Annars er ég farlama af grindverk. (Að brúka hitt orðið er algjörlega fyrir neðan mína virðingu, þó svo að mér finnist góð hugmynd hjá áðurnefndum Bibba að nota það í hljómsveitarnafn, eins og mig minnir að hann hafi ætlað.)
Ef ég hreyfi mig eru í boði þrenns konar viðbrögð:
- Æi...
- Áts!
- ANDSKOTANSDJÖFULL Í FÚLROTNANDI HELVÍTI!!!!
Elísabet mágkona er hjá okkur um helgina með annan son sinn. Ætlaði aldeilis með henni í leikhús í kvöld, en þurfti að hverfa frá því af áðurnefndum ástæðum og senda í staðinn Rannsóknarskip og barnungana með. Í staðinn er ég búin að æfa mig þvílíkt að liggja kjur, tala bæði eyrun af mömmu minni, og lengd þessarar færslu er að segja mér að huxanlega verði meira líf á þessu bloggi á næstunni en endranær.
Endalausar laggningar eru nefnilega mjög skrifhvetjandi. Kannski gerist meira að segja eitthvað af viti? Einþáttungar og klárun á þessum þremur hálfskrifuðu sem ég á einhvers staðar? Kannski maður ætti bara að segja: Húrra fyrir legsúrnuninni!...?
Já, nú held ég að Pollýanna sjálf megi fara að vara sig.
9.12.05
8.12.05
Amm
Fór þó aldrei svo að ekki yrði smá vesen. Lenti til fæðingarlæknis í dag og hann bannaði mér að vinna meir. Enda var ég næstum búin að eiga í gær og er um 105 ára af grinverk í dag með bauga niður af hnjám af svefnleysi. Ókei, það var kannski alveg kominn tími til. Ég er enn með andarteppu yfir fréttunum og held Bandalagið eigi örugglega eftir að örendast án mín. (Ekkert rökrétt hvað maður þykist alltaf vera ómissandi í vinnunni.) En, vill til að ég held að Ármann kunni alveg að ljósrita og selja jólasveinaskegg jafnvel og ég.
En það er svona. Ég NEYÐIST þá líklega bara til þess að SOFA fram að hádegi það sem eftir lifir AF ÞESSU ÁRI. Nema morguninn sem ég læt Árna keyra mig í Smáralindina svo við getum keypt allar jólagjafir þegar enginn annar er þar.
Dommmmmmaaaage...
En það er svona. Ég NEYÐIST þá líklega bara til þess að SOFA fram að hádegi það sem eftir lifir AF ÞESSU ÁRI. Nema morguninn sem ég læt Árna keyra mig í Smáralindina svo við getum keypt allar jólagjafir þegar enginn annar er þar.
Dommmmmmaaaage...
7.12.05
Vitjun
Í nótt dreymdi mig draug fortíðarjóla. Ekki vitjaði sá nú nafns, eins og títt ku vera um framliðna sem heimsækja vanfærar konur, en ég er ekki frá því að hann hafi verið að vitja fæðingardags.
Ásamt dagsetningunni 28. desember (sem ég ætla að miða á, bara til að stríða Báru syss, sem vill helst ekki að fólk sé að stela því sem hún á) finnst mér 5. janúar nú orðinn nokkuð líklegur...
Og jólin nálgast eins og óð fluga. Við Rannsóknarskip erum að skipuleggja yfir okkur. Erum að fá hana Eló mína í heimsókn um helgina. Með hana þarf að sjálfsögðu að fara á sýningu á Jólaævintýri. Smábátur er að fara að lesa eitthvað fallegt í Dómkirkjunni á sunnudag þannig að það stefnan er tekin í messu, hvar ég bind vonir við að hann sr. Hjálmar verði að kirkja. Svo ætlum við auðvitað bara að sitja, stolt og klökk, eins og foreldrar Tomma litla.
Svo er laufabrauð hjá ömmu Smábáts og fjölskyldu. Hlakka mikið geðveikt til. Einn höfuðókostur þess að búa ekki á Egilsstöðum er að hafa dottið útúr laufabrauðsgerð. Og ég er ekki enn farin að þora að leika mér með svona djúpsteikingarfeiti. Situr sennilega eitthvað í manni hvað þetta var útmálað sem STÓRHÆTTULEGT þegar mar var lítill. Þess vegna hef ég aldrei á ævinni bakað svo mikið sem eina kleinu upp á eigin spýtur.
Ásamt dagsetningunni 28. desember (sem ég ætla að miða á, bara til að stríða Báru syss, sem vill helst ekki að fólk sé að stela því sem hún á) finnst mér 5. janúar nú orðinn nokkuð líklegur...
