21.7.06

Myndir

Þar sem Eva var svo væn að láta mig vita að bloggið mitt hefði ekki leiðinlegast neitt mikið síðan það fór að snúast mest um hnapphelduna og fjölskyldulífið, ætla ég að setja það sem henni finnst skemmtilegast. Myndir:


Þarna eru Smábátur, Freigáta og amma-Freigáta í veðrinu sem er búið að fylgja okkur næstum allt fríið.


Og núna rétt í þessu voru feðginin að horfa á golf í sjónvarpinu. (Og svona er hún farina að sitja vel.)

Meiri síðar. Er enn ekki búin að finna útúr að stofna albúm á internetinu. En verð að fara að...

Viðbót: Og örskömmu síðar fattaði hún hvernig vefalbúm virka. Og það er kominn linkur á slíkt heimilisins. Og meira að segja komnar nokkrar myndir. Ekki margar, en aðallega í möppuna sumar 06.

20.7.06

Hoppurólur og tvöfeldni Bushs

Byrjum á hoppurólunum. Þær eru ekki til á Austurlandi. Svo mörg voru þau orð.

Þá er það hann Bush minn sem er mér endalaus uppspretta fusss og hnuss og fruss. Nú ber hann svo ógurlega mikla virðingu fyrir mannslífum að hann vill ekki láta brúka stofnfrumur úr fósturvísum til neins. Hann ber hins vegar enga virðingu fyrir mannslífum fólks sem er löngu komið af fósturvísastiginu í Afganistan eða Írak eða nokkrum þeim sem hann heldur að geti huxanlega verið hryðjuverkamaður. Og ekki þarf greinilega heldur að bera þá virðingu fyrir mannslífum í Líbanon að menn reyni nú eitthvað að slá á puttana á Ísraelunum. (Sem ég er nú bara alltaf að hallast meira og meira að því að hefðu átt að fara í ofnana, allir með tölu.)

Nei, það er greinilega ekki sama hvort maður er Líbanoni eða albandarískur fósturvísir.

Í nótt dreymdi mig að ég eignaðist tvíbura. Annar kom bara eðlilega á sjúkrahúsi (eða önnur, þetta voru stúlkubörn) en hinn fæddist þegar ég var komin heim og átti mér síst meiri barneigna von. Sú var pínkulítil, aðeins 6 merkur og 40 sentímetrar. Það sem eftir var draums var ég síðan að reyna að finna tíma til að blogga stórtíðindin.

Hverju skyldi sæta?

Forþjappa!*

Það er gjörsamlega galið að gera. Er í verkefni dauðans og ætla að reyna að klára það áður en systur og bróðurskip Rannsóknarskips koma í heimsókn um helgina, með Lánsbát meðferðis.

Smábátur siglir erlendis í dag og við erum enn að venjast fjarvistum hans. Freigátan er farin að sitja eins og hún hafi aldrei gert annað og það skemmtilegasta þessa dagana er að fara út í vagninum og fá að sitja í honum. Næst skemmtilegast er að fara úr sokkunum og borða þá. Já, lítið gleður... lítinn.

Best að gá hvað Ömmu-Freigátan er með í matinn í hádeginu. (Við erum svoleiðis að spikfitna. Eins gott að sumarfríið fer að verða búið...)

*Forþjappa er nýjasta blótsyrðið mitt...

17.7.06

Hvert fer tíminn?

Þá er Smábátur sigldur norður í land og fer þaðan með föðurfólkinu sínu í skreppiferð til Baunaríkis á fimmtudaginn. Ég var einhvernvegin búin að setja í hausinn á mér að þegar það gerðist, þá yrði stutt í að sumarið kláraðist. Og það er það alveg að fara að gera. Gúlp. Og ég ekki næstum nærri búin með leikritið sem ég á að vera að skrifa. (Hins vegar búin að kynnast aukaefninu úr Fast & the Furious 3 betur en ég kærði mig um. En, er búin að læra orðið "forþjappa" á því...)

Freigátan sat í fyrsta skipti sjálf í dag. Og alveg heilan helling. Enda var hún svo þreytt að hún sofnaði ofan í kvöldmatinn. Og ég er að verða steinhætt að blogga um nokkuð annað en börnin.
Paþþettikk.