sem er við hæfi að vera í í kirkju að degi til. (Lesist: Öll sparifötin mín eru dræsó.)
Spurning 1: Hvernig í veröldinni klæðir maður sig þegar maður skírir barnið sitt. (Og hvar fær maður svoleiðis föt?)
Svo er ég ljósgræn á litinn.
Spurning 2: Veit einhver um sólbaðsstofu í grennd við heimili mitt? (Hlandfötumegin í vesturbænum?)
Og hárið á mér lítur út eins og andskotinn og amma hans.
Spurning 3: Veit einhver um hárstofu þar sem hægt er að fá gott klipp og lit án þess að fara með fjárlög heimilisins?
Flókið.
17.3.06
15.3.06
Herinn burt!
Jeij!
Og menn eru voða hissa. Héldu nefnilega að varnarsamningurinn væri tvíhliða og að honum Bússji þyki vinsældir sínar meðal Íslendinga mikilvægt mál! Hahaha! Fábjánar, h.f. En ég er jafnkát og Ögmundur og Steingrímur. Fyrst við vorum hvortsemvar búin að bjóðast til að reka flugvöllinn og þyrlubjörgunarsveitina fyrir okkar eigin péning þá þurfum við þá ekki neitt. (Tja, nema Svíum detti allt í einu í hug að gera árás... maður svosem veit aldrei.)
Stjórnarandstaðan málþófaði meirihluta á þingi út í horn. Akkurru föttuðu þeir ekki uppá þessu fyrr? Maður spyr sig.
Og Bauxmenn voru sýknaðir. Og ríkið þarf að borga grilljónir.
Almennt frekar vondur dagur fyrir stjórnvöldin og ríkið.
Og menn eru voða hissa. Héldu nefnilega að varnarsamningurinn væri tvíhliða og að honum Bússji þyki vinsældir sínar meðal Íslendinga mikilvægt mál! Hahaha! Fábjánar, h.f. En ég er jafnkát og Ögmundur og Steingrímur. Fyrst við vorum hvortsemvar búin að bjóðast til að reka flugvöllinn og þyrlubjörgunarsveitina fyrir okkar eigin péning þá þurfum við þá ekki neitt. (Tja, nema Svíum detti allt í einu í hug að gera árás... maður svosem veit aldrei.)
Stjórnarandstaðan málþófaði meirihluta á þingi út í horn. Akkurru föttuðu þeir ekki uppá þessu fyrr? Maður spyr sig.
Og Bauxmenn voru sýknaðir. Og ríkið þarf að borga grilljónir.
Almennt frekar vondur dagur fyrir stjórnvöldin og ríkið.
Skoðanir
Í dag fórum við Freigátan í 6 vikna skoðanir og komumst að því að það er allt í lagi með okkur báðar. Hún er orðin rúm 5 kíló og 56 cm. (Eða í fæðingarstærð ýmissa barna sem ég kannast við.) Og læknirinn skoðaði hana og hún grenjaði á hann.
Annars finnst mér ég voðalega mikið vera að leika mér þessa dagana. Það er mikið að rifjast upp fyrir mér hvað mér fannst gaman í dúkkó þegar ég var lítil. Mér finnst alveg skemmtilegt að vera bara að baða og klæða og skipta á og krúttast með Freigátuna allan daginn. Og þætti ég lifa fullkomlega innihaldsríku lífi þó ég gerði ekkert annað næstu árin.
Svo er það náttlega hinn leikurinn. Það er leikstjórnin. Meira eins og barbí. Á síðustu æfingu lét ég leikarana mína fara í eltingaleik. Það var óstjórnlega gaman og þetta lofar alltsaman mjög góðu. Er ekki með teljandi kvíðaröskun yfir þessu verkefni, en þar er mest um að þakka snöfurmannlegum leiðbeiningum Sigrúnar Valbergs um daginn. (Og geðlyfjunum, vitaskuld.)
Gaman í mínum bekk.
Annars finnst mér ég voðalega mikið vera að leika mér þessa dagana. Það er mikið að rifjast upp fyrir mér hvað mér fannst gaman í dúkkó þegar ég var lítil. Mér finnst alveg skemmtilegt að vera bara að baða og klæða og skipta á og krúttast með Freigátuna allan daginn. Og þætti ég lifa fullkomlega innihaldsríku lífi þó ég gerði ekkert annað næstu árin.
Svo er það náttlega hinn leikurinn. Það er leikstjórnin. Meira eins og barbí. Á síðustu æfingu lét ég leikarana mína fara í eltingaleik. Það var óstjórnlega gaman og þetta lofar alltsaman mjög góðu. Er ekki með teljandi kvíðaröskun yfir þessu verkefni, en þar er mest um að þakka snöfurmannlegum leiðbeiningum Sigrúnar Valbergs um daginn. (Og geðlyfjunum, vitaskuld.)
Gaman í mínum bekk.
14.3.06
Pakkahugmynd
Mér finnst Stöð 2 ætti að setja saman fæðingarorlofsáskriftir. Mig vantar alls ekki fleiri stöðvar á kvöldin. Það er nógu erfitt að púsla saman öllu sem ég VERÐ að sjá. (Hef aldrei áður verið húkkt á jafnmörgum sjónvarpsþáttum í einu.) En á daginn er ég alltaf að lenda fyrir framan sjónvarpið, með barn á brjóstunum og er óhreyfanleg á meðan, og ég er búin að komast að því að dagsjónvarpið samanstendur af tónlistarmyndböndum og Guiding Light. Mig vantar sem sagt Stöð 2 á daginn í 6 mánuði. Mér finnst þetta snilldarhugmynd fyrir Stöð 2. Fæðingarorlofspakkar. Dagáskrift í 3-6-9 mánuði. Ég væri líka til í að vera með helgaráskrift. Jámjám. Ég ætti sennilega að skrifa markaðströllunum á Stöð 2. Þá gæti ég notað hina skemmtilegu undirskrift:
Húsmóðir í Vesturbænum.
Húsmóðir í Vesturbænum.
12.3.06
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)