Og jólin nálgast eins og óð fluga. Við Rannsóknarskip erum að skipuleggja yfir okkur. Erum að fá hana Eló mína í heimsókn um helgina. Með hana þarf að sjálfsögðu að fara á sýningu á Jólaævintýri. Smábátur er að fara að lesa eitthvað fallegt í Dómkirkjunni á sunnudag þannig að það stefnan er tekin í messu, hvar ég bind vonir við að hann sr. Hjálmar verði að kirkja. Svo ætlum við auðvitað bara að sitja, stolt og klökk, eins og foreldrar Tomma litla.
Svo er laufabrauð hjá ömmu Smábáts og fjölskyldu. Hlakka mikið geðveikt til. Einn höfuðókostur þess að búa ekki á Egilsstöðum er að hafa dottið útúr laufabrauðsgerð. Og ég er ekki enn farin að þora að leika mér með svona djúpsteikingarfeiti. Situr sennilega eitthvað í manni hvað þetta var útmálað sem STÓRHÆTTULEGT þegar mar var lítill. Þess vegna hef ég aldrei á ævinni bakað svo mikið sem eina kleinu upp á eigin spýtur.
6.12.05
Interestíng...
Þeir sem til þekkja vita að ég get verið alveg hund uppstökk. Finnist mér mér misboðið stekk ég upp á nef mér og ríf kjaft eins og ég fái borgað fyrir það. Undir venjulegum kringumstæðum heitir þetta hegðunarmynstur ýmist "frekja og kjaftforni" eða "að láta ekki vaða yfir sig", eftir því hver horfir og hvaðan.
Þessa mánuðina finnst mönnum hins vegar ástæða til að kenna hormónabúskap um geðvonskur mínar. Sem er skrítið. Þar sem lesendur hafa kannski tekið eftir því að ég hef verið seinþreyttari til kjaftforni undanfarið en í meðalári.
Þetta getur vissulega verið bæði kostur og galli. Annars vegar get ég kannski afsakað uppstekkjur með hormónum. Ef ég nenni ekki eftirfylgni við þær... það bara gerist aldrei. Á hinn bóginn gerir það almennan pirring ómarktækan, sem er náttlega óþolandi þar sem yfirleitt er nú einhver smásnefill af ástæðu fyrir geðvonskunni, einhvers staðar.
Þessa mánuðina finnst mönnum hins vegar ástæða til að kenna hormónabúskap um geðvonskur mínar. Sem er skrítið. Þar sem lesendur hafa kannski tekið eftir því að ég hef verið seinþreyttari til kjaftforni undanfarið en í meðalári.
Þetta getur vissulega verið bæði kostur og galli. Annars vegar get ég kannski afsakað uppstekkjur með hormónum. Ef ég nenni ekki eftirfylgni við þær... það bara gerist aldrei. Á hinn bóginn gerir það almennan pirring ómarktækan, sem er náttlega óþolandi þar sem yfirleitt er nú einhver smásnefill af ástæðu fyrir geðvonskunni, einhvers staðar.
5.12.05
Allir saman nú!
Síðan ég hóf búsetu að nýju á höfuðborgarsvæðinu hefur félaxlíf mitt aðallega samanstaðið af tvennu. Hugleikssamkundum og tónleikum og öðru sem tengist hljómsveitinni Hraun. (Fyrir óinnvígða, einni hljómsveitinni sem hann Jón Geir, maðurinn hennar Nönnu vinkonu minnar er í.)
Þessir hópar hafa þó hingað til verið aðskildir í flestu, nema Hjalta. Nú bregður svo við að meirihluti Hraunara eru komnir í Hugleik. Og á laugardagskvöld kom að því óumflýjanlega. Góður slatti af Hugleik fór á Hrauntónleika. Þegar ég endurheimti hæfileikann til félaxlífs lítur sumsé út fyrir að það verði allt komið í eina sæng. Og er vel. Gott að hafa allt á einum stað.
Og það er bráðskemmtilegur pistill á Varríusi um upplifunina.
Þessir hópar hafa þó hingað til verið aðskildir í flestu, nema Hjalta. Nú bregður svo við að meirihluti Hraunara eru komnir í Hugleik. Og á laugardagskvöld kom að því óumflýjanlega. Góður slatti af Hugleik fór á Hrauntónleika. Þegar ég endurheimti hæfileikann til félaxlífs lítur sumsé út fyrir að það verði allt komið í eina sæng. Og er vel. Gott að hafa allt á einum stað.
Og það er bráðskemmtilegur pistill á Varríusi um upplifunina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)