Aldrei framar skal ég vanmeta að vera heil heilsu. Heldur skal ég, næst þegar ég vakna þannig, stíga heilbrigðisballett um alla íbúð og syngja hástöfum lofsöng til heilsunnar yfir hafragrautarpottinum. Aldrei eyða mínútu í leti og hang þegar ég verð hausverkslaus eða láta mér horlausri verk úr hendi. Þetta er nefnilega farið að verða ansi þreytandi. Okkur Rannsóknarskipi gengur ekkert að verða hitalaus. Heimilið myglar og við erum bæði farin að fá martraðir yfir öllu sem við erum að dragast aftur úr í skólunum okkar.
Það bjargar okkur frá innrás barnaverndarnefndar að skóli og leikskóli hafa séð um Smábát og Freigátu og nú er sá fyrrnefndi floginn norður yfir heiðar til að vera um helgina. Vonandi text okkur að hafa þetta úr okkur um helgina.
Freigátan var nú eitthvað stúrin á leikskólanum í dag og hefur ekki verið neitt sérstaklega hress. Vaknaði líka klukkan 6 og svona. En mér sýnast augntennur að ofan vera að brjótast niður og þykir líklegt að þær séu sökudólgarnir. Í næstu viku verður hún síðan orðin leikskólastelpa allan daginn, og Móðurskipið vonandi búið að fá heilsu í meðgöngusundið aftur.
Og ég fékk aðganginn í Ugluna áðan. Og heimavinna vikunnar er nú alveg... eiginlega hreint alveg skemmtileg. Velja greinar og greina þær. Fyrir miðvikudag. (Langar í allar í heiminum og er með valkvíða. En er helst að huxa um að grafa eina upp úr einhverjum gömlum Glettingi og svo aðra einhverja meira fræði.) Velja útvarpsþátt til að greina. (Langar í næstum allt á rás 1 og er með valkvíða.) Velja innganga í bókmenntasögubókinni til að rannsaka og "ritstýra" (og langar í næstum allt sem er í boði, of course, en leikritararnir koma vitaskuld mjög sterkir inn.) Og huxanlega velja þýðingafræðgrein til að þýða í þýðingafræði. (Þarf kannski ekki að taka það fram að mig langar í mjöööög margar... en veit ekki ennþá hvernig á að haga vinnu okkar "ritstjóra" í þessum kúrsi, svo kannski þýðum við ekkert.)
Ein nýbreytni hefur gripið um sig síðan ég var í skóla síðast. Nú þarf maður ekki lengur að vera að slást við prentara og gera sér aukaferðir upp í háskóla í tíma og ótíma til að skila verkefnum. Maður setur þau ýmist á einhverja þartilgerða spjallþræði í Ugglunni, eða sendir í meili. Mest hægt að gera úr sófanum, bara.
Og svo er að lesa tvö örskömm leikrit fyrir námskeiðið í leikstjórn sem ég er að fara í og hefst á mánudag.
Og taka frí frá því til að skreppa í Hugleik og hlusta á nokkur nýbökuð og ilmandi leikrit eftir ýmsa, m.a. Benedikt Gröndal, um helgina.
Þetta er alltsaman ákaflega spennandi.
Ef fjárans horið vildi nú bara hypja sig!
7.9.07
6.9.07
Stolt
Freigátan var strax aftur eins og heima hjá sér á leixkólanum. Svo mjög að Móðurskipinu var hent út eftir örskamma stund og sagt að koma aftur um hádegi. Það var nú svolítið erfitt. Hefði eiginlega þurft aðeins meiri aðlögun. Fyrir Móðurskipið. Freigátunni var alveg sama um brotthvarf móðurinnar og var ein og óstudd í leikskólanum fram yfir mat. Á meðan átti Móðurskipið frekar bágt með sig, og var um hádegi búin að öllu sem hún átti að gera fyrir áramót. Ég var búin að hlakka svo til að sjá hvernig henni gengi á leikskólanum. En var einhvern veginn ekkert búin að reikna út að ef gengi vel myndi ég auðvitað ekkert "sjá" það. En ekki skal ég halda því frama að ég hafi öfundað mömmurnar sem þurftu að skilja greyin eftir háskælandi. Þegar ég fór sagði Freigátan: "Já, bæ." Og hélt síðan áfram að segja stelpunni sem hún var að leika við að plastdýrið sem þær væru að leika sér með væri óumdeilanlega api. En svo var auðvitað mikil gleði þegar Móðurskipið birtist aftur, með öndina í hálsinum.
