horfði ég á mynd sem heitir Southland Tales.
Í kvöld sá ég lokasýningu á Óhappi eftir Bjarna Jónsson í Þjóðleikhúsinu.
Það er blanda sem gerir mann ógurlega eitthvað... samtimalega firrtan.
Við erum á leið
til andskotans...
12.1.08
Uhu
36 vikur og allt í einu er allt alveg ógurlega erfitt. Fyrir örfáum vikum var ég að rúlla upp öllu í skólanum og haug af heimilisverkum og misveikri fjölskyldu á daglegum basís án þess að blása úr nös.
Hérna megin jóla á ég svakalega bágt, finn allsstaðar til, get ekkert, finnst ég aldrei geta hvílt mig nóg og bjúgurinn hleðst á mig eins og... mý á mykjuskán. Og ég er ekki einu sinni farin að þurfa að gera neitt fyrir skólann að ráði.
EIns ágætt að það er ekkert svakalega langt eftir... gæti reyndar verið alveg 6 vikur, ef við reiknum með gangsetningu og degi til. Sem er líklega öruggast.
Hérna megin jóla á ég svakalega bágt, finn allsstaðar til, get ekkert, finnst ég aldrei geta hvílt mig nóg og bjúgurinn hleðst á mig eins og... mý á mykjuskán. Og ég er ekki einu sinni farin að þurfa að gera neitt fyrir skólann að ráði.
EIns ágætt að það er ekkert svakalega langt eftir... gæti reyndar verið alveg 6 vikur, ef við reiknum með gangsetningu og degi til. Sem er líklega öruggast.
11.1.08
Fastir liðir
Þá höfum við endurheimt Smábátinn og sent hann í skólann. Fengum líka aðeins að sjá Ingu ömmu og Óla afa í gær, en þau voru voða sybbinm öll í amerískju svefntímarugli. Þau gáfu okkur nammi og allskyns og við gáfum þeim kaffi, sem dugði ekki til.
Freigátan er hins vegar heima með smá hor í dag og viðo sitjum bara og horfum á Stubbana og borðum Mentos úr tollinum. Rannsóknarskip kemur heim eftir hádegi svo ég komist í gífurlega þarft bumbusund þar sem ég er öll eitthvað af mér gengin þessa dagana. Það má því segja að allt sé komið í fastar skorður.
Bloggið er dautt og internetið er bóla. Ég ætla samt að hrósa nokkrum á linkalistanum mínum sem eru duglegir þessa dagana.
Hann Júllijúl bloggar ýmist í ökkla eða eyra, og þessa dagana er hann alveg óstöðvandi. Svo er ég búin að setja nýjan link á Þráinn, sem er kominn með nýtt blogg og er nokkuð iðinn við kolann. Eló mágkona er líka búin að vera svakalega dugleg í vetur og gaman að lesa hana. Og svo er Nonni mágur að blogga af ferðum þeirra hjóna um Suður-Ameríku og einhverntíma bráðlega verður þeirra för heitið til Afríku, svo það getur alveg verið gaman að skoða þau.
Annars verð ég að passa mig svakalega á að sitja ekki of lengi yfir tölvunni, þessa dagana, eða á að vera í sömu stellingunni lengi, yfirhöfuð. Ég hef eitthvað verið með of mikla kryppu, aðallega vinstra megin, og rifin þar eru öll komin í flækju og hönk. Svo ég þarf að vera dugleg að teygja mig í tíma og ótíma, mæta í jóga og sund og teygja mig meira. Og svo er ég í massívri sjúkraþjálfun þessa dagana. Enda eins gott, betra að vera búinn að raða rifjunum aftur í rétta röð áður en að fæðingu kemur.
Svo er víst að bresta á með einhverjum leikhúsferðum. Bekkurinn minn í "Íslensk samtímaleiklist í ljósi leiklistakenninga 20. aldar" stefnir í að verða ofvirkur og ætlar strax á laugardaginn að streyma á lokasýningu á Óhappi í Þjóðleikhúsinu. Svo var víst búið að bjóða Rannsóknarskipinu á Hin konan, eða eitthvað svoleiðis (eða hvort Hin konan var að bjóða honum í leikhús, ég náði þessu ekki alveg) svo við tökum kannski sjómann um hvort fær að fara. Svo er um næstu helgi frumsýning á verkinu Útsýni eftir Júlíu Hannam í Möguleikhúsinu (semsagt, Hugleikur sýnir) og ég er að reyna að múta Rannsóknarskipi með því að hann fái að fara á Jólafund Hugleix í kvöld en ég fái frumsýninguna. Svo heyrsit mér stefna í ritræpukeppni um hvort fær að fara á höfundafund á sunnudag. (Fleiri útprentaðar blaðsíður af ólesnu vinnur. Ég er algjörlega sigurviss. Á fleiri ára skúffubirgðir og tel mig ósigrandi í þessu efni, þó svo að Rannsóknarskip sé að hamast við að Ortona mig fram og aftur.)
