13.2.04

Fór AFTUR út á lífið í gærkvöldi.
Hlýddi í þetta skipti á undurfagra tóna Dúndurfrétta sem sérhæfa sig m.a. í "coverun" á lögum Pink Floyd og Led Zeppelin. Tæp 10 ár eru síðan ég heyrði síðast í þessari ágætu grúppu og ekki hefur hún aldeilis versnað.

Í dag erum við samstarfskonur að fara á sýningu hjá Snúði og Snældu. Mjööög þægilegt að geta farið í leikhús á vinnutíma. Þetta ættu nú fleiri að taka sér til fyrirmyndar. Sýna á föstudögum eftir hádegi!

Svo er ferðalag í kvöld í Biskupstungur á frumsýningu á stórverkinu "Góðverkin kalla" eftir þá þrídranga Ármann, Togga og Sævar. Svo skemmtilega vill til að nú eru einmitt um 10 ár síðan ég sá þetta verk fyrst, á Akureyri, en það var áður en ég hafði nokkur kynni af Hugleik eða þeim. Það var líka trúlega í fyrsta skipti sem ég sá Odd Bjarna. Og það var fyrsta verk sem ég sá í atvinnuleikhúsi. Semsagt, 10 ára ammæli margs skrítins í mínu lífi. Í þetta skipti leikstýrir (góð)verkinu Gunnar Björn, Edduverðlaunahafi og Hafnfirðingur

Annars bara galið að gera í vinnunni. Frumsýningar allsstaðar um helgina og næstu vikur. Ég var búin að gleyma hvað maður fær eitthvað frumsýningarstressið beint í æð úr mörgum áttum hérna.
Gamangaman.

12.2.04

Hvernig þróar maður með sér fordóma?

Ég kom til baka frá Frakklandi með geðsjúka fordóma gagnvart Suður-Evrópubúum. Áðan kom hér inn útlendingur með Suður-Evrópskt útlit og ég fékk ógeðshroll og klígju. Bara virkilega líkamlegt antípat og gífulega tilhneygingu til að vera einstaklega truntuleg við vesalings manninn. (Reyndi nú samt að láta á engu bera.)

Þetta er mjög undarlegt. Nú átti ég ekkert neikvæð samskipti við Frakka eða aðra suðrunga á meðan ég var þarna, þetta er alltsaman algjörlega grundvallar og ástæðulaust. En samt, en samt... ég bara þoli þá ekki! Það sama gerist upp að vissu marki ef ég heyri einhvers konar breskan lægristéttahreim. En það er ekki jafn alvarlegt og líklega til komið af smá snerti af breska yfirstéttasnobbinu. Ég held líka að það rjátlist af mér með tímanum.

En líkamlegt ofnæmi fyrir milli-hörundsdökku fólki er hins vegar staðreynd sem mér finnst hryllilega erfitt að lifa með. Þetta er algjörlega gagnstætt öllum mínum skoðunum og því sem ég hélt um sjálfa mig.

Ojmér.
Í´gærkvöldi gerði ég skemmtilegan hlut.
Fór á tónleika með húsvískri pönkhljómsveit eftir æfingu. Stóð þar í hávaða og reykmekki góða stund, drakk bjór og fylgdist með fyrr- og núverandi Hugleixhljómsveitarmönnum öskra slefa og svitna og skemma hljóðfærin sín.

Nú myndu kannski skynsemdarmenn heimsins spyrja hvernig mér hefði dottið slík fásinna í hug? Svarið er einfalt.

VEGNA ÞESS AÐ ÉG GET ÞAÐ!

Hefði einhver reynt að segja mér á sama tíma fyrir ári að ég ætti eftir að geta staðið upp á endann við þessar aðstæður hefði ég sagt þeim hinum sama að hætta að bulla vitleysu. Ég var jú greindur MS sjúklingur sem var að missa taukakerfið til fjandans. Og nú er öldin önnur.

Er ennþá að átta mig á því að nú eru mér engin takmörk sett. Ekkert fara varlega kjaftæði neitt. Ég er algjörlega fær um að taka þátt í hverri þeirri vitleysu sem mér sjálfri sýnist og þarf ekki að velta fyrir mér sérstaklega heilsufarslegum afleiðingum neins. Ja, þ.e.a.s., ekki meira en hver annar. Þetta er geðveik hugljómun sem er þó eiginlega ekki að "sinka inn" nema smá saman.