Á morgun ætlar Freigátan síðan að vera algjörlega móðurlaus í leixkólanum alveg fram yfir hvíld. Þá skil ég hana eftir í enn fleiri klukkutíma. Eins gott að vera búinn að finna sér slatta af verkefnum.
En hrós daxins fær hann Tóró af því að það er svo ljómandi að vera með honum í húsráði Hugleix. Kom á Eyjarslóðina í gær og þá var svona líka ljómandi búið að taka til. Og ég vissi ekki einu sinni af því! Ég sé að það verður ekki mikið mál að vera hinn helmingurinn af þessu húsráði.
Á morgun ætlar Freigátan síðan að vera algjörlega móðurlaus í leixkólanum alveg fram yfir hvíld. Þá skil ég hana eftir í enn fleiri klukkutíma. Eins gott að vera búinn að finna sér slatta af verkefnum.
En hrós daxins fær hann Tóró af því að það er svo ljómandi að vera með honum í húsráði Hugleix. Kom á Eyjarslóðina í gær og þá var svona líka ljómandi búið að taka til. Og ég vissi ekki einu sinni af því! Ég sé að það verður ekki mikið mál að vera hinn helmingurinn af þessu húsráði.
5.9.07
Sveiflur
Fyrsti "heili" skóladagurinn gengur í bylgjum á milli alsælu og alheimspirru.
Aðalpirrið er að vera hálflasin og hóstandi eins og fáviti í fyrsta tímanum af öllu.
Alsælan felst fyrst og fremst í því hvað allt sem ég er að fara að læra er yfirmáta spennandi og "hands on". Í dag er ég búin að komast að því að ég er að fara að ritstýra yfirlitsriti um bókmenntasögu í 14 manna hópi og gera tvo útvarpsþætti alveg sjálf! Ekki leiðinlegt.
Pirrið er nú samt ýmislegt. Vegna veikingatruflananna er ég ekki enn búin að sækja aðgangsorðið mitt í "ugluna" en það er það bráðnauðsynlegasta sem maður þarf að hafa. Núna nær líka röðin í Nemendaskrá hálfa leið upp í Breiðholt þegar maður gáir þangað, svo ég hef aldrei haft tíma til að hanga þar nógu lengi til að komast að. Og á meðan liggur heimavinnan fyrir næstu viku í risastórum haugum inni á uglunni og úldnar!
Er samt haldin ákveðinni alsælu yfir tilvist Nemendaskrár, þar sem adminstrasjón martröðin í Frakklandi er mér enn í mjög fersku minni. Hér er þó allavega bara ein röð við eina skrifstofu sem maður veit að getur leyst öll manns vandamál. Í Paul Valery voru nokkrar byggingar af skrifstofum, raðir fyrir utan þær allar, og enginn vissi hvað nein önnur gerði eða hvað hún ætti að gera við útlendinga.
Síðan elska ég nemendaskrá, þó ég þurfi að koma á morgun og bíða í röðinni allan tímann sem ég mögulega má skilja Freigátuna eftir á leikskólanum.
Ég hélt ég væri að fara í tíma mest á kunnugum slóðum. En, nei, ég er búin að kanna ýmsar kjallaraholur og hanabjálka sem ég vissi ekki að væru til. Eftir að hafa fundið fjarkennslustofuna sem er í dýflissunni á Odda og sit núna uppi undir rjáfri í Árnagarði, sé ég að það er líklega góð ástæða fyrir því að það er ekki hægt að komast hálft hænufet um svæðið fyrir f*** byggingaframkvæmdum.
Þess vegna var það að þegar ég ætlaði að skjótast í hálftíma pásu á milli tíma og gá upp á von og óvon hvernig röðinni liði, þá þurfti ég að fara þvílíka fjallabaxleið til að komast frá Odda í Aðalbygginguna að þegar þangað var komið var ekki tími nema til að berjast til baka, fjallabaxleið, í Árnagarð. Í rigningunni. Með kvefið. (Bætir nokkuð úr skák að Árnagarður hefur öðlast nýjan og heimilislegan ljóma í huga mér. Bara út af nafninu.)
