4.3.11

Óskastundin!

Nenni Siggi er í heimsókn.
Samt er alveg tjúllað að gera! En það er sól úti og smá vorfýla og ég ekki að halda einbeitingu við neitt sem er annað en bráðskemmtilegt! Og styrkumsóknir eru frekar boríng. Ég þarfa að þýða allt draslið á ensku... og er ekkert að nenna neinu, sko. Svo fattaði ég að ég gleymdi að hlusta á Óskastundina með Gerði G. Bjarklind í morgun! Og er að því núna. Bjargar deginum alveg. Þetta er besti útvarpsþáttur í veröldinni. Það kemur alltaf eitthvað uppáhalds innan um fullt af forneskju og ömmu-tónlist.

Það er annars bara ekkert að gerast. Eftir að allt gerðist í einu er núna bara svona biðtími. Slatti af yfirvofandi deddlænum... en allt ferlega rólegt og næs.

Nú er til dæmis að renna upp helgi með engu fyrirhuguðu. Engu. Ekki nokkrum sköpuðum hlut. Bara fara með krakkana á róló og mögulega í sund, ef veðrið heldur svona áfram. Mögulegt að maður ætti að fara að hunskast til að henda hlutum, þar eð flutningar eru jú yfirvofandi. 1. júní, í síðasta lagi. Enginn veit hvar við dönsum næstu jól, semsagt.

Megrunin gengur Ömurlega. Missti kílóin 2 sem ég bætti á mig um jólin, og síðan ekki söguna meir. Búin að svelta í 2 mánuði, leikfima og leikfima... og ekkert. Appelsínuhúðin haggast ekki spönn frá... já, né þessi fimm aukakíló sem ég ætlaði að missa fyrir 15 mars. Held að Rannsóknarskipi gangi örugglega betur. Ekkert eftir nema laxerolían ef ég ætla að komast á Bandalagsskólann minn.

Og það er vika í vorjafndægur. Þess vegna fylgir mynd frá vetrarsólstöðum.