Þanngi er það nú, best að vinna eitthvað gott sjónvarpslím fyrir Freigátuna svo ég geti haldið áfram að taka til í skápnum mínum. Er þegar komin með einn ruslapoka í Hjálpræðisherinn og annan í ruslið!
Freigátan er hins vegar heima með smá hor í dag og viðo sitjum bara og horfum á Stubbana og borðum Mentos úr tollinum. Rannsóknarskip kemur heim eftir hádegi svo ég komist í gífurlega þarft bumbusund þar sem ég er öll eitthvað af mér gengin þessa dagana. Það má því segja að allt sé komið í fastar skorður.
Bloggið er dautt og internetið er bóla. Ég ætla samt að hrósa nokkrum á linkalistanum mínum sem eru duglegir þessa dagana.
Hann Júllijúl bloggar ýmist í ökkla eða eyra, og þessa dagana er hann alveg óstöðvandi. Svo er ég búin að setja nýjan link á Þráinn, sem er kominn með nýtt blogg og er nokkuð iðinn við kolann. Eló mágkona er líka búin að vera svakalega dugleg í vetur og gaman að lesa hana. Og svo er Nonni mágur að blogga af ferðum þeirra hjóna um Suður-Ameríku og einhverntíma bráðlega verður þeirra för heitið til Afríku, svo það getur alveg verið gaman að skoða þau.
Annars verð ég að passa mig svakalega á að sitja ekki of lengi yfir tölvunni, þessa dagana, eða á að vera í sömu stellingunni lengi, yfirhöfuð. Ég hef eitthvað verið með of mikla kryppu, aðallega vinstra megin, og rifin þar eru öll komin í flækju og hönk. Svo ég þarf að vera dugleg að teygja mig í tíma og ótíma, mæta í jóga og sund og teygja mig meira. Og svo er ég í massívri sjúkraþjálfun þessa dagana. Enda eins gott, betra að vera búinn að raða rifjunum aftur í rétta röð áður en að fæðingu kemur.
Svo er víst að bresta á með einhverjum leikhúsferðum. Bekkurinn minn í "Íslensk samtímaleiklist í ljósi leiklistakenninga 20. aldar" stefnir í að verða ofvirkur og ætlar strax á laugardaginn að streyma á lokasýningu á Óhappi í Þjóðleikhúsinu. Svo var víst búið að bjóða Rannsóknarskipinu á Hin konan, eða eitthvað svoleiðis (eða hvort Hin konan var að bjóða honum í leikhús, ég náði þessu ekki alveg) svo við tökum kannski sjómann um hvort fær að fara. Svo er um næstu helgi frumsýning á verkinu Útsýni eftir Júlíu Hannam í Möguleikhúsinu (semsagt, Hugleikur sýnir) og ég er að reyna að múta Rannsóknarskipi með því að hann fái að fara á Jólafund Hugleix í kvöld en ég fái frumsýninguna. Svo heyrsit mér stefna í ritræpukeppni um hvort fær að fara á höfundafund á sunnudag. (Fleiri útprentaðar blaðsíður af ólesnu vinnur. Ég er algjörlega sigurviss. Á fleiri ára skúffubirgðir og tel mig ósigrandi í þessu efni, þó svo að Rannsóknarskip sé að hamast við að Ortona mig fram og aftur.)
Þanngi er það nú, best að vinna eitthvað gott sjónvarpslím fyrir Freigátuna svo ég geti haldið áfram að taka til í skápnum mínum. Er þegar komin með einn ruslapoka í Hjálpræðisherinn og annan í ruslið!
10.1.08
Hlaupkunargeymsla?
Mér verður oft starsýnt á litlu fötin sem ég er að þvo. Málið er að mér finnst ég vera nýbúin að ganga frá þeim. Og þegar Freigátan passaði í sum þeirra var hún ekki einu sinni neitt alveg nýfædd lengur. En þau eru öll svo líííítil! Geta föt hlaupið í geymslum?