Hingað komin er ég síðan bara að skrifa þessa ógurlegu færslu. Vona að Alheimurinn gefi að ég þurfi ekki oft að hlaupa út til í hóstakasti úr þessum tíma, þar sem ég hef tryggt mér sæti aftast úti í horni. Hélt ég yrði ein af þessum sem sætu alltaf fremst og væru áhugasamastar. En hér er allt fullt af kellingum sem flestar eru mun meira miðaldra en ég. Ég er því að upplifa mig sem unga rebelinn sem situr úti í horni og þekkir engann. Í næstu viku mæti ég í goth-gallanum.
Jæja, nú er ég að fara að læra að ritstýra fræðilegum skrifum í tætlur!
PS: Athugasemd í pásu: Þetta verður kúrsinn sem drepur hrossið*. Og mikið eru nú margir leiðinlegir í kýrhausnum.
*Einhvern tíma setti ég fram kenningu um að góð bókmenntafræði væri fyrst og fremst þeim eiginleikum búin að hún væri svo leiðinleg að hún gæti drepið hest. Þessi kenning hefur ekki enn verið hrakin. Og því síður sönnuð.
PPS: Fyrstu tímar í öllu eru búnir. Í tveimur kúrsum er búið að hóta gífurlegu vinnuálagi og lofa að ekki munu allir "halda út". Í hinum tveimur var engu hótað, í svo mörgum orðum, en af vinuplani er ljóst að vinnuálag verður heldur meira en í hinum. (Öðruvísi minnir mig að mér hafi nú áður brugðið, ef ég man rétt.) Og auk þessara mögnuðu miðvikudaga í öllu, þá verða líka laugardagar nokkuð umsetnir fram að áramótum. Og ég hef ekki grun um hvernig ég á að þykjast komast yfir heimanám vikunnar ásam samlestrum hjá Hugleik og aðlöguninni á leixkólann.
Jeij! Þetta er nú kunnugleg og spennandi tilfinning. Verst að í gamla daga hefði maður brugðist við svipaðri aðstöðu með mögnuðu fylleríi, fimmtudag til sunnudax... Það þarf eitthvað að aðlaga skipulagið að óléttum og fjölskyldulífi.
Með aldrinum hefur mér líka græðst nokkuð merkilegt. Metnaður.
Ég hef huxað mér að taka þetta alltsaman í nefið og fá tíu í öllu! Jafnvel ellefu!
Aðalpirrið er að vera hálflasin og hóstandi eins og fáviti í fyrsta tímanum af öllu.
Alsælan felst fyrst og fremst í því hvað allt sem ég er að fara að læra er yfirmáta spennandi og "hands on". Í dag er ég búin að komast að því að ég er að fara að ritstýra yfirlitsriti um bókmenntasögu í 14 manna hópi og gera tvo útvarpsþætti alveg sjálf! Ekki leiðinlegt.
Pirrið er nú samt ýmislegt. Vegna veikingatruflananna er ég ekki enn búin að sækja aðgangsorðið mitt í "ugluna" en það er það bráðnauðsynlegasta sem maður þarf að hafa. Núna nær líka röðin í Nemendaskrá hálfa leið upp í Breiðholt þegar maður gáir þangað, svo ég hef aldrei haft tíma til að hanga þar nógu lengi til að komast að. Og á meðan liggur heimavinnan fyrir næstu viku í risastórum haugum inni á uglunni og úldnar!
Er samt haldin ákveðinni alsælu yfir tilvist Nemendaskrár, þar sem adminstrasjón martröðin í Frakklandi er mér enn í mjög fersku minni. Hér er þó allavega bara ein röð við eina skrifstofu sem maður veit að getur leyst öll manns vandamál. Í Paul Valery voru nokkrar byggingar af skrifstofum, raðir fyrir utan þær allar, og enginn vissi hvað nein önnur gerði eða hvað hún ætti að gera við útlendinga.
Síðan elska ég nemendaskrá, þó ég þurfi að koma á morgun og bíða í röðinni allan tímann sem ég mögulega má skilja Freigátuna eftir á leikskólanum.
