Fékk heilastorm í dag og fór að huxa um framtíðina. Um hana er ævinlega erfitt að spá. Skráði mig allavega í fyrirbæri sem heitir "Búseti" en ef maður er félagsmaður þar þá getur verið að þeir séu til í að leigja manni íbúð, einhvern tíma svona á næstu 20 árum eða svo.
Ég held ég þurfi líka að fara að finna mér kassa utan um mig, þar sem ég virðist hafa einstaklega ill áhrif á fólk. Meðleigjandi minn og kærasti eru búin að vera ógurlega þreytt næstum alltaf þegar ég hitti þau undanfarið og ég held ég sé að verða búin að hafa þessi áhrif á samstarfskonu mína líka. Er sumsé að drepa alla í kringum mig úr leiðindum og ætti að hætta að umgangast fólk :-)
Neinei, þetta var nú grín. (Hef óbilandi trú á minni arfaskemmtilegu nærveru.) Ég er hins vegar að huxa um að fara að smygla vítamínum og spítti í matinn þeirra allra.
Sjálfri finnst mér hins vegar allt svo óendanlega gaman þessa dagana, og er þar að auki að slá öll fyrri met í kaffidrykkju, að það fer eiginlega í taugarnar á mér að þurfa að sofa, eða vera kjur nokkra stund, yfirhöfuð.
Og svo er meira að segja fimmtudagur! Íha!
Fyrsta rennsli á Sirkus í kvöld. Spennandi.
5.2.04
4.2.04
Í gær var dagur aðgerðanna. Ég fór með uppkast að leikriti niður í Þjóðleikhús. Veit svo sem ekki hversu mikið vit er í því, en ég er allavega búin að geraða! Kannski getur hún Melkorka gefið mér einhverja pointera um hvernig ég geri það gott. (Ekki þar með sagt að ég fari endilega eftir því.)
Svo á leiðinni heim raxt ég á frumburð minn frá Frakklandi, lét hann gefa mér kaffi. Svo ræddum við heimsins gögn og nauðsynjar. Mjög gaman að vera mamman í smá stund. Því tengt, ég var að fá fréttapóst frá föður mínum þar sem hann sagði m.a. frá því að móðir mín væri farin að prjóna dúkkur sem hún kallar barnabörn. Þetta finnst honum áhyggjuefni, en mér fyndið. Ef mann langar í barnabörn þá er náttúrulega alveg eins gott að prjóna þau bara, ef börnin manns standa sig ekki! Ég hef líka grun um að prjónuð börn séu þægari en önnur.
Annars veit ég ekki hvað hún er að kvarta. Ég er nú búin að vera einstæð 7 barna móðir síðan í Montpellier, sé reyndar börnin mín næstum aldrei, nema kannski helst þegar honum Sveppa mínum bregður fyrir í sjónvarpinu, oftar en ekki allsberum. Já, sælan að vera móðir.
Æfingar hjá Hugleik standa þvílíkt yfir, og um helgina er baunasúpa! Ég hlakka ógurlega mikið til. Það er alltaf skemmtilegur dagur með söngæfingum og skemmtilegt kvöld með söngvatni. Jibbíkóla! (Sem gæti reyndar verið ágætis nafn á kokteil...)
Er að plana heimsókn til sérans míns seinnipartinn, mér til andlegrar upplyftingar, fróðleiks og föðmunar.
Svo á leiðinni heim raxt ég á frumburð minn frá Frakklandi, lét hann gefa mér kaffi. Svo ræddum við heimsins gögn og nauðsynjar. Mjög gaman að vera mamman í smá stund. Því tengt, ég var að fá fréttapóst frá föður mínum þar sem hann sagði m.a. frá því að móðir mín væri farin að prjóna dúkkur sem hún kallar barnabörn. Þetta finnst honum áhyggjuefni, en mér fyndið. Ef mann langar í barnabörn þá er náttúrulega alveg eins gott að prjóna þau bara, ef börnin manns standa sig ekki! Ég hef líka grun um að prjónuð börn séu þægari en önnur.
Annars veit ég ekki hvað hún er að kvarta. Ég er nú búin að vera einstæð 7 barna móðir síðan í Montpellier, sé reyndar börnin mín næstum aldrei, nema kannski helst þegar honum Sveppa mínum bregður fyrir í sjónvarpinu, oftar en ekki allsberum. Já, sælan að vera móðir.