Á hinn bóginn, ég þarf víst að fæða það sem á að passa í þessi föt.
Miðað við það eru þau kannski ekkert svo lítil...
Ókei. Anda. Og endurtaka 800 sinnum í röð:
Það hlýtur að verða skárra en síðast...
Á hinn bóginn, ég þarf víst að fæða það sem á að passa í þessi föt.
Miðað við það eru þau kannski ekkert svo lítil...
Ókei. Anda. Og endurtaka 800 sinnum í röð:
Það hlýtur að verða skárra en síðast...
Skóli!
Jæja, þá er fyrsti skóladagurinn upp runninn og það sem fyrir liggur í dag er að kanna tvo kúrsa af þremur sem ég ætla að reyna að klára á þessari önn. Samtals 12 og hálf eining, þykir ekki sérlega merkilegt í meðalári, en kannski slatti á önn barnsburðar. En 20 einingarnar sem ég tók í nefið á síðustu önn (reyndar með 7 í ritstjórn og hræðileg skrif, sem er nú næstum bastarður) gerðu mér upp hugrekki.
Fyrstu góðu fréttirnar í dag eru þær að með opnun hins ömurlega háskólatorx er búið að opna aftur Alexanderstíginn, svo nú getur maður labbað nokkuð beint á milli bygginga aftur. Sem er eins gott. Ég er mjög hægfara í dag og þyrfti annars mikkklu meira en 10 mínútur til að ferðast á milli Árnagarðs og Aðalbyggingar. En það þarf ég að gera á eftir.
Aðrar skemmtilegar fréttir eru þær að nú er ég búin með öll skyldunámskeið svo að á þessari önn er ég bara að leika mér. Núna er að byrja Adaptations í enskudeild hjá Martin Regal og svo á eftir er það hið bráðspennandi námskeið: Íslensk nútímaleiklist í ljósi leiklistarkenninga 20. aldar. Nokkuð sem flestum finnst vafalaust hljóma minna spennandi en mér. Og svo er eitt stubbnámskeið um David Mamet. Líka í enskudeild hjá Regal. En það verður ekki fyrr en á miðvikudaginn.
---
Jahér. Hann Martin Regal er næstum orðinn alveg bandsköllóttur. Það er greinilega langt síðan ég var síðast í háskóla...
---
Ókeiókei. Hef fyrirgefið háskólatorgi tilvist sína. Regal talaði hratt og hleypti okkur snemma út. Svo staðsetning háskólatorgs var þar með orðin snilld. Akkúrat í leiðinni. Svo ég gat rölt mér inn í Bóksöluna og keypt bækur annarinnar. Sem reyndust bara vera tvær. Og það var ekki einu sinni röð að ráði í Bóksölunni. (Huxanlega vegna þess að allir eru ennþá að leita að henni.) Háskólatorg inniheldur líka hina stórkostlegu kaffiteríu Hámu. Óstjórnlega girnilegur matur og svakalega rúmgóður salur þar sem maður getur Hámað í sig algjörlega án þess að reka olnbogana í fimm manns í kringum sig. Sem er nýnæmi í kaffistofum þessarar stofnunar. Og hentar vel fólki með mitt núverandi vaxtarlag.
Hér eru líka... allir, virðist vera. Og hrægammarnir hafa fundið það út. Við borð fyrir framan Bóksöluna stendur fólk og pínir upplýsingar um námsmannaþjónustu Kaupþings uppá fólk. Þegar ég var á leiðinni út aftur voru nokkrir æstir viðskiptafræðinemar búnir að króa sölumennina af og voru að segja þeim til syndanna með hversu mikil svik og prettir þessi "námsmannaþjónusta" væri nú. Töluðu um prósentur og vexti og "rippoff". Mér var skemmt.
En, ef einhver geðsjúklingur ætlar að erlendri fyrirmynd að koma og skjóta eins marga og hann kemst yfir, þá er þetta algjörlega staðurinn. Bara fyrir innan dyrnar næði maður öllum Hámugestum, viðskiptavinum Bóksölunnar og röðinni fyrir framan Afgreiðsluboðið Ógurlega með nemendaskrá og öllu hinu. (Sem hefur heldur lengst síðan um daginn.) Og sölumönnum Kaupþinx.
Þá er að finna stofu 225 í Aðalbyggingunni. Ef þetta er stofa 11 í enn einu dulargervinu... verð ég bara ekkert hissa. En frekar pirruð.
