Já, Íslendingar hafa alltaf verið talsvert fyrir auðveldar lausnir. Eitthvað eitt sem á að redda öllusaman. Og, blíngs, eins og gróðærið og hrunið í kjölfarið hafi aldrei gerst.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur veðja á auglýsingaherferðir um virkjanir og verksmiðjur sem útrýma skulu atvinnuleysinu. (Skemmtilega Sovét.)
Samfylking er útsmognari, þarf enda að vinna verðandi samstarfsflokk á sitt band ásamt meirihluta kjósenda. Alveg út úr blánum birtist nú grein eftir grein um að Evrópusambandið geti reddað okkur í einum (ekki svo mjög) grænum vettvangi. Annars dauði og djöfulgangur.
Ég held ekki að innganga í ESB eigi eftir að breyta eins miklu og menn halda. Til hins betra eða verra. Það er líka kreppa í Evrópusambandinu. Kannski ekki jafnslæm og hér og kannski hefði breytt einhverju að vera í því fyrir hrun. En ekkert svo gífurlega öllu. Og landið er heldur ekkert að sökkva í sæ þó við göngum í Evrópusambandið. Ég held að bæði meðmælendur og andstæðingar haldi að innganga breyti meiru en það myndi gera. Spádómar sérfróðra vitringa (sérvitringa) segja allt út í báðar öfgarnar en fáir eru neins staðar á milli.
En eitt er alveg staðreynd. Engin ein risalausn er að fara að redda okkur úr kröggunum. Engar verksmiðjur, engin ríkjasambönd. Og það er bara rétt að byrja að molna úr efnahagskerfunum í kringum okkur og hrunið sem kemur frá útlöndum er líklega alveg eftir. Menn þurfa að láta sér detta margt sniðugt í hug ef við eigum að krafla okkur uppúr þessu, á svona kannski næstu áratugum, og vera nægjusamir ef þeir ætla að vera sæmilega hamingjusamir í kreppunni. En græðgispúkar eiga eftir að eyða nokkrum árum í fýlu. Sama hver verður í ríkisstjórn. Sennilega græðir nefnilega enginn grilljónir neitt á næstunni.
Ég er fegin að nokkuð hefur dregið úr hamfaralíkingum. Peningar eru ekki náttúran og peningahamfarir eru ekki náttúruhamfarir. Gjaldþrot er hvorki limlestingar né dauði. Og þegar allir hinir eru gjaldþrota út af öllu fokkíng fokkinu, ja, þá er það nú ekki einu sinni sérlega skammarlegt, lengur.
Peningarnir eru farnir. Og er það vel. Allir voru að verða vítlausir.
En lífið er eftir.
Og hér er ein lítil hugmynd. Það er svo merkilegt að þegar málningu er skvett á hús útrásarvíkings eru málaraflokkarnir mættir í bítið morguninn eftir.
Atvinnusköpun + eignir auðmanna út í atvinnulífið, án þess þó að þeir séu að eignast þjóðfélagið aftur á brunaútsölu.
Hvernig væri nú að veggjakrotarar landsins sameinist? Það þarf að targeta sérstaklega hús Bjólfanna, Bauxarana og Hannesar Smárasonar (og passa vel að ruglast ekki) og láta aldrei vera á þeim ókrotaðan vegg að morgni. Og missa sig alls ekki í listræna takta! Þetta þarf að vera LJÓTT.
Gott ef ekki væri hægt að ná inn smá gjaldeyristekjum frá Tortola með þessu móti, ef menn eru duglegir, og senda smá skilaboð í leiðinni.
16.4.09
Tillögur óskast!
Er þessa dagana að spekúlera í hvað útvarpsþátturinn um Hugleik á að heita. Gaman væri ef það væri einhver góð lína úr einhverju Hugleiksleikritinu, einhver útúrsnúningur á orðtaki eða málhefð sem félaxskapurinn er jú þekktur fyrir. Allar tillögur gríðarlega vel þegnar.
Það verður engin fjandans hæna!
Það verður engin fjandans hæna!
15.4.09
Eldhætta?
Líklega er eldhætta í gömlum timburhúsum. Svo sem eins og því við Vatnsstíg 4.
Líklega öngvir brunaútgangar eða svoleiðis.
En hvað hefur skortur á rennandi vatni og rafmagni með eldhættu að gera? Ætti ekki að vera minni eldhætta í húsi sem ekki hefur rafmagn? Og komi upp eldur í gömlu timburhúsi er rennandi vatn nú ekki að fara að bjarga miklu. Eða hvað?