Ég hélt ég væri að fara í tíma mest á kunnugum slóðum. En, nei, ég er búin að kanna ýmsar kjallaraholur og hanabjálka sem ég vissi ekki að væru til. Eftir að hafa fundið fjarkennslustofuna sem er í dýflissunni á Odda og sit núna uppi undir rjáfri í Árnagarði, sé ég að það er líklega góð ástæða fyrir því að það er ekki hægt að komast hálft hænufet um svæðið fyrir f*** byggingaframkvæmdum.
Þess vegna var það að þegar ég ætlaði að skjótast í hálftíma pásu á milli tíma og gá upp á von og óvon hvernig röðinni liði, þá þurfti ég að fara þvílíka fjallabaxleið til að komast frá Odda í Aðalbygginguna að þegar þangað var komið var ekki tími nema til að berjast til baka, fjallabaxleið, í Árnagarð. Í rigningunni. Með kvefið. (Bætir nokkuð úr skák að Árnagarður hefur öðlast nýjan og heimilislegan ljóma í huga mér. Bara út af nafninu.)
Hingað komin er ég síðan bara að skrifa þessa ógurlegu færslu. Vona að Alheimurinn gefi að ég þurfi ekki oft að hlaupa út til í hóstakasti úr þessum tíma, þar sem ég hef tryggt mér sæti aftast úti í horni. Hélt ég yrði ein af þessum sem sætu alltaf fremst og væru áhugasamastar. En hér er allt fullt af kellingum sem flestar eru mun meira miðaldra en ég. Ég er því að upplifa mig sem unga rebelinn sem situr úti í horni og þekkir engann. Í næstu viku mæti ég í goth-gallanum.
Jæja, nú er ég að fara að læra að ritstýra fræðilegum skrifum í tætlur!
PS: Athugasemd í pásu: Þetta verður kúrsinn sem drepur hrossið*. Og mikið eru nú margir leiðinlegir í kýrhausnum.
*Einhvern tíma setti ég fram kenningu um að góð bókmenntafræði væri fyrst og fremst þeim eiginleikum búin að hún væri svo leiðinleg að hún gæti drepið hest. Þessi kenning hefur ekki enn verið hrakin. Og því síður sönnuð.
PPS: Fyrstu tímar í öllu eru búnir. Í tveimur kúrsum er búið að hóta gífurlegu vinnuálagi og lofa að ekki munu allir "halda út". Í hinum tveimur var engu hótað, í svo mörgum orðum, en af vinuplani er ljóst að vinnuálag verður heldur meira en í hinum. (Öðruvísi minnir mig að mér hafi nú áður brugðið, ef ég man rétt.) Og auk þessara mögnuðu miðvikudaga í öllu, þá verða líka laugardagar nokkuð umsetnir fram að áramótum. Og ég hef ekki grun um hvernig ég á að þykjast komast yfir heimanám vikunnar ásam samlestrum hjá Hugleik og aðlöguninni á leixkólann.
Jeij! Þetta er nú kunnugleg og spennandi tilfinning. Verst að í gamla daga hefði maður brugðist við svipaðri aðstöðu með mögnuðu fylleríi, fimmtudag til sunnudax... Það þarf eitthvað að aðlaga skipulagið að óléttum og fjölskyldulífi.
Með aldrinum hefur mér líka græðst nokkuð merkilegt. Metnaður.
Ég hef huxað mér að taka þetta alltsaman í nefið og fá tíu í öllu! Jafnvel ellefu!
4.9.07
Þetta var nú óvænt
Ég var eiginlega búin að undirbúa mig undir að verða einhversstaðar í kringum langömmualdurinn miðað við krakkana í bekknum mínum. Og væri huxanlega afar slæmt fordæmi fyrir allar saklausu yngismeyjarnar að vera þarna bandólétt.
En ég er í yngri kantinum og er ekki einu sinni óléttust í bekknum!
Snilld.
En enginn veit alminilega hvað ritstjórnarnemar eiga að gera í þýðingafræði. Ætli við byrjum ekki bara á að ritstýra því...
Og eitt enn. Er Helgi Róbert Jesús?
En ég er í yngri kantinum og er ekki einu sinni óléttust í bekknum!
Snilld.
En enginn veit alminilega hvað ritstjórnarnemar eiga að gera í þýðingafræði. Ætli við byrjum ekki bara á að ritstýra því...
Og eitt enn. Er Helgi Róbert Jesús?
Skóli!