---
Hef aldrei áður notað lyftuna í Aðalbyggingunni. Hún er sennilega eldri en húsið og það er guðfræðilykt í henni.
---
Neibb, þetta er fyrrverandi stofa 7. Og stólarnir hér hafa meiraðsegja skánað!
---
Sof. En hvað mér leiðist svona endaleysuumræða eins og "hvað er leiklist".
Hrjót og leiðst. En þetta er óskaplega kjaftaglaður bekkur sem nennir ótrúlega mikið að taka þátt í þessu.
Og eftir að hafa horft á heimildamyndina með Stephen Fry um daginn finnast mér allir vera bæpólar.
Þessi Trausti er bæði yngri og minna skeggjaður en ég hélt.
---
Einn leikhúsfrömuður í bekknum heldur að erfitt gæti orðið að finna 4-6 frumsamin íslensk verk til að sjá á önninni. Ég veit nú um leikhús sem kemur líklega til með að gera annað eins á einu kvöldi. Huxanlega tvisvar.
Fyrstu góðu fréttirnar í dag eru þær að með opnun hins ömurlega háskólatorx er búið að opna aftur Alexanderstíginn, svo nú getur maður labbað nokkuð beint á milli bygginga aftur. Sem er eins gott. Ég er mjög hægfara í dag og þyrfti annars mikkklu meira en 10 mínútur til að ferðast á milli Árnagarðs og Aðalbyggingar. En það þarf ég að gera á eftir.
Aðrar skemmtilegar fréttir eru þær að nú er ég búin með öll skyldunámskeið svo að á þessari önn er ég bara að leika mér. Núna er að byrja Adaptations í enskudeild hjá Martin Regal og svo á eftir er það hið bráðspennandi námskeið: Íslensk nútímaleiklist í ljósi leiklistarkenninga 20. aldar. Nokkuð sem flestum finnst vafalaust hljóma minna spennandi en mér. Og svo er eitt stubbnámskeið um David Mamet. Líka í enskudeild hjá Regal. En það verður ekki fyrr en á miðvikudaginn.
---
Jahér. Hann Martin Regal er næstum orðinn alveg bandsköllóttur. Það er greinilega langt síðan ég var síðast í háskóla...
---
Ókeiókei. Hef fyrirgefið háskólatorgi tilvist sína. Regal talaði hratt og hleypti okkur snemma út. Svo staðsetning háskólatorgs var þar með orðin snilld. Akkúrat í leiðinni. Svo ég gat rölt mér inn í Bóksöluna og keypt bækur annarinnar. Sem reyndust bara vera tvær. Og það var ekki einu sinni röð að ráði í Bóksölunni. (Huxanlega vegna þess að allir eru ennþá að leita að henni.) Háskólatorg inniheldur líka hina stórkostlegu kaffiteríu Hámu. Óstjórnlega girnilegur matur og svakalega rúmgóður salur þar sem maður getur Hámað í sig algjörlega án þess að reka olnbogana í fimm manns í kringum sig. Sem er nýnæmi í kaffistofum þessarar stofnunar. Og hentar vel fólki með mitt núverandi vaxtarlag.
Hér eru líka... allir, virðist vera. Og hrægammarnir hafa fundið það út. Við borð fyrir framan Bóksöluna stendur fólk og pínir upplýsingar um námsmannaþjónustu Kaupþings uppá fólk. Þegar ég var á leiðinni út aftur voru nokkrir æstir viðskiptafræðinemar búnir að króa sölumennina af og voru að segja þeim til syndanna með hversu mikil svik og prettir þessi "námsmannaþjónusta" væri nú. Töluðu um prósentur og vexti og "rippoff". Mér var skemmt.
En, ef einhver geðsjúklingur ætlar að erlendri fyrirmynd að koma og skjóta eins marga og hann kemst yfir, þá er þetta algjörlega staðurinn. Bara fyrir innan dyrnar næði maður öllum Hámugestum, viðskiptavinum Bóksölunnar og röðinni fyrir framan Afgreiðsluboðið Ógurlega með nemendaskrá og öllu hinu. (Sem hefur heldur lengst síðan um daginn.) Og sölumönnum Kaupþinx.
Þá er að finna stofu 225 í Aðalbyggingunni. Ef þetta er stofa 11 í enn einu dulargervinu... verð ég bara ekkert hissa. En frekar pirruð.
