Hraðbátur sefur. Ekkert heyrist nema hlátrasköllin í Smábát og Freigátu sem eru á kafi í jútúbinu.
Móðurskipið notaði tækifærið til að ná upp áður óþekktum hraða og afköstum í heimilisstörfin. Þvoði þvott, þurrkaði af, tók til, gekk frá þvotti, tók til, tók til, tók til.
Leit svo yfir verkið og það sér ekki högg á vatni.
Áttaði mig á því að þó ég haldi áfram frá því núna og allt til enda veraldar þá verða heimilisstörfin ALDREI BÚIN!
Er að missa lífsviljann.
Og það eru meira en 4 mánuðir af heimavinni eftir enn.
Sjitt.