Hvað sem hori, roki og öjmingjaskap líður, þá skal ég í skólann í dag. Ég bara verð að vita hvort fagið þýðingafræði er ekki örugglega jafn mannskemmandi fræðilegt og tyrfið og ég held. Reyndar hef ég nokkurn veginn þær væntingar um allt sem ég er að taka. En ætla engu að síður að hafa gagn og gaman af. Ég er búin að komast að því að ég er námsnörd. Það er minnst kúl tegund nördismans. Ég fæ mikið út úr því að læra eitthvað sem ekki hefur nema mjög lauslega tengingu við raunveruleikann, ef maður virkilega vill sjá hana. Í leiðinni í þýðingafræðina ætla ég að koma við í bóksölunni. Loxinxs! og kaupa allar þykku og þungu skólabækurnar mínar.
Fárveika Rannsóknarskipið er að reyna að fá hina mikið hressari í dag Freigátu til að leggja sig. Mér heyrist það ekki ganga vel. Best að fara og hjálpa til. Við mæðgur erum hitalausar, en hóstum mikið og ætlum ekki á leikskólann fyrr en á fimmdudag í fyrsta lagi. Rannsóknarskip er í slipp um óákveðinn tíma. Smábátur er hinn hressasti og passar sig að koma helst ekki nálægt okkur.
Fárveika Rannsóknarskipið er að reyna að fá hina mikið hressari í dag Freigátu til að leggja sig. Mér heyrist það ekki ganga vel. Best að fara og hjálpa til. Við mæðgur erum hitalausar, en hóstum mikið og ætlum ekki á leikskólann fyrr en á fimmdudag í fyrsta lagi. Rannsóknarskip er í slipp um óákveðinn tíma. Smábátur er hinn hressasti og passar sig að koma helst ekki nálægt okkur.
3.9.07
Sóttkví
Húsbóndinn var sendur heim úr skólanum með þau skilaboð frá skólahjúkkunni að það væru að ganga streptókokkar í leixkólum og pantaður hefur verið tími hjá lækni fyrir 3/4 af fjölskyldunni síðdegis. Smábátur hefur vit á að halda sig sem mest utan sóttkvíar, enda hefur það sennilega orðið honum til bjargar. Við hin höngum bara hér í hrúgu. Við Freigáta enn með hita og hömumst við að hósta upp viðbjæði og Rannsóknarskip er á hraðri niðurleið.
Alllmáttugur má vita hvenær einhver kemst aftur í skólann sinn. Svo ekki sé nú minnst á bumbusund! Og almenningur ætti að forðast heimilið með öllum ráðum í bili.
Vona bara að við fáum pillur og fullt af þeim svo allir spretti upp eins og stálfjaðrir í síðasta lagi í vikulokin.
ps: Læknirinn fann engan streptókokk. Sagði fjölskylduna vera með vírus. Semsagt, engar galdrapillur. Allir eiga að passa sig að borða hvorki né drekka neitt kalt (og Móðurskipið skammast sín, er búin að vera að drekka soldið ísvatn) Rannsóknarskip má éta íbúfen eins og hann getur í sig troðið. Móðurskipið má það ekki. Freigátan má halda áfram að fá stíla á nóttunni. Sem hún verður nú ekki sérlega hamingjusöm að heyra. Svo var farið í apótek og keyptar birgðir af hálstöflum, hóstasaft og allskyns. Móðurskipið fór líka, illa lyktandi með hor, í Nóatún og raxt þar nottla ekki á neitt nema frægt fólk, Þjóðleikhússtjóra, Pál Óskar og mar veit ekki hvað né hvað.
Vér segjum farir vorar ósléttar.
Alllmáttugur má vita hvenær einhver kemst aftur í skólann sinn. Svo ekki sé nú minnst á bumbusund! Og almenningur ætti að forðast heimilið með öllum ráðum í bili.