---
Hef aldrei áður notað lyftuna í Aðalbyggingunni. Hún er sennilega eldri en húsið og það er guðfræðilykt í henni.
---
Neibb, þetta er fyrrverandi stofa 7. Og stólarnir hér hafa meiraðsegja skánað!
---
Sof. En hvað mér leiðist svona endaleysuumræða eins og "hvað er leiklist".
Hrjót og leiðst. En þetta er óskaplega kjaftaglaður bekkur sem nennir ótrúlega mikið að taka þátt í þessu.
Og eftir að hafa horft á heimildamyndina með Stephen Fry um daginn finnast mér allir vera bæpólar.
Þessi Trausti er bæði yngri og minna skeggjaður en ég hélt.
---
Einn leikhúsfrömuður í bekknum heldur að erfitt gæti orðið að finna 4-6 frumsamin íslensk verk til að sjá á önninni. Ég veit nú um leikhús sem kemur líklega til með að gera annað eins á einu kvöldi. Huxanlega tvisvar.
9.1.08
Plott
Teymisleiðtogi: Kommon pípúl, við verðum að finna uppá einhverju snjöllu. Við erum að skíttapa þessu. Hvað gerir okkar frambjóðanda sérstakan?
Þögn
Teymismaður: Uuuuu... maðurinn hennar?
Teymisleiðtogi: Nei, hann laug og hélt framhjá og Obama á flotta kellingu. Við getum ekki notað hann. Eitthvað annað?
Löng Þögn
Annar Teymismaður: Uuuuu... hún er kona?
Teymisleiðtogi: Fínt. Frábært. Dúd, þú ert snillingur! Og hvað gera konur? Hei, ég hef það!
(Tekur upp símann og hringir.)
Hurru, Hillarí, farðu að grenja!
Og það sem er kannski pínu skerí er... að það virkaði!
Í gær var merkilegur dagur, akkúrat mánuður í "ásettan" fæðingardag. Í tilefni daxins var Rannsóknarskip rekinn niður í geymslu með harðri hendi til að rýma til svo ég gæti leitað að kössum með ungbarnafötum og dóti. Ég held ég hafi fundið næstum allt.
Tók pólitíska ákvörðun um að byrja á að þvo allt annað en bleikt og kjóla. Sem gerir það að verkum að ég er að fara að þvo næstum eingöngu föt af Smábátnum. (Sem leiddi í ljós að Freigátan eignaðist næstum eingöngu bleikt og kjóla á fyrstumánuðunum.) Um helmingurinn fór sem sagt bara aftur niður í kassa, þar til annað kemur í ljós.
Svo er nú Smábáturinn að koma heim í eigin persónu á morgun. Við erum farin að hlakka ógurlega til að fá hann heim. Það er búið að vera hálftómlegt í kotinu síðan við komum heim. Okkur finnst við alltaf vera að gleyma einhverju og Freigátan er farin að spyrja mikið um hann og þarf að fá að skoða myndir af honum oft á dag.
Ég er líka að byrja í skólanum á morgun, svo það er líklega vissara að haska sér að verki og reyna að þvo slatta af Ofurlitlum Duggufötum í dag.
8.1.08
Asnalega skíta háskólatorg
Í augnablikinu minni ég sjálfa mig á geðvonda bloggarann í áramótaskaupinu.
Mikið þekkti ég vel örvæntinguna í augum erlendu stúdentanna sem voru að villast um háskólatorgið í morgun og vissu ekki hvað sneri upp eða niður á tilveru þeirra. Það er nefnilega búið að afnema það eina sem gerði Háskóla Íslands afbragð annarra skóla á heimsvísu. Nemendaskrá, í fyrrverandi mynd, virðist horfin á vit forfeðra sinna.
Þetta var skrifstofan sem alltaf gat leyst úr öllum skráninga- og vottorðavandamálum. Eða sagt manni hvert maður ætti að snúa sér, ef maður þyrfti eitthvað flóknara. Fyrir vikið var að sjálfsögðu oftast röð út úr dyrum, sérstaklega í upphafi og lok annar, en maður vissi að á hinum enda hennar biðu lausnir á öllum manns vandamálum.
Áðan vantaði mig námsframvinduvottorð.
