Svo eru næturgestir þannig að það verður talsvert margmennt yfir handboltanum í fyrramálið. Í tilefni þess ætla ég að sörvera ammrískar pönnukökur með beikonum, sírópum og öllu tilheyrandi. Íþróttalegt.
Er alveg að missa mig í húsmóðurlegunum.
Þá eru öll börn komin í hús fyrir veturinn. Og Rannsóknarksip farinn að vinna á milljón. Og Móðurskipið farið að velta fyrir sér hvernig hún á að halda geðheilsunni jafnframt því að veraí fullu starfi sem heimavinnandi 3 barna móðir í Heila Viku.