Vona bara að við fáum pillur og fullt af þeim svo allir spretti upp eins og stálfjaðrir í síðasta lagi í vikulokin.
ps: Læknirinn fann engan streptókokk. Sagði fjölskylduna vera með vírus. Semsagt, engar galdrapillur. Allir eiga að passa sig að borða hvorki né drekka neitt kalt (og Móðurskipið skammast sín, er búin að vera að drekka soldið ísvatn) Rannsóknarskip má éta íbúfen eins og hann getur í sig troðið. Móðurskipið má það ekki. Freigátan má halda áfram að fá stíla á nóttunni. Sem hún verður nú ekki sérlega hamingjusöm að heyra. Svo var farið í apótek og keyptar birgðir af hálstöflum, hóstasaft og allskyns. Móðurskipið fór líka, illa lyktandi með hor, í Nóatún og raxt þar nottla ekki á neitt nema frægt fólk, Þjóðleikhússtjóra, Pál Óskar og mar veit ekki hvað né hvað.
Vér segjum farir vorar ósléttar.
2.9.07
Mikið djöfull svakalega
er erfitt að þegja í heilan dag. Allavega fyrir mig. Ég þurfti að einangra mig inni í herbergi til að deyja ekki úr pirru yfir að geta ekki gefið mínar venjulegu fyrirskipanir í heimilislífinu. Við Freigáta erum að glíma við, vonandi, lokaþátt þessarar spennandi flensu, ógeðsígerð í hálsi. Ég er farin að halda að við höfum fengið hálsvírusinn hennar Báru, án þess að hafa nokkuð hitt hana á meðan hún var með hann, en hún gæti kannski hafa skilið eftir afleggjara á Egilsstöðum. Ég er allavega farin að taka pínu íbúfen, af því að henni var sagt að gera það viððessu. En það má víst bara vera pínu þar sem Ofurlítil Duggan hefur víst ekki mjög gott af því. Fáránlegur hönnunargalli að við óléttu skuli ónæmiskerfið slökkva á sér þannig að að verða fyrir flensu verði svipuð reynsla og að verða fyrir flugvél. Og á sama tíma og maður væri til í að sturta í sig heilu apótekunum inn um öll líkamsop til að líða skár, má það auðvitað ekki.
Rannsóknarskip heldur að hann sé að sleppast. En hann er í ástandi til að grípa til ráðstafana eins og að fara í sjóðbrennandi heitt bað með baneitrað skoskt eðalviskí með sér. Og á milli þess sem ég hef verið að hella andhóstunardópi í Freigátuna svo hún geti sofið, varð þýska sunnudaxmyndin í sjónvarpinu bara nokkuð áhugaverð... Nei nú er ég búin að éta yfir mig á íbúfeninu.
Rannsóknarskip heldur að hann sé að sleppast. En hann er í ástandi til að grípa til ráðstafana eins og að fara í sjóðbrennandi heitt bað með baneitrað skoskt eðalviskí með sér. Og á milli þess sem ég hef verið að hella andhóstunardópi í Freigátuna svo hún geti sofið, varð þýska sunnudaxmyndin í sjónvarpinu bara nokkuð áhugaverð... Nei nú er ég búin að éta yfir mig á íbúfeninu.
Sijitt
Okkur reyndist ekki vera að batna, heldur versna. Freigátan gubbaði út um allt í gærkvöldi og enginn svaf mikið í nótt. Ég er með hálsbólgu dauðans og það heyrist ekki neitt í mér, auk grænasta og þykkasta hors sem ég hef nokkurn tíma upplifað.
Ég sé ekki að neinn af þessu heimili sé að fara í aðlögun á leixkólann á morgun og líklega verður Smábáti og félögum úthýst, einn dag enn. (Enda, ef það verður sól og gott veður finnst þeim lítið fútt í að vera hér. Ég hendi þeim alltaf út í góða veðrið með harðri hendi. Eins og ég þoldi ekki þegar var gert við mig þegar ég var á þeirra aldri.)
Semsagt, dauði og drepsóttir. En einhvern veginn þurfum við Freigáta að reyna að verða sjálfbjarga fyrir morgundaginn.
Ég sé ekki að neinn af þessu heimili sé að fara í aðlögun á leixkólann á morgun og líklega verður Smábáti og félögum úthýst, einn dag enn. (Enda, ef það verður sól og gott veður finnst þeim lítið fútt í að vera hér. Ég hendi þeim alltaf út í góða veðrið með harðri hendi. Eins og ég þoldi ekki þegar var gert við mig þegar ég var á þeirra aldri.)
Semsagt, dauði og drepsóttir. En einhvern veginn þurfum við Freigáta að reyna að verða sjálfbjarga fyrir morgundaginn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)