Ákvað að vera snemma í því. Var búin að fá upplýsingar í gær, fyrir tilviljun og eftir talsverðan villing, um að nemendaskrá ætti að vera einhversstaðar "niðri". Ég fór beint þangað í morgun, og giskaði á að ég þyrfti að fara í röðina sem var orðin löng (og full af ráðvilltum erlendum stúdentum) klukkan 9.15. Merkingarnar á téðu afgreiðsluborði eru þannig staðsettar að maður sér þær ekki fyrr en eftir um kortér í röðinni. Þá kemur í ljós að þarna er ekki aðeins afgreiðsla nemendaskrár, heldur líka einna fimm annarra skrifstofa, þ.á.m. alþjóðaskrifstofu og stúdentaráðs. Samt eru bara þrír að afgreiða, eins og á nemendaskrá áður. Tölvukerfið virtist alls ekki vera tilbúið. Það var bara hægt að prenta vottorð út úr einni tölvu. Annar posinn var frosinn. Og ég veit ekki hvar þeir hafa falið góðu konurnar sem eru búnar að vinna á nemendaskrá í hundrað ár, kannski rekið þær þar sem þær pössuðu ekki inn í nýju innréttingarnar. En greyin sem voru að vinna þarna gátu eitthvað lítið leiðbeint fólki, virtust ekki kunna alveg á tölvurnar, sem voru hvort sem var ekkert að virka.
Röðin lengdist og lengdist.
Þegar kom að geðvondu óléttu konunni gerði hún athugasemd við merkingarnar og skipulagið. Kenndi konunum hvernig maður lagar svona frosinn posa (slekkur á honum og kveikir aftur) en gat því miður minna gert fyrir tölvukerfið. (Allan tímann sat tölvumaðurinn fyrir framan eina tölvuna í símanum við mann sem síðan gaf honum samband við annan mann.)
Vorkenndi hræðilega erlendu stúdentunum sem einn af öðrum týndist ráðvilltari en hann kom út í morgunmyrkrið. Veit ekki hvort er verra. Að hafa byggingu með ótal pínulitlum skrifstofum sem hver um sig svarar aðeins í mesta lagi einni spurningu og engin veit hvað hinar gera, eins og var í háskólanum mínum í Frakklandi, eða eitt svona "þjónustuborð" sem á að leysa öll vandamál allra en virkar seint, illa eða ekki.
Hver skipuleggur líka svona vitleysu? Ef á að flytja og breyta skrifstofunni sem mest er að gera á í upphafi annar þætti manni nú gáfulegt að reyna að gera það á öðrum tíma. Og ganga almennilega úr skugga um að tæknileg smáatriði séu í lagi áður en lagt er af stað með látum.
Ég er næstum jafnfúl eins og þegar endilega þurfti að opna Bókhlöðuna á 1. desember, sem gerði það að verkum að þessari fáu skræður sem tilheyrðu háskólabókasafninu þurftu að geymast í kössum í aðal ritgerðavertíðinni. Ég sniðgekk kumbaldan sem best ég gat eins lengi og ég mögulega gat á eftir. Keypti jafnvel eða pantaði frekar bækur sem ég þurfti að nota í mörg ár á eftir.
En það er nú ekki alveg jafnauðvelt að sniðganga fjárans háskólatorgið.
Það inniheldur víst líka Bóksölu Stúdenta, en hana þarf ég að heimsækja fljótlega, líki mér betur eða ver.
Góðu fréttirnar eru þær að umsókn okkar hjónanna um fæðingarorlof er loxins komin í póst á leið til Hvammstanga, með öllum tilheyrandi vottorðum innanstokks. Vona ég.
Undirbúninx
Formlegur undirbúningur fjölgunar í fjölskyldunni hefur verið hafinn. Í fyrradag reyndi ég að komast inn í geymsluna, en átti ekki alveg erindi sem erfiði. Rannsóknarskip þarf víst eitthvað að taka stóra dótið úr miðjunni á henni áður en ég get farið að leita að kössum. Í staðinn þvoði ég bara eina þvottavél með litlu sænginni, teppum, nokkrum franskættuðum poggusamfellum og fleiru sem var hérna uppi. Líður snöggtum betur, allavega búin að gera eitthvað. Og Berglind mín ætlar að lána mér ekta blindrafélaxkörfu.
Hins vegar er umsóknin í fæðingarorlofssjóð enn ófarin og verður meira of sein með hverjum deginum. Mig vantar reyndar bara eitt blað. En í gær, þegar ég ætlaði að reyna að redda því, brugðust öll krosstrén í einu. Það er búið að flytja nemendaskrá! Og þar að auki búið að skipta henni upp í allskonar sem ég gat ekki fundið út haus eða sporð á, röðin náði allsstaðar til tungsins og ég var orðin of sein í jóga. Önnur tilraun verður gerð þegar Freigátunni hefur verið skilað í leikskólann í dag.