Hef heyrt á fólki sem ég hef talað við að þeim finnst ég eiga að vera sorrý svekkt og sár og fúl og fara í mál við alheiminn vegna þess að ég lifði með rangri sjúkdómsgreiningu í 8 ár. Ég er bara ekkert bitur og dettur ekki í hug að bölsótast við einn eða neinn. Ég veit nákvæmilega hvað alheimurinn var að meina. Til þess að læra almennilega að meta góða heilsu og gott líf, þarf maður fyrst að hafa haft það reglulega skítt. Það er nú bara þannig.

Ætla ekki að halda því fram að ég hafi átt verra líf en margir aðrir, en það hafa jú komið hrukkur og krumpur á veginn annað slagið og það er bara ekkert nema lærdómsríkt.

Hef hins vegar huxað mér að taka allan þann skít sem alheimurinn hendir í mig, í fortíð nútíð og framtíð, og rækta með honum heilan akur af snilld.

Húrra fyrir meinlætunum!

11.2.04

Pfff. Þetta er nú bara alveg svakalega lélegt. Þarf greinilega að fara að flækjast til stærri landa ef ég læt einhvern tíma endurnýja vegabréfið mitt.



create your own visited country map

10.2.04

Aha. Há trú.





what decade does your personality live in?


quiz brought to you by lady interference, ltd

Og það rignir.
Bæði vatni og frumsýningum þessa dagana. Margt væri gífurlega gaman að sjá. Held t.d. að ég lifi ekki hamingjusömu lífi framvegis nema sjá Gaukshreiðrið á Selfossi. Mitt eigið leikfélag þvælist hins vegar náttúrulega fyrir leikferðum, eins og gengur.

Svo var ég að sjá sýningarplanið okkar, þrjár sýningar um afmælishelgina mína, góð afsökun til þess að sleppa við að gera nokkurn skapaðan hlut með það. Enda, þrítug smítug. Það eru hvortsemer allir alltaf að halda upp á svoleiðis. Er að huxa um að halda frekar stórveislur á prímtöluammælum, bara tilað vera öðruvísi. Prímtöluár eru líka miklu meira happa. Allavega búið að vera gífurlega happadrjúgt að vera 29! Og 28 sökkaði feitt. Já, ég held ég sé búin að finna munstur í þessu. Oddaár eru sumsé betri en slétt, prímtöluár best, og eftir því hljóta kvaðratrótarár að vera botninn. (Já, 16 og 25. Úgh.) En þá er maður sumsé nokkuð seif fram að 36.

Númerólógía rúlar!

9.2.04

Margt í farvatninu.
Líka ýmislegt í kom-vatninu, eins og t.d. Svandís, sem ætti að vera komin til landsins.
Og nú eru bara rúmlega 2 vikur í frumsýningu hjá Hugleik. Hafa æfingatímabil styst, eða er þetta bara ég? Uppá síðkastið finnst mér vinnan vera bara rétt að byrja, maður er valla búinn að kynnast samleiksfólkinu, hvað þá leikritinu og þá:
BÚMM!
komin frumsýning. Það sama gerðist í Gaukshreiðrinu fyrir áramót. Ég held helst að einhver hafi svindlað með tímann. Hann ferðast allt of hratt og alls ekki alltaf í beinni línu...Eða kannski er þetta merki um að sumir ættu bara að fara að hitta geðlækninn sinn.

Annað í farvatninu, hálfskrifaða leikritslufsan mín er kannski á leiðinni í verkefnavalsnefnd Þjóðleikhússins, en ég er ekki viss um hversu góð hugmynd það er, alveg strax. Það er verið að herja á ýmsa um að stýra höfundasmiðju á leiklistarskóla Bandalagsins í sumar, takist það eru það góðar fréttir fyrir áðurnefnt leikrit. Best væri að reyna að kláraða þar.

Við Ásta ætlum að reyna að norna með Naflaló heima hjá okkur um næstu helgi þannig að fyrirliggjandi er tiltekt... einhverntíma þegar við nennum og erum heima. Annars eru æfingar stífar og búningaföndur stífara þessa dagana.