Skruppum aðeins í gær upp í nýjahús. Ætluðum nú aðallega bara að skoða og spekúlera. En maðurinn hafði skilið eftir ýmsar hreinlætisgræjur, og áður en við vissum af vorum við nú eiginlega bara búin að þrífa hana. Meiraðsegja skúra gólf og veggi. (Segir nú kannski sitt um stærð nýja heimilisins okkar...)
Freigátan var með og skemmti sér hið besta við að skríða um allt óhindrað og pota í allar innstungur sem hún fann.
Svo eldaði ég hval í kvöldmatinn. (Kval í hvöldmatinn?) Hann var fínn. Veiðum þá bara.
2.11.06
Faglegar forsendur til að pissa á fólk?
Margir hafa skemmt sér yfir þessu orðalagi, sem kom fram í tengslum við verkefni leiklistarskólanema á dögunum. (En fyrsta árs nemar í leiklistardleild Listaháskólans ku ekki hafa faglegar forsendur til þess.)
Ég er búin að velta fyrir mér hverjir hafi þá þessar forsendur. Mér detta helst í hug þjálfaðar vændiskonur og klámstjörnur sem hafa gert gullnar sturtur að sérgrein sinni.
Fyrir kemur að dóttir mín gerir sig seka um þennan ófaglega ósóma. Næst ætla ég að segja henni að hún hafi hreint engar faglegar forsendur til þess arna.
Ég er búin að velta fyrir mér hverjir hafi þá þessar forsendur. Mér detta helst í hug þjálfaðar vændiskonur og klámstjörnur sem hafa gert gullnar sturtur að sérgrein sinni.
Fyrir kemur að dóttir mín gerir sig seka um þennan ófaglega ósóma. Næst ætla ég að segja henni að hún hafi hreint engar faglegar forsendur til þess arna.
Tvíbýli
Komin í vinnuna. Enn hálfhorug og veit fátt.
Veit þó það að íbúðin, hin nýja, ku eiga að vera orðin hin tómasta og langar mig mikið að druslast allavega eitthvað þangað uppeftir í dag, jafnvel með tusku.
Nú á maður víst alltaf að byrja að að flytja með brauð og eitthvað, svo alltaf verði nóg að bíta og brenna, (ætli hitt eigi þá að vera eldspítur) en þar sem ég nenni ekki að byrja á að láta mat mygla í nýju íbúðinni, (og á aldrei eld lengur) þá er ég að huxa um að byrja á að flytja með skúringagræjur og ákveða að það sé fyrir því að í híbýlum þessum verði ævinlega hreint og fínt. Algjörlega fyrirhafnarlaust. (Sem getur vel verið að verði vegna þess að til þess að komast fyrir þarna þurfum við að henda næstum öllu sem við eigum.)
Er líka búin að sjá notagildi þess að eiga í tvenn hús að venda í nóvember, undir lok mánaðarins huxa ég mér t.d. gott til glóðarinnar að æfa leikrit í stofunni sem þá verður búið að tæma. Leikritið sem ég er ekki enn farin að kasta í. Verð að fara að komast í það. (Ekki samt fyrr en horið hefur hopað frekar. Verð bara ringluð og örvæntingarfull af að huxa um það núna.)
Allavega, allir aðrir á heimilinu eru orðnir horlausir svo nú hlýtur bara að fara að koma að mér.
Snýt og snörl.
Veit þó það að íbúðin, hin nýja, ku eiga að vera orðin hin tómasta og langar mig mikið að druslast allavega eitthvað þangað uppeftir í dag, jafnvel með tusku.
Nú á maður víst alltaf að byrja að að flytja með brauð og eitthvað, svo alltaf verði nóg að bíta og brenna, (ætli hitt eigi þá að vera eldspítur) en þar sem ég nenni ekki að byrja á að láta mat mygla í nýju íbúðinni, (og á aldrei eld lengur) þá er ég að huxa um að byrja á að flytja með skúringagræjur og ákveða að það sé fyrir því að í híbýlum þessum verði ævinlega hreint og fínt. Algjörlega fyrirhafnarlaust. (Sem getur vel verið að verði vegna þess að til þess að komast fyrir þarna þurfum við að henda næstum öllu sem við eigum.)
Er líka búin að sjá notagildi þess að eiga í tvenn hús að venda í nóvember, undir lok mánaðarins huxa ég mér t.d. gott til glóðarinnar að æfa leikrit í stofunni sem þá verður búið að tæma. Leikritið sem ég er ekki enn farin að kasta í. Verð að fara að komast í það. (Ekki samt fyrr en horið hefur hopað frekar. Verð bara ringluð og örvæntingarfull af að huxa um það núna.)
Allavega, allir aðrir á heimilinu eru orðnir horlausir svo nú hlýtur bara að fara að koma að mér.
Snýt og snörl.