Annars þarf ég líka að tala eitthvað við sjúkraþjálfarann í dag. Eftir á að hyggja reyndist ekkert svakalega góð hugmynd að keyra í einum rykk frá Akureyri í Borgarnes á laugardaginn. Ég er hálffarlama. Samt var ógurlega gott að komast í jógað og sundið í gær, en smá bras að reyna að gera hluti eins og að troða Freigátunni inn í bíl. Enda förum við alveg að breyta skipulaginu þannig að Rannsóknarskip fari með hana á morgnana og sæki hana á daginn.
Svo finnst mér skemmtilegt að lesa bloggið mitt tvö ár aftur í tímann þessa dagana. Og var að komast að því að árið 2005 hefur verið nákvæmlega eins og 2007. Ég bloggaði til dæmis alveg nákvæmlega jafnoft þessi tvö ár, eða 327 sinnum.
7.1.08
Geðveikin
Ég hef verið með í bakhöfðinu að skrifa sérstakan áramótapistil um geðveikina. Geðveikisárið 2007 var nefnilega mjög svo athyglivert hjá mér.
Árinu 2006 lauk ég nefnilega með smá hugrænni atferlismeðferð hjá sálfræðingi. Það reyndist vera alveg svakalega ljómandi. Kannski erfitt að útskýra svo sem nákvæmlega hvernig það virkar. Að sumu leyti er það eitthvað í ætt við það sem konan sagði, um að maður veit stundum ekki hvað maður hugsar fyrr en maður heyrir hvað maður segir.
Ég hef heyrt þeim misskilningi fleygt að í slíkum meðferðum sitji sálfræðingur og poti með sálrænum prjónum í öll manns andlegu mein og láti mann grenja og gubba yfir öllu því hræðilega og dramatíska sem fyrir mann hefur komið í lífinu. En það er nú allavega ekki mín upplifun af dæminu. Hún sálfræðingur sagði nú yfirleitt bara mest lítið. Ef hún spurði að einhverju, eða velti upp einhverjum vangaveltum, þá var það yfirleitt eitthvað sem mér fannst spennandi að spekúlera í.
Og það er það þægilega við að spjalla við fagmanneskju sem maður þekkir ekki neitt, henni kemur málið ekkert við. Hún er búin að læra ýmislegt varðandi hvernig hugar mannskepnanna virka, og líka að ekkert er algilt í þeim. Og svo lét hún mig líka hafa nokkur mergjuð heimaverkefni, sem ég er eiginlega ennþá að nota. Eins og bara að taka eftir því hvort mér þykja einhver dagleg störf eða einhverjir tímar dags erfiðari en aðrir fyrir sálina í mér. Og spekúlera í því hvort ég geti þá ekki breytt eitthvað skipulaginu á því. Reyna sem sagt að horfast í augu við hvað manni finnst erfitt, spekúlera í hvers vegna (stundum auðveldast hlutirnir við það eitt) og endurskipuleggja sig í kringum þá, ef þarf. Virkaði ágætlega.
Hún sagði mér líka að fólki gæti nú bara víst batnað af þunglyndi og svo loksins tókst mér að skilja út á hvað þetta með jákvæða hugarfarið gengur og upprætti mína eigin fordóma gagnvart glöðum öjmingjum.
Heimurinn fórst mest lítið út af smámunum á árinu 2007. Og ef hann gerði það var ég mjög meðvituð um að hann væri ekkert að því í alvöru. Ég tók til dæmis smá dýfu í sumar, og hjálpaðist þar sennilega að hin nýbyrjaða ólétta og Frakklandsferðin í upphafi hennar, en Montpellier, komst ég að, vekur mér þunglyndi. Einhvern tíma ætlum við Rannsóknarskip nú samt að fara þangað aftur, bara tvö, í leikhús- ópera- safna- og pöbbaferð. Það verður ekkert þunglyndi með í för þá.
Þetta var sem sagt hreint ekki þunglyndilaust ár. En ég virðist kunna betur að greina það frá raunverulegum katastrófum lífsins. (Sem eru færri en maður heldur.) Og ég held að það sé byrjunin. Og þar með fara líka dramaköst alveg lengst undir meðal-ársframleiðslu.
