Það er bara eins og hellt sé úr ótal fötum. Úr öllum fötunum bara. Við Nanna fórum með stelpurnar okkar og horfðum á einn ungbarnasundtíma uppi í Mosó. Freigátan tók sig til og fékk sitt fyrsta hræðslukast við fólk á sundkennarann. Það var nú heldur ógáfulegt hjá henni.
Og upp er runnin rigningarhelgi sem er til dæmis ljómandi gott að brúka í að endurskrifa leikrit og hafa pabba sinn í heimsókn. Jeij!
6.9.06
Símtal
"Dríng dríng" heyrist í heimilissímanum. Ég anza.
Ég: Halló.
Síminn: Já góðan dag.
(Ég huxa: Oh. Sölumannsrödd.)
Síminn: Jónas Sen heiti ég.
(Ég huxa: What? Hvað getur nú verið að sýna eftir mig sem er með SVO vondri tónlist að honum finnst ekki nóg að skrifa um það í moggann, heldur þarf hann að hringja í mig persónulega? Fatta svo að það er ekki verið að sýna nokkurn skapaðan hlut eftir mig neinsstaðar og verð enn meira spurningamerki í framan.)
Jónas: Það er út af Róberti Steindóri. Hann verður í píanótímum hjá mér í vetur.
Ég: (Gjörsamlega eins og ekkert sé sjálfsagðara.) Nú, já. (Huxa um leið: KÚL MAÐUR!)
Ðe rest is historí. Smábátur verður með svakalega frægan kennara í vetur Enda ætlar hann að verða snillingur. Jafnvel meiri en hann er. Jeij!
Ég: Halló.
Síminn: Já góðan dag.
(Ég huxa: Oh. Sölumannsrödd.)
Síminn: Jónas Sen heiti ég.
(Ég huxa: What? Hvað getur nú verið að sýna eftir mig sem er með SVO vondri tónlist að honum finnst ekki nóg að skrifa um það í moggann, heldur þarf hann að hringja í mig persónulega? Fatta svo að það er ekki verið að sýna nokkurn skapaðan hlut eftir mig neinsstaðar og verð enn meira spurningamerki í framan.)
Jónas: Það er út af Róberti Steindóri. Hann verður í píanótímum hjá mér í vetur.
Ég: (Gjörsamlega eins og ekkert sé sjálfsagðara.) Nú, já. (Huxa um leið: KÚL MAÐUR!)
Ðe rest is historí. Smábátur verður með svakalega frægan kennara í vetur Enda ætlar hann að verða snillingur. Jafnvel meiri en hann er. Jeij!
Og fyrst við erum farin að jútúba...
...þá er þetta með því skemmtilegra sem ég hef séð. Þar sem ég er kona, þá kann ég samt ekki aðra leið en að setja svona linka til að setja svona á bloggið mitt. Og horfi menn á þessa litlu leiðbeiningamynd, þá skilja menn hvers vegna það er GOTT.
Höfundafundur var haldinn, í formi tesamsætis hjá sjálfri mér, í gærkvöldi. Lesið stöff í næstum þrjá tíma, og ekki sér enn í botn skúffa ýmissa. Ekki veit ég hvar þetta endar eiginlega. En gaman var. Jájá.
Höfundafundur var haldinn, í formi tesamsætis hjá sjálfri mér, í gærkvöldi. Lesið stöff í næstum þrjá tíma, og ekki sér enn í botn skúffa ýmissa. Ekki veit ég hvar þetta endar eiginlega. En gaman var. Jájá.
5.9.06
Magni
er mikil dúlla. En nú held ég að hann ætti að fara að koma heim. Ekki þarfyrir að það er örugglega fínt að vera í hljónst með Jasoni og Gilbí, en heldur vildi ég nú éta táfýlusokkana mína á hverju kvöldi en að þurfa að umgangast Tommy Lee að staðaldri. En, sem betur fer huxa ég að keppnin standi nú aðallega á milli Lúkasar og Dilönu, og ef það klikkar að hlýtur Magni nú að hafa vit á að vera ekkert að vanda sig neitt geðveikt í úrslitaþættinum.
Annars sperrtust nú soldið á mér eyrun þegar hann sagði að Creep og Smells like teen spirit væru "anþem" eða einkennissöngvar sinnar kynslóðar. Ég hélt nebblega að þetta væru einkennislög minnar kynslóðar. Ég var allavega í menntaskóla í grönginu miðju, með tilheyrandi sjálfsmorðum og exitensíal angst. Getur verið að við Magni litli séum af sömu kynslóð? Þá getur mar nú montað sig... En ég hélt að hann væri af kynslóð litlabróður. Er það kannski sama kynslóðin, mjúsikk-væs?
Það er annars ekkert mikið að gerast. Freigátan heldur áfram að reyna að standa upp og læra að tala. Og það er höfundafundur hjá mér í kvöld.
Annars sperrtust nú soldið á mér eyrun þegar hann sagði að Creep og Smells like teen spirit væru "anþem" eða einkennissöngvar sinnar kynslóðar. Ég hélt nebblega að þetta væru einkennislög minnar kynslóðar. Ég var allavega í menntaskóla í grönginu miðju, með tilheyrandi sjálfsmorðum og exitensíal angst. Getur verið að við Magni litli séum af sömu kynslóð? Þá getur mar nú montað sig... En ég hélt að hann væri af kynslóð litlabróður. Er það kannski sama kynslóðin, mjúsikk-væs?
Það er annars ekkert mikið að gerast. Freigátan heldur áfram að reyna að standa upp og læra að tala. Og það er höfundafundur hjá mér í kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)