1.11.06
Eigendur
Jæjah. Búin að fara á sölufundinn og skrifa undir alltsaman og borga allan heiminn. Fundir síðasta sólarhrings virðast ekki hafa haft sérlega jákvæð áhrif á heilsuna mína, nú fyrst veit ég ekkert í minn haus. Rannsóknarskip er að fara að senda Smábát norður yfir heiðar seinnipartinn, fer svo í skólann og verður ekki hjá okkur fyrr en einhverntíma þvílíkt seint. Á meðan ætlum við mæðgur að láta okkur batna.
Annars skilst mér að fyrri eigandi ætli nú bara að klára að tæma núna einhverntíma á eftir eða morgun eða eitthvað þannig að við ættum að geta þrifið og metið stöðuna um helgina. Ljómandi fínt að ætla sér mánuð í að flytja.
Í nótt var ég með hálfgerðu óráði. Mig dreymdi að ég var með slatta af fólki, einhverjum ú stjórn Hugleix og fleirum, á annaðhvort kafbát eða geimskipi (það er ekki alveg skýrt í minningunni). Svo kom eitthvað uppá og það þurfti að draga okkur til bara svo hratt að við þurftum að fara í afþrýstingsklefa þegar við komum til baka. Að því loknu var partý.
Og nú held ég þurfi að leggja Freigátunni.
Annars skilst mér að fyrri eigandi ætli nú bara að klára að tæma núna einhverntíma á eftir eða morgun eða eitthvað þannig að við ættum að geta þrifið og metið stöðuna um helgina. Ljómandi fínt að ætla sér mánuð í að flytja.
Í nótt var ég með hálfgerðu óráði. Mig dreymdi að ég var með slatta af fólki, einhverjum ú stjórn Hugleix og fleirum, á annaðhvort kafbát eða geimskipi (það er ekki alveg skýrt í minningunni). Svo kom eitthvað uppá og það þurfti að draga okkur til bara svo hratt að við þurftum að fara í afþrýstingsklefa þegar við komum til baka. Að því loknu var partý.
Og nú held ég þurfi að leggja Freigátunni.
31.10.06
Kör
Ástandið á heimilinu enn heldur báborið. Freigátan sefur í vagninum sínum í eldhúsinu, en hún er með Horfoss í dag. Við Rannsóknarskip skiptumst á að sofa og huxa um hana. Enginn hefur orku í að láta sig hlakka til húsnæðisskipta nema Smábátur sem er hinn sprækasti. Ég hlakka reyndar soldið til í hvert skipti sem ég rogast með Freigátuna upp stigann... Bráðum búum við á einum janffleti! Jeij!
30.10.06
Ránargatan
er nú aldeilis fín gata. Þar hafa ýmis stórmenni búið. Hjónin Ringsted og Sigrún Valbergsdóttir, svo örfáir séu nefndir. Einhversstaðar við hana vestalega, huxanlega í húsinu sem rutt var burt til þess að húsið sem við vorum að kaupa kæmist fyrir, fæddist víst hann Sigurbjörn langafi minn. Þannig að ég er Reykvíkingur að einum áttunda, meiraðsegja Vestbæjingur.
Já, ég segi húsið sem við erum að kaupa. Lánir ku alveg vera komið alla leið í gegn, og sölufundur er á miðvikudaginn. Mér skilst að við fáum afhent um helgina. Og munum þá búa á tveimur stöðum í kannski svona eitthvað um mánuð. Þá er það bara að hringja í eigengur Imbu-Skjálfar og byrja að pakka.
Freigátan hafði nú greinilega eitthvað veður af því hvað var í aðsigi. Strax í morgun tæmdi hún fleiri hillur og reif svo Fasteignablaðið í tætlur.
Annars erum við öll þvílíkir horfossar í dag. Nema Smábátur, sem er batnaður. Enda eins gott, fyrir dyrum stendur haustfrí hjá honum sem hann mun eyða á norðurslóðum, þar sem honum verður skipt milli föðurfjölskyldu sinnar og Rannsóknarskips.
Þá er ekki eftir neinu að bíða. Bara reyna að ná sér upp úr horinu og byrja svo að flokka og henda. Alltaf hollt að minnka við sig um töttögogfemm fermetra.
Já, ég segi húsið sem við erum að kaupa. Lánir ku alveg vera komið alla leið í gegn, og sölufundur er á miðvikudaginn. Mér skilst að við fáum afhent um helgina. Og munum þá búa á tveimur stöðum í kannski svona eitthvað um mánuð. Þá er það bara að hringja í eigengur Imbu-Skjálfar og byrja að pakka.
Freigátan hafði nú greinilega eitthvað veður af því hvað var í aðsigi. Strax í morgun tæmdi hún fleiri hillur og reif svo Fasteignablaðið í tætlur.
Annars erum við öll þvílíkir horfossar í dag. Nema Smábátur, sem er batnaður. Enda eins gott, fyrir dyrum stendur haustfrí hjá honum sem hann mun eyða á norðurslóðum, þar sem honum verður skipt milli föðurfjölskyldu sinnar og Rannsóknarskips.
Þá er ekki eftir neinu að bíða. Bara reyna að ná sér upp úr horinu og byrja svo að flokka og henda. Alltaf hollt að minnka við sig um töttögogfemm fermetra.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)