23.8.08

Menning, handbolti og ammrískar pönnukökur

Rak Rannsóknarskip með barnaskarann niður í bæ í dag svo ég gæti tekið átak í þrifum á heimilinu. Menningarlegt.

Svo eru næturgestir þannig að það verður talsvert margmennt yfir handboltanum í fyrramálið. Í tilefni þess ætla ég að sörvera ammrískar pönnukökur með beikonum, sírópum og öllu tilheyrandi. Íþróttalegt.

Er alveg að missa mig í húsmóðurlegunum.

22.8.08

Ísland - Frakkland!

Djull verður nú subbulega gaman að leiknum á sunnudaginn. Þegar við bökum þá og meiðum ætla ég að standa og æpa:

Og hafiði þetta, fyrir hundaskítinn, dónaskapinn og karlrembuna!

Gaman.

21.8.08

Góð mál


Á milli 7 og 8 á hverjum morgni huxa ég: "Ég verð að reyna að láta krakkana sofna seinna á kvöldin." Á sama tíma pm, þegar ormarnir eru loknir út af eftir að hafa vaknað við fyrsta hanagal um morguninn, er ég svo komin á þveröfuga skoðin. Núna er til dæmis alveg bara dásamlegt að þau skuli hafa slegið eigin met og sprottið upp klukkan 6.30 í morgun.

Og ef þau svæfu lengur á morgnana myndi ég bara gera slíkt hið sama. "Barnlaus" kvöld getur maður hins vegar notað til uppbyggilegra athafna. (Þ.e.a.s., horfa á sjónvarpið og hanga á fesbúkk.)

Svo, gott mál.
Annað gott mál.

Á Laugaveginum í gær rak ég augun í að þessa dagana virðist tískan vera að snúast í þá átt að gallabuxur eigi að vera alveg hreint níð- sleikjandi- uppírassskoruskríðandi þröngar.
Sem er nú heppilegt.
Allar buxurnar mínar hlupu í sumar og eru núna einmitt þannig...

20.8.08

"Rólegt"

Hraðbátur sefur. Ekkert heyrist nema hlátrasköllin í Smábát og Freigátu sem eru á kafi í jútúbinu.

Móðurskipið notaði tækifærið til að ná upp áður óþekktum hraða og afköstum í heimilisstörfin. Þvoði þvott, þurrkaði af, tók til, gekk frá þvotti, tók til, tók til, tók til.

Leit svo yfir verkið og það sér ekki högg á vatni.

Áttaði mig á því að þó ég haldi áfram frá því núna og allt til enda veraldar þá verða heimilisstörfin ALDREI BÚIN!

Er að missa lífsviljann.
Og það eru meira en 4 mánuðir af heimavinni eftir enn.
Sjitt.

19.8.08

Smábátur endurheimtur

Þá eru öll börn komin í hús fyrir veturinn. Og Rannsóknarksip farinn að vinna á milljón. Og Móðurskipið farið að velta fyrir sér hvernig hún á að halda geðheilsunni jafnframt því að veraí fullu starfi sem heimavinnandi 3 barna móðir í Heila Viku.

Smábáturinn hefur stækkað svo mikið og er orðinn svo fullorðinn að maður kann nú bara næstum ekki við að reka hann í rúmið á kvöldin lengur. (Bara næstum, samt.)

Afur er stefnt á að fara út úr húsi í dag. Það tóxt ekki í gær þar sem Freigátan var fúl og þurfti að leggja sig og gerði það svo rækilega að hún svaf í 3 tíma.

Hraðbátur er búinn að fá göngugrindina og þrumar um allt akandi á henni. Hann er líka duglegur að vera á gólfinu og velta sér um allt. Hann er ekki alveg búinn að ná skriðinu, en það styttist í það með hverjum deginum. Hann er farinn að sitja mjög vel, en þarf þó að vera undir eftirliti við það þar sem hann veltur stundum á trýnið.

Og svona koma nú litlu krakkarnir undan sumri. Sá stóri hefur enn ekki verið myndaður. Frá heimkomu. Stefni á að ná fagurri mynd af öllum þremur fljótlega.

18.8.08

Ekki lengur einmana!

Vinafjöldi á Feisbúkk rauk upp í 60 manns á nó tæm og fer hraðfjölgandi! Hef miklar ranghugmyndir um eigin vinsældir! Eða eins og konan skrifaði einu sinni í skýrslu stjórnar metnaðarlausasta leikfélags á Íslandi (grínlaust og orðrétt): 
"Þetta er svo gott fyrir manns eigins egó!"

Er annars einstæð og tveggja barna í dag. Og þau undur og stórmerki gerðust núna uppúr hádegi að börnin sofa bæði í einu! Ég hef nú bara sjaldan vitað annað eins. 
Það er svona lagað sem verður til þess að fólk kemst á klósettið!

17.8.08

Afköst og ný fíkn

Rannsóknarskip hefir lengi fullyrt að það myndi taka um mánuð að taka til í geymslunni. Móðurskip gekk í málið í dag og tóxt að gera hana sæmilega á um klukkutíma. Er því nokkuð góð með mig og þykist hafa meiri röðunarhæfileika en eiginmaðurinn sem því nemur. Byrjaði líka að reyna að ná af mér offitunni með því að girða framan á mig 8 kílóa barnklumpinn og fara í lanngan göngutúr. Á meðan á öllu þessu stóð gerði Rannsóknarskip eldhúsið alveg dúndurfínt og var í morgun búinn að fara með Freigátunni að hitta Völu vinkonu (og pabbennar.)

Annars er enski boltinn bara byrjaður, Rannsóknarskip bara að byrja í vinnunni á morgun, Smábáturinn líka að koma heim þá og að byrja í sínum skóla í vikunni. Allt að komast í vetrargírinn. Og Móðurskip fær að æfa sig að vera einstæð tveggja barna á daginn þangað til Freigátan fær að byrja í nýja leikskólanum (sem við vitum ekki enn hvenær gerist) og er því með lítið samviskubit yfir 

að hafa hangið á feisbúkk við hvert tækifæri í dag. Er búin að hafa uppá nokkrum týndum útlendingum og á í þessum orðum töluðum 45 vini! Fésbókin er nú meiri tímaþjófurinn. Af því að mann vantaði einmitt meira svoleiðis...

En planið er að vera mikið úti með litlu ormana á morgun og reyna að vera ekki neitt (mikið) á feisbúkk.