12.6.03

Var að handpikka mikiðergottað-vísur inn í útúrprentanlega tölvu þar sem þær náðust ekki út úr makkafangelsinu sínu með öðrum ráðum og ég get ómögulega farið í Svarfaðardalinn án þeirra. Þær eru orðnar FIMMTÁN! Og þvílíkur sori. Er alveg búin á sál og líkama. Verð trúlega ekki á ferðinni á neinu bloggi fyrr en annan sunnudag, nema andskotinn sé með í ráðum og ég komis í nettengingu (og nenni að nota hana) á skólanum.
Túdúllú.

11.6.03

Best að tjá sig.
Sérstaklega þar sem ég trúlega hvorki tími né nenni að sjá óperuna Dóna-Jón. Þá tjái ég mig bara um Rakstur. Það þótti mér ágæt sýning, svosem, allir leikarar stóðu sig vel, einkum og sérílagi Jóhann Sigurðarson og Gunnar Eyjólfsson (sem klikkar ekki nú frekar en undanfarin 60 ár eða svo.) Hins vegar fannst mér þetta leikrit vera hreinasta hörmung.
Það var sett inn í einhvern tímaramma í kringum 1969 og fyrstu tunglgönguna, en það kom svosem málin ekkert við. Virkaði eiginlega bara svona sem góður brandari svona inn á milli. Þar að auki gerðist ekkert á sviðinu, heldur var aðallega verið að tala um söguþráð sem átti sér stað annarsstaðar á einhverjum 40 árum sem á undan voru gengin. Sá söguþráður var þar að auki einstaklega lítið áhugaverður og meira og minna samansettur af frekar linkulegum "persónulegum harmleikjum" persónanna og snerust að mestu leyti um barneignir, eða ekki.
Það rifjaðist upp fyrir mér ágætis heilræði sem ég heyrði á einhverju námskeiðinu að ef menn hafa ekkert að segja þá eiga þeir ekki að vera að skrifa. Innihald verksins þarf að vera að einhverju leyti forvitnilegt. Annars voru persónur ágætlega teiknaðar frá hendi höfundar, að mörgu leyti, hins vegar vantaði talsvert kjöt á beinin og sumsstaðar jafnvel beinin sjálf.
Þaðvarnú það.
Nú er ég að reyna að muna eftir því hvað ég þarf að gera áður en ég fer í Svarfaðardalinn góða. Það gengur frekar illa, af því að ég er alltaf að gleyma öllu aftur og gleyma mér í mjög glepjandi tölvuleik.
Svo var ég að fá tölvupóst frá þvílíkt ástföngnum Ítala sem húkir uppi við Kárahnjúka, tárvotur af þrá, eftir að ég er búin að segja honum tvisvar að hann sé öjmingi. Þetta eru nú meiri masókistarnir. Eins og ég geti tildæmis verið þekkt fyrir að eiga mann sem heitir Negri að eftirnafni!?! (Sigga Negri... gengur ekki einu sinni sem listamannsnafn.)
Nú ætla ég að halda áfram að gleyma að pakka og einbeita mér að því að drepa skrímsli.
Blogga trúlega ekki meir fyrr en eftir uþb hálfan mánuð.