En maður má ekki hætta að fjalla um skrímslið þó vel gangi. Þá er líklega einmitt nauðsynlegt að reyna að skrásetja og kryfja, ef það skyldi geta orðið einhverjum til gagns. Því ekki eru nú aldeilis allir eins heppnir og ég virðist vera í ár og risastórfjölskyldan mín hefur orðið illa úti í baráttunni á undanförnum árum, reyndar svo mjög að nokkurt mannfall hefur orðið.
Út frá því hafa vissulega spunnist ýmsar umræður. Kannski helst vilja menn vera að geta sér til um orsakir þunglyndisins. Ég held að bæði aðstandendur og sjúklingar verði að gera sér ljósa grein fyrir því að lífshlaup sjúklingsins hefur oftast minnst með ástand hans að gera. Fólk getur átt erfiðustu ævir sem um getur og tekist á við hamfarir og sorg án þess að finna nokkurn tíma fyrir þunglyndi. Að sama skapi geta menn átt allt sem þarf til að gera gott og hamingjusamt líf og samt fallið fyrir hamri þunglyndisins.
Það er nauðsynlegt að átta sig á sjúkdómseðli sjúkdómsins. Hann getur verið eins og þrálátt kvef eða eins og bráðdrepandi krabbamein. Stundum á hann kannski rætur að rekja til einhvers, en um það er yfirleitt ómögulegt að segja. Aðstandendur geta gert margt rétt. En ég held að þeir geti í rauninni aldrei gert neitt mjög rangt. Sektarkenndin held ég sé þó fylgifiskur mjög margra aðstandenda þunglyndissjúklinga en nærvera hennar í þessu samhengi er oftast á misskilningi byggð.
Enginn veit almennilega hvaðan þunglyndið kemur.
En það borgar sig að láta einskis ófreistað til að láta hann fara.
6.1.08
Fyrsta morguninn heima
byrjaði Freigátan á að spyrja um kisuna, me me og Sverri. Það var þó fljótt að jafna sig þegar komið var fram og heilsað upp á allt nýja dótið og gamla dótið í bland.
Hún er annars öll að jafna sig af skíthræðslunni sem fór svo ógurlega með hana fyrir jólin. Reyndar eru kúkableyjuskipti ennþá óvinsæl, og þarf mikinn söng og sálfræði til að fremja svoleiðis, ennþá. (Þess vegna heyrist hún núna alveg eins söngla: "Taka kúkinn, taka kúkinn, og svo snúa þeir sér í hring.) Og svo þarf að kveðja kúkinn með virktum. Í gærkvöldi sagði ég til dæmis: Jæja, nú er kúkurinn farinn í klósettið.
Freigáta: Já, bless bless. Farinn að sofa.
Í sveitinn var litla kisan oft lokuð niðri í herberginu sínu, öryggis síns vegna. Og Freigátunni var sagt að kisa væri sofandi. Það sama átti við um kindurnar þegar enginn nennti að sýna henni þær. Svo Freigátan heldur núna líklega að flestir og flest sem ekki er í augsýn sé sofandi.
Nóg um kúk og búfénaðarsvefn.
Ég er búin að komast að því að ég er með einhvers konar bumbuduld. Mér finnst ég ekkert vera með neina og verð svaka hissa þegar ég hitti einhvern sem fattar að ég sé ólétt... Í hvert skipti sem ég rext á spegil sé ég að þetta er mikill misskilningur, en ég gleymi því um leið og ég lít úr honum.
Mér finnst Freigátan hafa tekið svakalegan þroskakipp núna seinnipart jólafrís. Hún er allt í einu orðin miklu duglegri að leika sér sjálf og gerir meira að segja stöku sinnum það sem maður biður hana um. Svo gerðist líka það undarlega, hún er farin að samþykkja það þegar maður segir nei. En það er nú búið að kosta allavega smávægilegt frekjukast undanfarna mánuði.
Hins vegar virðist hún ætla að erfa alla matvendni móður sinnar í öðru veldi. Það eru orðin mikil vandræði að koma í hana bæði fiski og kjöti. Hins vegar er einn uppáhaldsmatur sem klikkar aldrei. Slátur! Og mamman, sem ku ennþá vera lág í blóði, ætti víst líklega bara að bíta í þann súra kepp að líklega ætti að hafa stundum slátur í matinn. Við hamingju Rannsóknarskip. Líklega minni hrifningu hjá Smábátum.
Ef friður helst ætla ég núna að skella einhverjum myndum og linkum inn í jólakortið og áramótapistilinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)