Æfingar hjá Hugleik standa þvílíkt yfir, og um helgina er baunasúpa! Ég hlakka ógurlega mikið til. Það er alltaf skemmtilegur dagur með söngæfingum og skemmtilegt kvöld með söngvatni. Jibbíkóla! (Sem gæti reyndar verið ágætis nafn á kokteil...)
Er að plana heimsókn til sérans míns seinnipartinn, mér til andlegrar upplyftingar, fróðleiks og föðmunar.
2.2.04
Og við höfum febrúar!
Ljómandi fínt, alveg. Reyndar gífurlega svakalega mannskemmandi kalt... þessi íslenski vetur sem mér fannst ógurlega spennandi að hitta aftur í október er eiginlega alveg að hætta að skemmta mér, sem slíkur. Pirrar mig samt ekki jafn mikið eftir eins og tvær vetursetur erlendis, einhverra hluta vegna. Ég er reyndar ennþá gífurlega hamingjusöm að vera aftur á Íslandi, þar sem fólk kann að segja nafnið mitt, ég veit hvar næstum allt er og hvernig það virkar, og síðast en ekki síst þar sem maður sér langt. Ég hef varla hætt að glápa á fjallahringinn í ellefu mánuði. Segi og skrifa, enn einu sinni: Ísland! Best í heimi!
Vegabréfið mitt er ennþá útrunnið, og er það vel.
Af fréttum: Hlugleikur er nokkurn veginn endanlega fluttur í sitt nýja húsnæði úti á sjó og búið að tengja ofna þar og alltsaman. Þar er ljómandi gaman að vera og ég stend mig að því að vilja helst ekki fara þaðan. Búningavinna og æfingar eru í fullum gangi og allt lítur þokkalega út, sýnist mér. Í gær fékk ég t.d. flottasta búningshluta sem ég hef nokkurn tíma borið gæfu til að fá að íklæðast á sviði. Ég hreinlega vissi ekki að það væri hægt að gera hatta úr hænsnaneti! (Verð reyndar að passa mig á því að vera ekki að faðma fólk mikið með þann eðalgrip á höfði, var næstum búin að stinga augun úr henni Ástu minni í gær.)
Annars bara, allt við það sama. Fór í leikhús um helgina og tjáði mig um þá reynslu á leiklist.is.
Ljómandi fínt, alveg. Reyndar gífurlega svakalega mannskemmandi kalt... þessi íslenski vetur sem mér fannst ógurlega spennandi að hitta aftur í október er eiginlega alveg að hætta að skemmta mér, sem slíkur. Pirrar mig samt ekki jafn mikið eftir eins og tvær vetursetur erlendis, einhverra hluta vegna. Ég er reyndar ennþá gífurlega hamingjusöm að vera aftur á Íslandi, þar sem fólk kann að segja nafnið mitt, ég veit hvar næstum allt er og hvernig það virkar, og síðast en ekki síst þar sem maður sér langt. Ég hef varla hætt að glápa á fjallahringinn í ellefu mánuði. Segi og skrifa, enn einu sinni: Ísland! Best í heimi!
Vegabréfið mitt er ennþá útrunnið, og er það vel.
Af fréttum: Hlugleikur er nokkurn veginn endanlega fluttur í sitt nýja húsnæði úti á sjó og búið að tengja ofna þar og alltsaman. Þar er ljómandi gaman að vera og ég stend mig að því að vilja helst ekki fara þaðan. Búningavinna og æfingar eru í fullum gangi og allt lítur þokkalega út, sýnist mér. Í gær fékk ég t.d. flottasta búningshluta sem ég hef nokkurn tíma borið gæfu til að fá að íklæðast á sviði. Ég hreinlega vissi ekki að það væri hægt að gera hatta úr hænsnaneti! (Verð reyndar að passa mig á því að vera ekki að faðma fólk mikið með þann eðalgrip á höfði, var næstum búin að stinga augun úr henni Ástu minni í gær.)
Annars bara, allt við það sama. Fór í leikhús um helgina og tjáði mig um þá reynslu á leiklist.is.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)