23.2.08

Sjúkk

Í gærkvöldi:
Það ætlar eitthvað að teygjast úr þessum vaxtarkipp hjá hraðbátnum. Undanfarna 2 sólarhringa hefur ekki verið sérlega mikið um svefn eða annan munað, svo sem eins og máltíðir, sjálfsþrif eða annað. Var á náttfötunum í allan dag, meira og minna með ungann á spena. Í augnablikinu eru reyndar allir aðrir á heimilinu sofandi en ég er hætt að nenna að reyna að sofa í svefnpásunum hans. Þær eru of stuttar. Enda er ég að lesa Mýrina og hún er að verða búin svo þetta er eiginlega of spennandi. Ef það þarf síðan að vera næturvakt, aftur, þá fær Rannsóknarskip að taka hana eitthvað. Annars er erfitt að ætla eitthvað að brúka hann að ráði við þessar aðstæður, þar sem litli vill helst alltaf drekka ef hann er vakandi.

En þetta hlýtur nú að fara að klárast. Ég er búin að léttast um 2 kíló á jafnmörgum dögum, og sá litli örugglega búinn að þyngjast um annað eins, og nú verður þessu bara að fara að linna áður en ég verð GEÐVEIK!

Í dag:
Hraðbáturinn loksins farinn að sofa eitthvað og internetið aftur farið að vilja tala við mig. Þá er nú allt á uppleið. En þessir svefnlausu sólarhringar voru ekkert grín. Þá er bara að reyna að sofa þetta úr sér eitthvað. Hraðbáturinn er allavega að hamast við það. Við Rannsóknarskip erum farin að hlakka mikið til að fá kannski jafnvel að sofa megnið af næstu nótt. Lúxuslíf.

20.2.08

Heyrðu, góða!

sagði Freigátan við Rannsóknarskip um daginn þegar hann var eitthvað að svíkjast um að lesa fyrir hana þegar hún var hvort sem var hætt að hlusta. Hún er mikil hermikráka þessa dagana, og ótrúlegustu hlutir velta upp úr henni. Oftast þó: "Bíbí kúka" og "Ekki drekka róló." Þessi röksemdafærsla með að ekki skuli drekka úr pollum þar sem fuglar kúki í þá þykja greinilega mikil sannindi og djúp. Um daginn vorum við í Nóatúni og mættum hávöxnum manni með gleraugu. Þegar við vorum komnar framhjá honum og alla leiðina heim sagði hún: "Ekki afi."

Hraðbáturinn er í sínum fyrsta vaxtarkipp. Það þýðir, fyrir óinnvígða, að barnið vill helst liggja á spena allan sólarhringinn, til að auka framleiðslugetu, og kerfið kveinkar sér sem aldrei fyrr. Kosturinn er sá að eftir fyrsta vaxtarkipp verður brjóstagjöf örlítið minna þjáningafull. Fer alveg niður í að verða forgarður helvítis, í stað þess að vera alveg hjá kjötkötlunum. Móðurskipið er annars með hormónatruflanir í dag og er búið að grenja heilmikið út af mörgu, og mest út af engu. Bætir ekki úr skák að vera að lesa Arnaldarbók sem er venju fremur full af vanhirtum börnum og heimilisofbeldi. Er ekki að höndla neitt í þá veru þessa dagana. Held nú samt að vandlega íhuguðu máli að þetta séu hormónar, en ekki fæðingarþunglyndibyrjun.

Ég hef það nefnilega fantagott, gallabuxurnar víkka með hverjum deginum, þurrkarinn kom í hús í gær og heimurinn hefur ekkert farist mikið, þó svo að ég sé með netta taugadrullu yfir verkefnunum sem ég ætla mér að klára fyrir vorið. Bætir þó nokkuð úr skák að ég var rétt í þessu að þróa aðferð við að tölva með barnið á brjósti. Það er tímasparnaður í því.