Athugasemdir vegna skorts á reykskynjurum og slökkvitækjum get ég skilið. Hvorugt gengur fyrir vatni eða rafmagni.
Af hverju heyri ég menn þá éta upp, hver eftir öðrum og öðrum:
"Mikil eldhætta er í húsinu þar sem þar er hvorki rennandi vatn né rafmagn."
Missti ég af einhverju í efnafræðinni?
Líklega öngvir brunaútgangar eða svoleiðis.
En hvað hefur skortur á rennandi vatni og rafmagni með eldhættu að gera? Ætti ekki að vera minni eldhætta í húsi sem ekki hefur rafmagn? Og komi upp eldur í gömlu timburhúsi er rennandi vatn nú ekki að fara að bjarga miklu. Eða hvað?
Athugasemdir vegna skorts á reykskynjurum og slökkvitækjum get ég skilið. Hvorugt gengur fyrir vatni eða rafmagni.
Af hverju heyri ég menn þá éta upp, hver eftir öðrum og öðrum:
"Mikil eldhætta er í húsinu þar sem þar er hvorki rennandi vatn né rafmagn."
Missti ég af einhverju í efnafræðinni?
14.4.09
Á kvartaldar afmæli Hugleiksins
ókum við úr norðrinu. Öll fjölskyldan kemst enn léttilega í beyglaða bílinn svo áhyggjurnar sem við höfðum þegar fimmti meðlimurinn bættist í hópinn, um að kannske þyrftum við steisjon, hafa greinilega verið byggðar á ofmati. Eins og svo margt á því herrans ári 2007.
Og Sjálfstæðisflokkurinn vinnur bara fyrir hæstbjóðanda. Á maður eitthvað að þykjast vera hissa? Samt gaman að þjóðin skuli loxins sameinast um að vera hneyxluð á þessu. En ég hef verið að velta fyrir mér einu. Sé maður Sjálfstæðismaður, (þá meina ég nýfrjálshygginn, ekki gamalíhald) og les Harry Potter, heldur maður þá ekki instínktíft með Draco Malfoy og pabbans og hinum slísurunum í Slytherin? (Þessa vangaveltu skilja líklega aðeins innvígðir Potterarar.)
Éld Rowling hljóti að vera gólandi kommúnisti.
En nú er útlit fyrir að restin af sæmilega huxandi fólki hætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og þá er best að maður hætti að tjá sig um hann.
Sérstaklega þar sem Hugleikurinn minn á nú afmæli og svona. Í dag eru sumsé 25 ár frá frumsýningu Bónorðsfarar Magnúsar Grímssonar sem var fyrsta sýning félagsskapar þess er kallaði sig (og gerir enn) Hugleik. Hálfpartinn í hausinn á syni eins stofnfélagans sem gerði síðan öllum þann óleik, löngu síðar, að fara að skrifa leikrit og rugla alla í ríminu.
Sem sagt, til hamingju Hugleikur. (Bara Ingibjargar- en ekki Dagsson.)
Og Sjálfstæðisflokkurinn vinnur bara fyrir hæstbjóðanda. Á maður eitthvað að þykjast vera hissa? Samt gaman að þjóðin skuli loxins sameinast um að vera hneyxluð á þessu. En ég hef verið að velta fyrir mér einu. Sé maður Sjálfstæðismaður, (þá meina ég nýfrjálshygginn, ekki gamalíhald) og les Harry Potter, heldur maður þá ekki instínktíft með Draco Malfoy og pabbans og hinum slísurunum í Slytherin? (Þessa vangaveltu skilja líklega aðeins innvígðir Potterarar.)
Éld Rowling hljóti að vera gólandi kommúnisti.
En nú er útlit fyrir að restin af sæmilega huxandi fólki hætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og þá er best að maður hætti að tjá sig um hann.
Sérstaklega þar sem Hugleikurinn minn á nú afmæli og svona. Í dag eru sumsé 25 ár frá frumsýningu Bónorðsfarar Magnúsar Grímssonar sem var fyrsta sýning félagsskapar þess er kallaði sig (og gerir enn) Hugleik. Hálfpartinn í hausinn á syni eins stofnfélagans sem gerði síðan öllum þann óleik, löngu síðar, að fara að skrifa leikrit og rugla alla í ríminu.
Sem sagt, til hamingju Hugleikur. (Bara Ingibjargar- en ekki Dagsson.)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)