Fór líka áðan í göngutúr út í Nóatún, alveg gjörsamlega ein og barnlaus, í örugglega 20 mínútur! En það er nú líklega mesti lúxus sem maður sér fram á, á þessu ári. ;-)

Nú stendur yfir píanóæfing hjá Smábáti, svo við sónötuundirleik eru Freigáta og Rannsóknarskip að "skjóta". Það heitir leikurinn þegar menn eru inni í herbergi Smábátsins og skjóta pílum úr pílubyssu sem hann á, á baðherbergishurðina. Þær eru með svon sogblöðkum á og festast á hurðina. Leikurinn fer þannig fram að Rannsóknarskip skýtur og Freigátan trítlar og týnir upp pílurnar og færir honum þær. Þetta er svo vinsælt að þetta er orðið vinsælla en að púsla, og er þá mikið sagt. Og ekki var lítið fyndið um daginn þegar Móðurskipið var á leiðinni út af baðherberginu og það var næstum búið að skjóta það í hausinn. Lahangt hláturskast þar...

19.2.08

Neglur

Sá 11 ára klippir aldrei á sér neglurnar af eigin frumkvæði. Og það þarf talsverðan eftirrextur til að það gerist, þegar foreldrin komast ekki lengur hjá því að taka eftir klónum, sem eru undantekningalítið farnar að brjóta í bága við heilbrigðislög.

Sú 2 ára er nýfarin að sitja kyrr og þæg og góð á meðan neglurnar á henni eru klipptar. Þangað til svona 2-3 eru eftir. Þá er kyrrsetuþolið á þrotum og ekki viðlit að endurheimta það þann daginn. Þá þarf yfirleitt að reyna að muna að sæta lagi einhvern annan dag til að klára.

Og í morgun rifjaði ég upp skemmtunina að klippa neglur ungbarna. Það er nú spennandi og hættulegt verkefni, fyrir alla viðstadda. Þau hafa nefnilega ekki hugmynd um hvaða skanka þau eru að hreyfa, hvernig, eða hvort það er í áttina að einhverju beittu og hættulegu.

Ef ég hygg einhverntíma á frekari barneignir ætla ég að hafa mjög hugfast að þá er ég að leggja drög að 20 nöglum í viðbót...

Neibb

Þegar maður ákveður að ætla nú að fara að gera eitthvað, fer auðvitað ekki hjá því að skipulagið fari algjörlega í hundana. Hraðbáturinn vaknaði klukkan 4 í nótt, sjálfum sér og öðrum að óvörum. Í framhaldi af því öskraði hann svoleiðis á skiptiborðinu að hann vakti systur sína sem skreið uppí til Rannsóknarskips og hugðist halda þar uppi skemmtiatriðum fram undir morgun.

Þar sem við Hraðbátur vissum ekkert um það ákváðum við að vera aðeins áfram frammi, til að vekja ekki fólkið í herberginu. Frammi í stofu drakk hann óskaplega vel, en gubbaði síðan öllu saman samviskusamlega yfir Móðurskipið. Þá tóku við aðgerðir við að koma okkur báðum í þurrt og hreint og að því loknu fórum við inn í herbergið þar sem við Rannsóknarskip börðumst við endursvæfingar fram undir morgun.

Skemmst frá því að segja að í fyrsta sinn sváfum við Hraðbátur alfarið af okkur fótaferðir annarra og vöknuðum síðan bæði tvö um níuleytið. Hann þurfti alls konar athygli og það endaði með því að klukkan var um hálfellefu þegar hann sofnaði aftur og Móðurskipið gat lox farið að þrífa gubbið almennilega úr hárinu á sér.

En ég skal samt gera eitthvaðí dag! Hér með verður hafist handa við að útlista fyrir honum Trausta um hvað ég hyxt skrifa ritgerð í "Íslensk samtímaleiklist og leiklistarkenningum 20 aldar." Menn mega geta einu sinni...

18.2.08

Aftur til eðlilexins?

Seinnipartinn var ég orðin verulega geðvond. Skipulagning fjölskyldunnar var alveg að fara með mig. Endalaust margt þurfti að gerast, og allt helst í gær. Og Móðurskipinu þótti enginn annar flotameðlimur hafa yfirsýn eða skilning á þessu vandamáli. Til að bæta skapið brá ég mér í gallabuxurnar (sem var talsvert auðveldara að hneppa núna en fyrir rúmri viku) og fór út að degi til. Tók Freigátuna með mér og fór í búð.

Þegar heim úr þeirri ferð kom gerðust þau undur og stórmerki að síminn minn hringdi tvisvar í röð. En hann hefur ekki hringt vikum saman. Bæði símtölin áttu erindi við Verðlaunaskáldið. Ójá, tíðkast nú stóru skærin og stefnir í innrás, útrás og heimsyfirráð.

Það er sumsé ljóst að maður þarf að fara að grípa réttri hendi í rassgatið á sér, eða kannski bara báðum, og reyna að fara að gera eitthvað. Ég huxa að það væri jafnvel geðbólguhamlandi. 

Fyrst á daxkrá verður að fara að haugast á lappir með öðrum fjölskyldumeðlimum. Hraðbátur hefur nefnilega þann sið að sofa alla nóttina en vakna um sjöleytið til að borða. Svo sofnum við ævinlega aftur og vöknum ekki fyrr en tuttugu mínútur í ellefu. (Á mínútunni. Ævinlega.) En ég get alveg lært og skrofið smá fyrir hádegi ef mér tækist að rífa sjálfa mig upp þarna eldsnemma en láta stubb sofa áfram.

Gerð verður tilraun, fyrramáls.

Tveggja vikna pjakkur


Best a�� halda ��ppdeitinu vi��, fyrir ��mmur og fjarstaddar fr��nkur, og birta nokkrar myndir sem voru teknar �� tveggja vikna afm��linu �� g��r. Og uppl��sa einnig um t��lulegar uppl��singar s����an h��n Dagn�� heilsug��slulj��sm����ir kom �� heims��kn ����an me�� vigtina s��na og m��lbandi��. (Konan sem sag��i, ��remur d��gum ����ur en Hra��b��tur f��ddist, a�� hann v��ri sko ekkert �� lei��inni n��sta h��lfa m��nu��inn! J��, ��g str��ddi henni soldi��. S��rstaklega ��ar sem h��n var svo viss um a�� Freig��tan yr��i f��dd innan skekkjumarka, �� s��num t��ma, a�� h��n skr��pa��i �� s����ustu m����rasko��unina m��na.)
Allavega, Hra��b��turinn ��yngist hra��byri og er or��inn 3,6 k��l�� (f��ddist 3,215) og 37 cm um hausinn (f��ddist 35). Hann lengist l��ka hratt, en ��a�� ver��ur v��st ekki m��lt fyrr en �� 6 vikna sko��un. ��anga�� til s�� ��g ��a�� bara �� f��tunum sem hann er strax farinn a�� vaxa upp ��r.

Freig��tan f��kk magap��nu �� n��tt og �� morgun barst meill um a�� upp s�� komin l��s �� deildinni hennar. ��a�� ver��ur n�� aldeilis skemmtilegt a�� l��sakemba barni�� sem vill helst ekki l��ta grei��a s��r og fa��irinn vill alls ekki l��ta klippa. Komm t�� ��eink off itt, sennilega lifa l��snar s��rlega g����u l��fi �� skallanum �� henni.

J��, og ��g ��tla��i einmitt a�� panta t��ma hj�� l��kni fyrir Sm��b��tinn. Hann er me�� einhvern lei��inda h��sta sem vir��ist ekki ��tla a�� fara af sj��lfum s��r.

Sj��lf ��arf ��g a�� fara a�� reyna a�� vera vakandi. ��a�� er v��st komin verkefnavika �� sk��lanum m��num og ��g hef ekki ��lj��sustu hugmynd um hva�� ��g �� a�� vera a�� gera. Bara vegna ��ess a�� ��g er ekki b��in a�� nenna inn �� uggluna til a�� g�� a�� ��v��. En ��g held ��g stefni �� a�� ��kve��a �� vikunni ��t �� hva�� verkefnin m��n eiga a�� ganga og l��ta kennarana m��na vita af ��v��.
�� dag er hins vegar ganga-fr��-��votti dagur.

Er ekki annars kj��nalegt, eins og ungab��rn eru s��t, hva�� er asnalega erfitt a�� n�� almennilegum myndum af ��eim?